Losun í Kína dróst saman í fyrsta skipti eftir efnahagsbatann Kjartan Kjartansson skrifar 25. nóvember 2021 14:21 Byggingarverkamenn að störfum í Sjanghæ í Kína. Vísir/EPA Koltvísýringslosun í Kína dróst lítillega saman á þriðja ársfjórðungi en það er í fyrsta skipti sem það gerist eftir að efnahagslífið tók við sér eftir kórónuveiruheimsfaraldurinn. Samdrátturinn er rakinn að hluta til minni byggingaframkvæmda og kolaskorts. Síðast dróst ársfjórðungslosun í Kína saman á milli ára á fyrsta ársfjórðungi síðasta árs þegar kórónuveiran skaut fyrst upp kollinum. Á fyrri helmingi þessa árs jókst hún um níu prósent samkvæmt greiningu Orku- og loftgæðarannsóknastofnunarinnar (CREA) í Helsinki í Finnlandi. Framboð á kolum hefur verið afar takmarkað í Kína undanfarið og sögulega hátt verð hefur leitt til rafmagnsleysis í mörgum héruðum á þriðja ársfjórðungi. Það hefur komið niður á bæði iðnaði og almennum borgurum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Framleiðsla á stáli og sement dróst saman um sextán og ellefu prósent, hvor um sig, frá öðrum ársfjórðungi. Kínversk stjórnvöld hægðu á byggingariðnaði í landinu til þess að verjast mögulegu falli fasteignarisans Evergrande. Markmið kommúnistastjórnarinnar er að losun Kínverja á gróðurhúsalofttegundum nái hámarki í kringum árið 2030 og dragist síðan saman. Lauri Myllyvirta, aðalgreinandi CREA, segir samdráttinn á síðasta ársfjórðungi mögulega benda til þess að losun í Kína hafi þegar náð hámarki sínu, vel á undan áætlun. Dæli Kínverjar aftur fé í byggingariðnaðinn til þess að koma hjólum efnahagslífsins á hreyfingu gæti losun þó aukist aftur. Kína er mesti losandi gróðurhúsalofttegunda í heiminum um þessar mundir en sögulega hafa Bandaríkin losað mest magn út í andrúmsloftið. Kína Loftslagsmál Tengdar fréttir Telja ríki heims vanmeta losun um milljarða tonna Vafasamar bókhaldsreglur, ófullkomin skil einstakra landa og vísvitandi misskráning er sögð ástæða þess að ríki heims vanmeta losun sína á gróðurhúsalofttegundum um milljarða tonna á hverju ári. Samkvæmt varfærnu mati gæti umframlosunin verið meiri en árslosun Bandaríkjanna. 8. nóvember 2021 14:12 Auka framleiðslu og brennslu kola til muna í Kína Kolaframleiðsla í Kína hefur verið aukin til muna og stendur til að auka hana enn fremur. Verið er að stækka gamlar námur og grafa nýjar víðsvegar um landið en Kína brennir þegar meira af kolum en öll önnur ríki heimsins samanlagt. 1. nóvember 2021 11:04 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Síðast dróst ársfjórðungslosun í Kína saman á milli ára á fyrsta ársfjórðungi síðasta árs þegar kórónuveiran skaut fyrst upp kollinum. Á fyrri helmingi þessa árs jókst hún um níu prósent samkvæmt greiningu Orku- og loftgæðarannsóknastofnunarinnar (CREA) í Helsinki í Finnlandi. Framboð á kolum hefur verið afar takmarkað í Kína undanfarið og sögulega hátt verð hefur leitt til rafmagnsleysis í mörgum héruðum á þriðja ársfjórðungi. Það hefur komið niður á bæði iðnaði og almennum borgurum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Framleiðsla á stáli og sement dróst saman um sextán og ellefu prósent, hvor um sig, frá öðrum ársfjórðungi. Kínversk stjórnvöld hægðu á byggingariðnaði í landinu til þess að verjast mögulegu falli fasteignarisans Evergrande. Markmið kommúnistastjórnarinnar er að losun Kínverja á gróðurhúsalofttegundum nái hámarki í kringum árið 2030 og dragist síðan saman. Lauri Myllyvirta, aðalgreinandi CREA, segir samdráttinn á síðasta ársfjórðungi mögulega benda til þess að losun í Kína hafi þegar náð hámarki sínu, vel á undan áætlun. Dæli Kínverjar aftur fé í byggingariðnaðinn til þess að koma hjólum efnahagslífsins á hreyfingu gæti losun þó aukist aftur. Kína er mesti losandi gróðurhúsalofttegunda í heiminum um þessar mundir en sögulega hafa Bandaríkin losað mest magn út í andrúmsloftið.
Kína Loftslagsmál Tengdar fréttir Telja ríki heims vanmeta losun um milljarða tonna Vafasamar bókhaldsreglur, ófullkomin skil einstakra landa og vísvitandi misskráning er sögð ástæða þess að ríki heims vanmeta losun sína á gróðurhúsalofttegundum um milljarða tonna á hverju ári. Samkvæmt varfærnu mati gæti umframlosunin verið meiri en árslosun Bandaríkjanna. 8. nóvember 2021 14:12 Auka framleiðslu og brennslu kola til muna í Kína Kolaframleiðsla í Kína hefur verið aukin til muna og stendur til að auka hana enn fremur. Verið er að stækka gamlar námur og grafa nýjar víðsvegar um landið en Kína brennir þegar meira af kolum en öll önnur ríki heimsins samanlagt. 1. nóvember 2021 11:04 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Telja ríki heims vanmeta losun um milljarða tonna Vafasamar bókhaldsreglur, ófullkomin skil einstakra landa og vísvitandi misskráning er sögð ástæða þess að ríki heims vanmeta losun sína á gróðurhúsalofttegundum um milljarða tonna á hverju ári. Samkvæmt varfærnu mati gæti umframlosunin verið meiri en árslosun Bandaríkjanna. 8. nóvember 2021 14:12
Auka framleiðslu og brennslu kola til muna í Kína Kolaframleiðsla í Kína hefur verið aukin til muna og stendur til að auka hana enn fremur. Verið er að stækka gamlar námur og grafa nýjar víðsvegar um landið en Kína brennir þegar meira af kolum en öll önnur ríki heimsins samanlagt. 1. nóvember 2021 11:04