Meintur mannréttindabrjótur kjörinn forseti Interpol Kjartan Kjartansson skrifar 25. nóvember 2021 12:50 Ahmed Naser al-Raisi verður forseti Interpol næstu fjögur árin. AP/Francisco Seco Undirhershöfðingi við innanríkisráðuneyti Sameinuðu arabísku furstadæmanna sem er sakaður um pyntingar og gerræðislegar handtökur í heimalandinu var kjörinn forseti alþjóðalögreglunnar Interpol. Hann hefur verið kærður í fimm löndum. Ahmed Naser al-Raisi hefur átt sæti í framkvæmdastjórn Interpol. Tæplega 69 prósent aðildarríkja stofnunarinnar greiddu honum atkvæði eftir þrjár umferðir en tvo þriðju hluta atkvæða þurfti til að ná kjöri. Raisi gegnir embættinu næstu fjögur árin. Kjörið er umdeilt enda hafa mannréttindasamtök sakað Raisi um aðild að pyntingum og handahófskenndum handtökum í furstadæmunum þar sem hann er innri endurskoðandi innanríkisráðuneytisins, að sögn AP-fréttastofunnar. Raisi hefur verið kærður fyrir pyntingar í fimm löndum, þar á meðal í Frakklandi þar sem höfuðstöðvar Interpol eru og í Tyrklandi þar sem forsetakjörið fór fram á aðalfundi Interpol. Atkvæðagreiðslan um forseta Interpol er leynileg en Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn alþjóðasviðs ríkislögreglustjóra, staðfestir við Vísi að Ísland hafi greitt Sörku Havrakovu, tékkneskum ofursta, atkvæði sitt. Fulltrúar embættisins hafi talað hana mun frambærilegri frambjóðanda. Reyna að draga Raisi fyrir dómstóla hvar sem hann ferðast AP segir að Raisi hafi lagt mikið upp úr kosningabaráttu sinni. Hann ferðaðist víða um heim og hitti þingmenn og ráðamenn í ýmsum löndum. Í skoðanagrein í ríkisfjölmiðli í Abú Dabí sagðist hann vilja nútímavæða Interpol og fullyrti að furstadæmin legðu áherslu á að verja mannréttindi innanlands og erlendis. Tveir Bretar sem kærðu Raisi fordæmdu kjör hans. Matthew Hodges er breskur doktorsnemi sem sat í fangelsi í furstadæmunum sakaður um njósnir í tæpa sjö mánuði árið 2018. Ali Issa Ahmad, knattspyrnuaðdáandi, segir að hann hafi verið pyntaður af öryggissveitum furstadæmisins þegar hann var handtekinn á Asíumótinu þar árið 2019. Lögmaður þeirra segir að þeir muni reyna að draga Raisi fyrir dómstóla í þeim löndum sem hann ferðast til sem forseti Interpol. Misnota alþjóðlegar handtökuskipanir til að ná til andstæðinga Forseti Interpol hefur umsjón með störfum stofnunarinnar og mótar stefnu hennar. Hann stýrir aðalfundum og fundum framkvæmdastjórnar. Aðalframkvæmdastjóri stýrir daglegum rekstri Interpol en Þjóðverjinn Jörgen Stock gegnir embættinu um þessar mundir. Kjör forseta Interpol vakti sérstaklega mikla athygli að þessu sinni í ljósi þess að Meng Hongwei, fyrsti Kínverjinn til að gegna embættinu, hvarf skyndilega á miðju kjörtímabilinu sínu þegar hann heimsótti heimalandið árið 2018. Síðar kom í ljós að hann hefði verið handtekinn og sakaður um mútur og fleiri glæpi. Vestræn ríki hafa gagnrýnt að einræðis- og valdboðsríki eins og Rússland og fleiri misnoti handtökuskipanir Interpol til þess að ná sér niðri á pólitískum andstæðingum og andófsfólki erlendis. Forsetakjörið í ár er sagt endurspegla spennu á milli lýðræðisríkja og harðstjórna sem eiga aðild að stofnuninni. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum frá ríkislögreglustjóra um hvernig Ísland greiddi atkvæði. Sameinuðu arabísku furstadæmin Tengdar fréttir Fyrrverandi forseti Interpol dæmdur í þrettán ára fangelsi Dómstóll í Kína hefur dæmt Meng Hongwei í fangelsi og sektargreiðslu fyrir mútuþægni. 21. janúar 2020 08:33 Gagnrýnendur Kremlarstjórnar hafa áhyggjur af verðandi forseta Interpol Bresk yfirvöld eru sögð telja að rússneskur undirhershöfðingi verði kosinn forseti alþjóðalögreglunnar Interpol á allsherjarþingi hennar sem hófst í dag. 19. nóvember 2018 10:31 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Fleiri fréttir Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sjá meira
Ahmed Naser al-Raisi hefur átt sæti í framkvæmdastjórn Interpol. Tæplega 69 prósent aðildarríkja stofnunarinnar greiddu honum atkvæði eftir þrjár umferðir en tvo þriðju hluta atkvæða þurfti til að ná kjöri. Raisi gegnir embættinu næstu fjögur árin. Kjörið er umdeilt enda hafa mannréttindasamtök sakað Raisi um aðild að pyntingum og handahófskenndum handtökum í furstadæmunum þar sem hann er innri endurskoðandi innanríkisráðuneytisins, að sögn AP-fréttastofunnar. Raisi hefur verið kærður fyrir pyntingar í fimm löndum, þar á meðal í Frakklandi þar sem höfuðstöðvar Interpol eru og í Tyrklandi þar sem forsetakjörið fór fram á aðalfundi Interpol. Atkvæðagreiðslan um forseta Interpol er leynileg en Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn alþjóðasviðs ríkislögreglustjóra, staðfestir við Vísi að Ísland hafi greitt Sörku Havrakovu, tékkneskum ofursta, atkvæði sitt. Fulltrúar embættisins hafi talað hana mun frambærilegri frambjóðanda. Reyna að draga Raisi fyrir dómstóla hvar sem hann ferðast AP segir að Raisi hafi lagt mikið upp úr kosningabaráttu sinni. Hann ferðaðist víða um heim og hitti þingmenn og ráðamenn í ýmsum löndum. Í skoðanagrein í ríkisfjölmiðli í Abú Dabí sagðist hann vilja nútímavæða Interpol og fullyrti að furstadæmin legðu áherslu á að verja mannréttindi innanlands og erlendis. Tveir Bretar sem kærðu Raisi fordæmdu kjör hans. Matthew Hodges er breskur doktorsnemi sem sat í fangelsi í furstadæmunum sakaður um njósnir í tæpa sjö mánuði árið 2018. Ali Issa Ahmad, knattspyrnuaðdáandi, segir að hann hafi verið pyntaður af öryggissveitum furstadæmisins þegar hann var handtekinn á Asíumótinu þar árið 2019. Lögmaður þeirra segir að þeir muni reyna að draga Raisi fyrir dómstóla í þeim löndum sem hann ferðast til sem forseti Interpol. Misnota alþjóðlegar handtökuskipanir til að ná til andstæðinga Forseti Interpol hefur umsjón með störfum stofnunarinnar og mótar stefnu hennar. Hann stýrir aðalfundum og fundum framkvæmdastjórnar. Aðalframkvæmdastjóri stýrir daglegum rekstri Interpol en Þjóðverjinn Jörgen Stock gegnir embættinu um þessar mundir. Kjör forseta Interpol vakti sérstaklega mikla athygli að þessu sinni í ljósi þess að Meng Hongwei, fyrsti Kínverjinn til að gegna embættinu, hvarf skyndilega á miðju kjörtímabilinu sínu þegar hann heimsótti heimalandið árið 2018. Síðar kom í ljós að hann hefði verið handtekinn og sakaður um mútur og fleiri glæpi. Vestræn ríki hafa gagnrýnt að einræðis- og valdboðsríki eins og Rússland og fleiri misnoti handtökuskipanir Interpol til þess að ná sér niðri á pólitískum andstæðingum og andófsfólki erlendis. Forsetakjörið í ár er sagt endurspegla spennu á milli lýðræðisríkja og harðstjórna sem eiga aðild að stofnuninni. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum frá ríkislögreglustjóra um hvernig Ísland greiddi atkvæði.
Sameinuðu arabísku furstadæmin Tengdar fréttir Fyrrverandi forseti Interpol dæmdur í þrettán ára fangelsi Dómstóll í Kína hefur dæmt Meng Hongwei í fangelsi og sektargreiðslu fyrir mútuþægni. 21. janúar 2020 08:33 Gagnrýnendur Kremlarstjórnar hafa áhyggjur af verðandi forseta Interpol Bresk yfirvöld eru sögð telja að rússneskur undirhershöfðingi verði kosinn forseti alþjóðalögreglunnar Interpol á allsherjarþingi hennar sem hófst í dag. 19. nóvember 2018 10:31 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Fleiri fréttir Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sjá meira
Fyrrverandi forseti Interpol dæmdur í þrettán ára fangelsi Dómstóll í Kína hefur dæmt Meng Hongwei í fangelsi og sektargreiðslu fyrir mútuþægni. 21. janúar 2020 08:33
Gagnrýnendur Kremlarstjórnar hafa áhyggjur af verðandi forseta Interpol Bresk yfirvöld eru sögð telja að rússneskur undirhershöfðingi verði kosinn forseti alþjóðalögreglunnar Interpol á allsherjarþingi hennar sem hófst í dag. 19. nóvember 2018 10:31