Lögregla rannsakar sex andlát og mál fimm annarra sjúklinga á HSS Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. nóvember 2021 10:32 Lögregla rannsakar nú sex andlát auk mála fimm annarra sjúklinga, þar sem grunur leikur á um að þeir hafi verið settir í lífslokameðferð að nauðsynjalausu. Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar nú andlát sex sjúklinga á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sem hún telur mögulegt að hafi borið að með saknæmum hætti. Mál fimm annarra sjúklinga eru einnig í skoðun. Frá þessu greinir RÚV og vísar í úrskurð Héraðsdóms Reykjaness, þar sem fallist var á kröfu lögreglustjórans á Suðurnesjum um að tveir dómkvaddir matsmenn verði fengnir til að svara spurningum í tengslum við andlát eins sjúklings. Að því er fram kemur í úrskurðinum hafa tveir starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja réttarstöðu sakbornings; læknir og annar heilbrigðisstarfsmaður. Landsréttur staðfesti úrskurðinn í vikunni en honum segir meðal annars: „Lögreglustjóri segir að ætla megi að ef ætluð brot sönnuðust, myndu þau geta varðað fangelsisrefsingu. Af þessum sökum skipti miklu fyrir áframhaldandi rannsókn málsins að dómkvaddir verði matsmenn til að framkvæma sérfræðilega skoðun/rannsókn líkt og greini í kröfugerð svo unnt sé aðrannsaka málið nánar og upplýsa það. Þá telji lögreglustjóri jafnframt að ríkir almanna- og einkahagsmunir krefjist þess að mál þetta upplýsist.“ Þá kemur einnig fram að matsmennirnir eigi að leggja mat á dánarorsök umrædds sjúklings, hvort forsendur voru fyrir hendi til að hefja lífslokameðferð, hvort verklagi við hana var fylgt, hvort lyfjagjöf hafi verið eðlileg og hvort rétt hafi verið staðið að sjúkdómsgreiningu sjúklingsins. Báðir sakborningarnir eru sagðir hafa lagst gegn matsbeiðninni, meðal annars með tilliti til þess tjóns sem málið gæti valdið þeim. Í frétt RÚV segir að lögregla hafi undir höndum tvö álit óháðra sérfræðinga en annar þeirra hafi komist að þeirri niðurstöðu að læknirinn hafi sýnt alvarlega bresti í faglegri þekkingu sem hefði ógnað öryggi sjúklinga en hinn að vanræksla hefði átt sér stað í veitingu heilbrigðisþjónustu. Frétt RÚV. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Læknamistök á HSS Lögreglumál Heilbrigðismál Reykjanesbær Tengdar fréttir Þrír starfsmenn HSS kærðir fyrir vanrækslu Þrír starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja hafa verið kærðir til lögreglu vegna meintrar vanrækslu, sem sögð er hafa leitt til andláts að minnsta kosti eins sjúklings. Landlæknir telur að um röð mistaka og hirðuleysi hafi verið að ræða, ekki síst vegna ómeðhöndlaðra sýkinga, sem sé möguleg dánarorsök. 23. ágúst 2021 18:35 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Sjá meira
Frá þessu greinir RÚV og vísar í úrskurð Héraðsdóms Reykjaness, þar sem fallist var á kröfu lögreglustjórans á Suðurnesjum um að tveir dómkvaddir matsmenn verði fengnir til að svara spurningum í tengslum við andlát eins sjúklings. Að því er fram kemur í úrskurðinum hafa tveir starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja réttarstöðu sakbornings; læknir og annar heilbrigðisstarfsmaður. Landsréttur staðfesti úrskurðinn í vikunni en honum segir meðal annars: „Lögreglustjóri segir að ætla megi að ef ætluð brot sönnuðust, myndu þau geta varðað fangelsisrefsingu. Af þessum sökum skipti miklu fyrir áframhaldandi rannsókn málsins að dómkvaddir verði matsmenn til að framkvæma sérfræðilega skoðun/rannsókn líkt og greini í kröfugerð svo unnt sé aðrannsaka málið nánar og upplýsa það. Þá telji lögreglustjóri jafnframt að ríkir almanna- og einkahagsmunir krefjist þess að mál þetta upplýsist.“ Þá kemur einnig fram að matsmennirnir eigi að leggja mat á dánarorsök umrædds sjúklings, hvort forsendur voru fyrir hendi til að hefja lífslokameðferð, hvort verklagi við hana var fylgt, hvort lyfjagjöf hafi verið eðlileg og hvort rétt hafi verið staðið að sjúkdómsgreiningu sjúklingsins. Báðir sakborningarnir eru sagðir hafa lagst gegn matsbeiðninni, meðal annars með tilliti til þess tjóns sem málið gæti valdið þeim. Í frétt RÚV segir að lögregla hafi undir höndum tvö álit óháðra sérfræðinga en annar þeirra hafi komist að þeirri niðurstöðu að læknirinn hafi sýnt alvarlega bresti í faglegri þekkingu sem hefði ógnað öryggi sjúklinga en hinn að vanræksla hefði átt sér stað í veitingu heilbrigðisþjónustu. Frétt RÚV.
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Læknamistök á HSS Lögreglumál Heilbrigðismál Reykjanesbær Tengdar fréttir Þrír starfsmenn HSS kærðir fyrir vanrækslu Þrír starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja hafa verið kærðir til lögreglu vegna meintrar vanrækslu, sem sögð er hafa leitt til andláts að minnsta kosti eins sjúklings. Landlæknir telur að um röð mistaka og hirðuleysi hafi verið að ræða, ekki síst vegna ómeðhöndlaðra sýkinga, sem sé möguleg dánarorsök. 23. ágúst 2021 18:35 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Sjá meira
Þrír starfsmenn HSS kærðir fyrir vanrækslu Þrír starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja hafa verið kærðir til lögreglu vegna meintrar vanrækslu, sem sögð er hafa leitt til andláts að minnsta kosti eins sjúklings. Landlæknir telur að um röð mistaka og hirðuleysi hafi verið að ræða, ekki síst vegna ómeðhöndlaðra sýkinga, sem sé möguleg dánarorsök. 23. ágúst 2021 18:35