„Sakavottorðið fór ekki rétta leið“ Atli Arason skrifar 24. nóvember 2021 21:28 Ívar Ásgrímsson saknar bestu leikmanna sinna. VÍSIR/DANÍEL Ívar Ásgrímsson, þjálfari Breiðabliks, var alls ekki sáttur eftir tap liðsins á útivelli gegn Grindavík í kvöld. Breiðablik er núna búið að tapa fjórum leikjum í röð og er í næst neðsta sæti deildarinnar. Ívar segist sakna þess mjög að geta ekki notað tvo bestu leikmenn sína. „Auðvitað er þetta ekki gott hjá okkur. Við erum bunar að vera að tapa og tapa en við erum aldrei með fullt lið. Okkur vantar lykil manneskjur í liðið og við verðum að fara að fá þær inn. Isabella er byrjuð að æfa og vonandi ganga leyfin upp fyrir kanann okkar þannig að við getum stillt upp fullu liði fyrir næsta leik, það væri þá fyrsti leikurinn i vetur þar sem við erum með fullt lið. Við höfum ekki enn þá náð að stilla upp fullu liði og við erum að tala um tvo bestu leikmenn okkar. Við erum að spila leik eftir leik án þeirra og það er bara erfitt og það er farið að sitja í. Vonandi er ljós í enda ganganna núna og við getum farið að nota þessa leikmenn því við erum ekki að tala um neina miðlungsleikmenn, við erum að tala um mjög góða leikmenn og þetta kostar,“ sagði Ívar í viðtali við Vísi. Breiðablik samdi við Micaela Kelly á dögunum en Kelly var valin í annari umferð nýliðavals WNBA í vor en komst ekki í lokahóp Connecticut Sun fyrir tímabilið. Kelly hefur þó ekkert spilað með Breiðablik vegna vandræða að koma sakavottorði hennar á réttan stað hjá Útlendingastofnun svo hún fái atvinnuleyfi. „Hún átti að sjá um sakavottorðið og við gáfum henni leiðbeiningar en hún gerði smá mistök og sakavottorðið fór ekki rétta leið. Við erum samt búin að fara varaleið og erum búin að sækja um sakavottorðið á nýjan leik og vonandi ætti það að koma fyrir föstudaginn. Það eru öll gögn komin inn hjá Útlendingastofnun en sú stofnun getur ekki klárað þessa umsókn fyrr en þau fá öll bréf frá okkur og þar strandar þetta, þetta strandar ekki á Útlendingastofnun heldur okkur,“ svaraði Ívar aðspurður út í stöðuna á Kelly. „Um leið og við fáum Kana þá er þetta orðið allt annað lið hjá okkur. Við erum með mjög góðan útlending sem bara situr bara á bekknum hjá okkur. Hún er búin að vera frábær á æfingum og við vitum að við erum með góðan leikmann og það er djöfullegt að láta hana sitja á bekknum. Vonandi eru bjartari tímar fram undan í Kópavogi.“ Isabella Ósk Sigurðardóttir er hinn leikmaðurinn sem Ívar vitnar í. Hún hefur einungis spilað einn leik með Breiðablik á tímabilinu en hún hefur verið mikið frá vegna meiðsla. Ívar vonast til þess að geta notað hana í næsta leik. „Hún lítur ágætlega út og hefur litið ágætlega út á æfingum. Við höfum bara ekki viljað flýta henni á gólfið strax. Við viljum að hún komist í smá gír áður en að við spilum henni. Vonandi nær hún að æfa vel núna og koma sér aðeins í gírinn. Vonandi náum við að nota hana á miðvikudaginn að einhverju leyti. Hún er ekki að fara að koma aftur og spila 30 mínútur, það er alveg ljóst en vonandi getum við notað hana í kannski 15 mínútur í næsta leik. Við þurfum að sjá hvernig hún verður á næstu æfingum og hvernig hún verður eftir æfingar, hvort hún finni eitthvað til eða ekki. Svo þurfum við bara að meta það. Við ætlum ekki að stressa okkur og við þurfum að hugsa um hag hennar,“ sagði Ívar Ásgrímsson, þjálfari Breiðabliks. Subway-deild kvenna Breiðablik Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Elvar leiddi liðið til sigurs Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sjá meira
„Auðvitað er þetta ekki gott hjá okkur. Við erum bunar að vera að tapa og tapa en við erum aldrei með fullt lið. Okkur vantar lykil manneskjur í liðið og við verðum að fara að fá þær inn. Isabella er byrjuð að æfa og vonandi ganga leyfin upp fyrir kanann okkar þannig að við getum stillt upp fullu liði fyrir næsta leik, það væri þá fyrsti leikurinn i vetur þar sem við erum með fullt lið. Við höfum ekki enn þá náð að stilla upp fullu liði og við erum að tala um tvo bestu leikmenn okkar. Við erum að spila leik eftir leik án þeirra og það er bara erfitt og það er farið að sitja í. Vonandi er ljós í enda ganganna núna og við getum farið að nota þessa leikmenn því við erum ekki að tala um neina miðlungsleikmenn, við erum að tala um mjög góða leikmenn og þetta kostar,“ sagði Ívar í viðtali við Vísi. Breiðablik samdi við Micaela Kelly á dögunum en Kelly var valin í annari umferð nýliðavals WNBA í vor en komst ekki í lokahóp Connecticut Sun fyrir tímabilið. Kelly hefur þó ekkert spilað með Breiðablik vegna vandræða að koma sakavottorði hennar á réttan stað hjá Útlendingastofnun svo hún fái atvinnuleyfi. „Hún átti að sjá um sakavottorðið og við gáfum henni leiðbeiningar en hún gerði smá mistök og sakavottorðið fór ekki rétta leið. Við erum samt búin að fara varaleið og erum búin að sækja um sakavottorðið á nýjan leik og vonandi ætti það að koma fyrir föstudaginn. Það eru öll gögn komin inn hjá Útlendingastofnun en sú stofnun getur ekki klárað þessa umsókn fyrr en þau fá öll bréf frá okkur og þar strandar þetta, þetta strandar ekki á Útlendingastofnun heldur okkur,“ svaraði Ívar aðspurður út í stöðuna á Kelly. „Um leið og við fáum Kana þá er þetta orðið allt annað lið hjá okkur. Við erum með mjög góðan útlending sem bara situr bara á bekknum hjá okkur. Hún er búin að vera frábær á æfingum og við vitum að við erum með góðan leikmann og það er djöfullegt að láta hana sitja á bekknum. Vonandi eru bjartari tímar fram undan í Kópavogi.“ Isabella Ósk Sigurðardóttir er hinn leikmaðurinn sem Ívar vitnar í. Hún hefur einungis spilað einn leik með Breiðablik á tímabilinu en hún hefur verið mikið frá vegna meiðsla. Ívar vonast til þess að geta notað hana í næsta leik. „Hún lítur ágætlega út og hefur litið ágætlega út á æfingum. Við höfum bara ekki viljað flýta henni á gólfið strax. Við viljum að hún komist í smá gír áður en að við spilum henni. Vonandi nær hún að æfa vel núna og koma sér aðeins í gírinn. Vonandi náum við að nota hana á miðvikudaginn að einhverju leyti. Hún er ekki að fara að koma aftur og spila 30 mínútur, það er alveg ljóst en vonandi getum við notað hana í kannski 15 mínútur í næsta leik. Við þurfum að sjá hvernig hún verður á næstu æfingum og hvernig hún verður eftir æfingar, hvort hún finni eitthvað til eða ekki. Svo þurfum við bara að meta það. Við ætlum ekki að stressa okkur og við þurfum að hugsa um hag hennar,“ sagði Ívar Ásgrímsson, þjálfari Breiðabliks.
Subway-deild kvenna Breiðablik Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Elvar leiddi liðið til sigurs Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sjá meira