Aðstoðardómarar Helga verða þeir Gylfi Már Sigurðsson og Þórður Arnar Árnason og fjórði dómari leiksins verður Vilhjálmur Alvar Þórarinsson.
Í Kaupmannahafnarliðinu eru þrír Íslendingar, en það eru þeir Ísak Bergmann Jóhannesson, Andri Fannar Baldursson og Hákon Arnar Haraldsson. Þá hefur Orri Steinn Óskarsson verið að banka á dyrnar hjá aðalliðinu.
Íslendingalið FCK tryggir sér sæti í 16-liða úrslitum með sigri gegn Lincoln Red Imps á fimmtudaginn, en liðið situr í efsta sæti F-riðils með níu stig. Lincoln Red Imps situr hins vegar í neðsta sæti riðilsins og er enn án stiga.