Friðhelgi bólusettra Karl Hrannar Sigurðsson skrifar 26. nóvember 2021 14:00 Í vikunni bárust fréttir af þeirri ráðstöfun Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur að kalla eftir bólusetningarvottorði frá þeim sem ætla að koma inn í úthlutunarstöð nefndarinnar. Að sögn formanns hennar er það gert í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að sjálfboðaliðar smitist af hinni umtöluðu veiru. Af augljósum ástæðum eru það einungis bólusettir sem framvísa upplýsingum um bólusetningu. Um skoðun nefndarinnar á þeim upplýsingum gilda ótvírætt lög nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga („persónuverndarlög“). Í þessari stuttu grein rekur höfundur ástæður þess að ráðstöfun nefndarinnar samræmist ekki persónuverndarlögum. Heimild í persónuverndarlögum þarf að vera til staðar Til þess að skoðun á vottorðum einstaklinga geti farið fram þarf heimild í persónuverndarlögum að vera til staðar. Slík heimild getur til dæmis verið samþykki einstaklinga eða að hagsmunir annarra vegi það þungt að rétt þykir að ganga á friðhelgi annarra einstaklinga. Eflaust munu flestir sem leggja leið sína í úthlutunarstöð nefndarinnar sýna bólusetningarvottorðið án vandkvæða, þ.e. samþykkja að sýna það. Samþykkið myndi þó ekki standast kröfur persónuverndarlaga, enda er bólusetningarvottorðið skilyrði fyrir komu á úthlutunarstöðina og er þá um þvingað samþykki að ræða. Til skoðunar kæmu þá hagsmunir annarra, en líkt og áður er rakið hefur formaður nefndarinnar vísað til þeirrar hættu að sjálfboðaliðar smitist við störf sín. Ekki verður um það deilt að markmiðið er málefnalegt og lögmætt. Á móti kemur að ráðstöfunin, þ.e. að skoða vottorð bólusettra, þarf að vera nauðsynleg til þess að ná því markmiði, þ.e. að tryggja heilsu sjálfboðaliða. Hættan af bólusettum einstaklingum er líka til staðar Sóttvarnalæknir minntist á þá staðreynd á dögunum að bylgjan sem nú geisar er ekki drifin áfram af óbólusettum einstaklingum. Taldi hann forsendur til að mismuna einstaklingum ekki vera til staðar, enda smita bólusettir út frá sér líkt og þeir sem eru óbólusettir. Af því leiðir að hættunni fyrir sjálfboðaliða Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur verður ekki afstýrt þótt þangað komi einungis bólusettir einstaklingar. Skoðun nefndarinnar á bólusetningarvottorðum er því ekki nauðsynleg ráðstöfun og telst með sömu rökum ólögmæt. Höfundur er lögfræðingur og starfar sem ráðgjafi á sviði persónuverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Persónuvernd Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Sjá meira
Í vikunni bárust fréttir af þeirri ráðstöfun Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur að kalla eftir bólusetningarvottorði frá þeim sem ætla að koma inn í úthlutunarstöð nefndarinnar. Að sögn formanns hennar er það gert í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að sjálfboðaliðar smitist af hinni umtöluðu veiru. Af augljósum ástæðum eru það einungis bólusettir sem framvísa upplýsingum um bólusetningu. Um skoðun nefndarinnar á þeim upplýsingum gilda ótvírætt lög nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga („persónuverndarlög“). Í þessari stuttu grein rekur höfundur ástæður þess að ráðstöfun nefndarinnar samræmist ekki persónuverndarlögum. Heimild í persónuverndarlögum þarf að vera til staðar Til þess að skoðun á vottorðum einstaklinga geti farið fram þarf heimild í persónuverndarlögum að vera til staðar. Slík heimild getur til dæmis verið samþykki einstaklinga eða að hagsmunir annarra vegi það þungt að rétt þykir að ganga á friðhelgi annarra einstaklinga. Eflaust munu flestir sem leggja leið sína í úthlutunarstöð nefndarinnar sýna bólusetningarvottorðið án vandkvæða, þ.e. samþykkja að sýna það. Samþykkið myndi þó ekki standast kröfur persónuverndarlaga, enda er bólusetningarvottorðið skilyrði fyrir komu á úthlutunarstöðina og er þá um þvingað samþykki að ræða. Til skoðunar kæmu þá hagsmunir annarra, en líkt og áður er rakið hefur formaður nefndarinnar vísað til þeirrar hættu að sjálfboðaliðar smitist við störf sín. Ekki verður um það deilt að markmiðið er málefnalegt og lögmætt. Á móti kemur að ráðstöfunin, þ.e. að skoða vottorð bólusettra, þarf að vera nauðsynleg til þess að ná því markmiði, þ.e. að tryggja heilsu sjálfboðaliða. Hættan af bólusettum einstaklingum er líka til staðar Sóttvarnalæknir minntist á þá staðreynd á dögunum að bylgjan sem nú geisar er ekki drifin áfram af óbólusettum einstaklingum. Taldi hann forsendur til að mismuna einstaklingum ekki vera til staðar, enda smita bólusettir út frá sér líkt og þeir sem eru óbólusettir. Af því leiðir að hættunni fyrir sjálfboðaliða Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur verður ekki afstýrt þótt þangað komi einungis bólusettir einstaklingar. Skoðun nefndarinnar á bólusetningarvottorðum er því ekki nauðsynleg ráðstöfun og telst með sömu rökum ólögmæt. Höfundur er lögfræðingur og starfar sem ráðgjafi á sviði persónuverndar.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun