Innlent

Ekki að sjá að hlaup­vatn sé komið fram í Gígju­kvísl

Atli Ísleifsson skrifar
Miðað við fyrri hlaup má gera ráð fyrir að hlaupvatn komi fram við jökuljaðar á allra næstu dögum.
Miðað við fyrri hlaup má gera ráð fyrir að hlaupvatn komi fram við jökuljaðar á allra næstu dögum. Vísir/RAX

Ekki er að sjá að neitt hlaupvatn hafi komið fram í Gígjukvísl en íshellan í Grímsvötnum hélt áfram að lækka í nótt.

Þetta segir Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, í samtali við Vísi um klukkan 7:30 í morgun.

„Staðan er keimlík því sem hún var í gær. Það er ekki að sjá á mælum að neitt hlaupvatn sé komið fram í Gígjukvísl, hvorki á gas- né vatnamælum. Við fylgjumst áfram með stöðunni, en það er í rauninni óbreytt staða frá í gær.“

Hann segir að það sjáist á GPS-mælum að íshellan hafi lækkað línulega í nótt. „Íshellan hefur lækkað hægt og rólega í nótt og er færslan nú að nálgast 73 sentimetra frá klukkan 10 í fyrradag,“ segir Einar.

Lækkun íshellunnar í Grímsvötnum hefur verið að lækka síðustu daga sem er vísbending um að Grímsvatnahlaup sé í vændum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×