Kelfing og bráðnun vegna sjávar aldrei meiri á Grænlandi Kjartan Kjartansson skrifar 25. nóvember 2021 09:14 Fagurblár pollur bráðnunarvatns á ísjaka á Ilulissat-firði við samnefndan jökul árið 2011. AP/Brennan Linsley Grænlandsjökull tapaði um 166 milljörðum tonna af ís frá september í fyrra til ágúst á þessu ári, tuttugasta og fimmta árið í röð sem jökullinn tapaði meiri ís en hann bætti við sig. Aldrei hefur verið meira massatap vegna kelfingar og bráðnun af völdum hlýsjávar en í ár. Í heildina var massatap Grænlandsjökuls nálægt meðaltali síðustu áratuga í fyrra. Það segir þó ekki alla söguna. Ákoma á jökulinn var með ágætasta móti, sem gæti verið afleiðing hnattrænnar hlýnunar, og bætti hann við sig 396 milljörðum tonna af ís á tímabilinu. Það er þó verulega minna en árleg ákoma jökulsins á 10. áratug síðustu aldar. Á sama tíma hefur massatap vegna kelfingar ísjaka út í sjó og bráðnunar af völdum hlýs sjávar sem kemst að skriðjöklum aldrei verið meiri en í fyrra, að minnsta kosti frá því að gervihnattamælingar hófust árið 1986, að sögn Washington Post. Samtals nam hún um 500 milljörðum tonna. Fátíðir atburðir áttu sér einnig stað á þessari annarri stærstu ísbreiðu heims á eftir Suðurskautslandinu. Regndropar féllu á toppi jökulsins í fyrsta skipti frá því að mælingar hófust í sumar og þá bráðnunarviðburður sem varð í ágúst aldrei sést svo seint að sumri á Grænlandi. Aukin ákoma nær ekki að bæta fyrir meiri bráðnun Snjókoma síðasta vetur var nærri meðaltali á jöklinum en í júní gerði mikla drífu svo lá við meti. Snjórinn bætti ekki aðeins massa við jökulinn heldur olli hann kólnun með því að endurvarpa sólarljósi og seinkaði þannig sumarbráðnun. Í júlí byrjaði bráðnunin engu að síður af krafti. Í einum af þremur bráðnunaratburðum er áætlað að jökullinn hafi tapað átta til tólf milljörðum tonna á dag. Enn tapaði jökullinn massa í ágúst og það var þá sem úrkoma féll sem rigning á hæsta punkti ísbreiðunnar miklu. Ilulissat-jökull, sem einnig er þekktur sem Jakobshafnarjökull, tapaði einn og sér 45 milljörðum tonna af ís síðasta árið. Það er um tíu prósent af heildarkelfingu og sjávarbráðnun ársins. Áætlað er að Grænlandsjökull hafi tapað um 5.500 milljörðum tonna af ís frá 1968 til 2021. Það jafngildir um eins og hálfs sentímetra hækkun á meðalsjávarstöðu á jörðinni. Grænlandsjökull er önnur stærsta ísbreiða á jörðinni á eftir Suðurskautslandinu. Hér sést Heljarjökull á austurströnd Grænlands.AP/Felipe Dana Vaxandi rigning gæti hraðað bráðnun Sterk ákoma vó verulega upp á móti massatapinu sem hefði getað orðið mun meira. Árið 2019 lagðist lítil snjókoma að vetri ofan á sumarhlýindi þannig að jökullinn tapaði 329 milljörðum tonna af massa sínum. Aukin úrkomuákefð er á meðal afleiðinga hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Hlýtt loft getur borið meiri raka en svalara og því getur úrkoma orðið ákafari. Viðbót í úrkomu dugar þó ekki til að vega upp á móti massatapi vegna örari bráðnunar íssins í hlýrra loftslagi. Falli úrkoma í auknum mæli sem regn á Grænlandsjökul eftir því sem hlýnar gæti það hraðað bráðnun. Ísinn verður dekkri og gleypir þannig meira sólarljós sem eykur bráðnun. Rigningarvatnið getur líka komið í veg fyrir að bráðnunarvatn vætli niður í eldri snjólög og frjósi. Úrkomumet var slegið í bænum Qaqortoq á sunnanverðu Grænlandi þegar um 145 millímetrar rigningar féllu á einum degi í sumar. í Bænum Qaanaaq á norðvestanverðu Grænlandi urðu flóð. Grænland Loftslagsmál Tengdar fréttir Fordæmalaus rigning efst á Grænlandsjökli Rigning féll á hæsta punkti Grænlandsjökuls í nokkrar klukkustundir um síðustu helgi en það eru fyrstu heimildirnar um regn þar. Úrkoman fylgdi hlýindum og mikilli bráðnun á jöklinum. 20. ágúst 2021 15:44 Bráðnun á báðum hvelum sexfalt meiri en undir lok síðustu aldar Saman hafa Grænland og Suðurskautslandið tapað um 475 milljörðum tonnum af ís á hverju ári á þessum áratug sem er að líða. Það er margfalt meira en á 10. áratug síðustu aldar. 13. mars 2020 16:31 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Í heildina var massatap Grænlandsjökuls nálægt meðaltali síðustu áratuga í fyrra. Það segir þó ekki alla söguna. Ákoma á jökulinn var með ágætasta móti, sem gæti verið afleiðing hnattrænnar hlýnunar, og bætti hann við sig 396 milljörðum tonna af ís á tímabilinu. Það er þó verulega minna en árleg ákoma jökulsins á 10. áratug síðustu aldar. Á sama tíma hefur massatap vegna kelfingar ísjaka út í sjó og bráðnunar af völdum hlýs sjávar sem kemst að skriðjöklum aldrei verið meiri en í fyrra, að minnsta kosti frá því að gervihnattamælingar hófust árið 1986, að sögn Washington Post. Samtals nam hún um 500 milljörðum tonna. Fátíðir atburðir áttu sér einnig stað á þessari annarri stærstu ísbreiðu heims á eftir Suðurskautslandinu. Regndropar féllu á toppi jökulsins í fyrsta skipti frá því að mælingar hófust í sumar og þá bráðnunarviðburður sem varð í ágúst aldrei sést svo seint að sumri á Grænlandi. Aukin ákoma nær ekki að bæta fyrir meiri bráðnun Snjókoma síðasta vetur var nærri meðaltali á jöklinum en í júní gerði mikla drífu svo lá við meti. Snjórinn bætti ekki aðeins massa við jökulinn heldur olli hann kólnun með því að endurvarpa sólarljósi og seinkaði þannig sumarbráðnun. Í júlí byrjaði bráðnunin engu að síður af krafti. Í einum af þremur bráðnunaratburðum er áætlað að jökullinn hafi tapað átta til tólf milljörðum tonna á dag. Enn tapaði jökullinn massa í ágúst og það var þá sem úrkoma féll sem rigning á hæsta punkti ísbreiðunnar miklu. Ilulissat-jökull, sem einnig er þekktur sem Jakobshafnarjökull, tapaði einn og sér 45 milljörðum tonna af ís síðasta árið. Það er um tíu prósent af heildarkelfingu og sjávarbráðnun ársins. Áætlað er að Grænlandsjökull hafi tapað um 5.500 milljörðum tonna af ís frá 1968 til 2021. Það jafngildir um eins og hálfs sentímetra hækkun á meðalsjávarstöðu á jörðinni. Grænlandsjökull er önnur stærsta ísbreiða á jörðinni á eftir Suðurskautslandinu. Hér sést Heljarjökull á austurströnd Grænlands.AP/Felipe Dana Vaxandi rigning gæti hraðað bráðnun Sterk ákoma vó verulega upp á móti massatapinu sem hefði getað orðið mun meira. Árið 2019 lagðist lítil snjókoma að vetri ofan á sumarhlýindi þannig að jökullinn tapaði 329 milljörðum tonna af massa sínum. Aukin úrkomuákefð er á meðal afleiðinga hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Hlýtt loft getur borið meiri raka en svalara og því getur úrkoma orðið ákafari. Viðbót í úrkomu dugar þó ekki til að vega upp á móti massatapi vegna örari bráðnunar íssins í hlýrra loftslagi. Falli úrkoma í auknum mæli sem regn á Grænlandsjökul eftir því sem hlýnar gæti það hraðað bráðnun. Ísinn verður dekkri og gleypir þannig meira sólarljós sem eykur bráðnun. Rigningarvatnið getur líka komið í veg fyrir að bráðnunarvatn vætli niður í eldri snjólög og frjósi. Úrkomumet var slegið í bænum Qaqortoq á sunnanverðu Grænlandi þegar um 145 millímetrar rigningar féllu á einum degi í sumar. í Bænum Qaanaaq á norðvestanverðu Grænlandi urðu flóð.
Grænland Loftslagsmál Tengdar fréttir Fordæmalaus rigning efst á Grænlandsjökli Rigning féll á hæsta punkti Grænlandsjökuls í nokkrar klukkustundir um síðustu helgi en það eru fyrstu heimildirnar um regn þar. Úrkoman fylgdi hlýindum og mikilli bráðnun á jöklinum. 20. ágúst 2021 15:44 Bráðnun á báðum hvelum sexfalt meiri en undir lok síðustu aldar Saman hafa Grænland og Suðurskautslandið tapað um 475 milljörðum tonnum af ís á hverju ári á þessum áratug sem er að líða. Það er margfalt meira en á 10. áratug síðustu aldar. 13. mars 2020 16:31 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Fordæmalaus rigning efst á Grænlandsjökli Rigning féll á hæsta punkti Grænlandsjökuls í nokkrar klukkustundir um síðustu helgi en það eru fyrstu heimildirnar um regn þar. Úrkoman fylgdi hlýindum og mikilli bráðnun á jöklinum. 20. ágúst 2021 15:44
Bráðnun á báðum hvelum sexfalt meiri en undir lok síðustu aldar Saman hafa Grænland og Suðurskautslandið tapað um 475 milljörðum tonnum af ís á hverju ári á þessum áratug sem er að líða. Það er margfalt meira en á 10. áratug síðustu aldar. 13. mars 2020 16:31