Mánaðarlangt skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa rassskellt dyravörð Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. nóvember 2021 16:26 Konan var dyravörður á Lebowski í miðbæ Reykjavíkur þar sem atvikið átti sér stað. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið dæmdur í mánaðarlangt skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa slegið á rass dyravarðar fyrir utan skemmtistaðinn Lebowski í Reykjavík og reynt að kyssa hana á kinnina. Dómur féll í Héraðsdómi Reykjavíkur á föstudaginn í málinu. Maðurinn var ákærður fyrir kynferðislega áreitni með því að hafa aðfaranótt þriðjudagsins 18. júní árið 2019 slegið á rass konu, utan klæða, fyrir utan Lebowski í Reykjavík. Þá hafði maðurinn einnig reynt að kyssa konuna á kinnina. Réttargæslumaður konunnar gerði þá kröfu að maðurinn greiddi henni eina milljón króna í miskabætur. Konan lagði fram kæru í málinu á hendur manninum þann 10. júlí 2019 fyrir kynferðislega áreitni á sér á vinnustað hennar. Lýsti hún því að hún hafi verið við dyravörslu þegar maðurinn rassskellti hana einu sinni með föstu höggi. Sagðist hún hafa verið niðurlægð og hafi beðið samstarfsmenn sína að vísa manninum út af staðnum. Þegar hann hafi verið á leið út hafi hann reynt að kyssa hana á kinnina en hún hafi náð að víkja sér undan. Maðurinn neitaði sök í málinu og kvaðst ekki muna eftir því. Það hafi þá komið honum á óvart þegar honum var vísað út af skemmtistaðnum þetta kvöld. Sagði hann fyrir dómi að hann kannaðist við konuna en þau hefðu átt í kynferðislegum samskiptum eitt sinn fyrir þetta atvik. Hann hafi iðulega, að eigin sögn, þegar hann sótti staðinn heilsað konunni og taldi hann ekki ólíklegt, hafi hann snert konuna þetta sinn, að hann hafi ætlað að klappa á bak hennar en ekki rassskella. „Tilgangur hans hefði vafalaust verið vinsamlegur en ekki einhver „perraskapur“ en slíkt ætti hann ekki til í sér,“ segir í dómi héraðsdóms. Lýsti konan því þannig að hún hafi verið við vinnu þetta kvöld og staðið í dyrum að reykingasvæði staðarins. Hafi hún snúið baki í manninn og félaga hans og verið að tala við samstarfsmenn sína. Maðurinn hafi þá hlaupið fram hjá henni, rassskellt hana og hlaupið inn á staðinn. Taldi konan vafalaust að ætlun mannsins hafi verið að rassskella hana og niðurllægja. Sagði konan að atvikið hafi haft talsverð áhrif á sig, meiri en hún gerði sér grein fyrir í fyrstu. Hún hafi hugsað mikið um atvikið en verið óviss hvort það væri refsivert og því beðið svo lengi að leggja fram kæru vegna þess. Tvö vitni komu fyrir dóm og staðfestu framburð konunnar auk tveggja annarra starfsmanna Lebowski sem höfðu séð atvikið á upptöku. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að maðurinn skyldi dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi og honum gert að greiða konunni 150 þúsund krónur í miskabætur. Næturlíf Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Sjá meira
Maðurinn var ákærður fyrir kynferðislega áreitni með því að hafa aðfaranótt þriðjudagsins 18. júní árið 2019 slegið á rass konu, utan klæða, fyrir utan Lebowski í Reykjavík. Þá hafði maðurinn einnig reynt að kyssa konuna á kinnina. Réttargæslumaður konunnar gerði þá kröfu að maðurinn greiddi henni eina milljón króna í miskabætur. Konan lagði fram kæru í málinu á hendur manninum þann 10. júlí 2019 fyrir kynferðislega áreitni á sér á vinnustað hennar. Lýsti hún því að hún hafi verið við dyravörslu þegar maðurinn rassskellti hana einu sinni með föstu höggi. Sagðist hún hafa verið niðurlægð og hafi beðið samstarfsmenn sína að vísa manninum út af staðnum. Þegar hann hafi verið á leið út hafi hann reynt að kyssa hana á kinnina en hún hafi náð að víkja sér undan. Maðurinn neitaði sök í málinu og kvaðst ekki muna eftir því. Það hafi þá komið honum á óvart þegar honum var vísað út af skemmtistaðnum þetta kvöld. Sagði hann fyrir dómi að hann kannaðist við konuna en þau hefðu átt í kynferðislegum samskiptum eitt sinn fyrir þetta atvik. Hann hafi iðulega, að eigin sögn, þegar hann sótti staðinn heilsað konunni og taldi hann ekki ólíklegt, hafi hann snert konuna þetta sinn, að hann hafi ætlað að klappa á bak hennar en ekki rassskella. „Tilgangur hans hefði vafalaust verið vinsamlegur en ekki einhver „perraskapur“ en slíkt ætti hann ekki til í sér,“ segir í dómi héraðsdóms. Lýsti konan því þannig að hún hafi verið við vinnu þetta kvöld og staðið í dyrum að reykingasvæði staðarins. Hafi hún snúið baki í manninn og félaga hans og verið að tala við samstarfsmenn sína. Maðurinn hafi þá hlaupið fram hjá henni, rassskellt hana og hlaupið inn á staðinn. Taldi konan vafalaust að ætlun mannsins hafi verið að rassskella hana og niðurllægja. Sagði konan að atvikið hafi haft talsverð áhrif á sig, meiri en hún gerði sér grein fyrir í fyrstu. Hún hafi hugsað mikið um atvikið en verið óviss hvort það væri refsivert og því beðið svo lengi að leggja fram kæru vegna þess. Tvö vitni komu fyrir dóm og staðfestu framburð konunnar auk tveggja annarra starfsmanna Lebowski sem höfðu séð atvikið á upptöku. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að maðurinn skyldi dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi og honum gert að greiða konunni 150 þúsund krónur í miskabætur.
Næturlíf Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Sjá meira