Fyrsta neyslurýmið á Íslandi hefur starfsemi í byrjun næsta árs Heimir Már Pétursson skrifar 19. nóvember 2021 13:11 Gamli sjúkrabíllinn sem frú Ragnheiður notaði áður en verkefnið fékk nýlega nýjan bíl verður notaður sem neyslurými fyrst um sinn alla vega. rauði krossinn Fyrsta neyslurýmið á landinu fyrir fólk sem notar fíkniefni í æð verður tekið í notkun strax eftir áramót eftir að fjármögnun var tryggð frá Sjúkratryggingum Íslands. Fyrst um sinn verður rýmis starfrækt í bifreið en Rauði krossinn vonar að húsnæði verði fundið fyrir starfsemina í framtíðinni. Þingflokkur Pírata lagði fyrst fram frumvarp um starfsemi neyslurýma en loks var frumvarp heilbrigðisráðherra í þeim efnum að lögum vorið 2020.Vísir/Vilhelm Frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigisráðherra um neyslurými varð að lögum í fyrra vor eftir töluvert brölt með málið á Alþingi. Hafrún Elísa Sigurðardóttir sérfræðingur í skaðaminnkun hjá frú Ragnheiði sem Rauði krossinn starfrækir segir að nú hylli loks undir að fyrsta neyðslurýmið hefji starfsemi upp úr áramótum. „Já það eru heldur betur góð tíðindi. Sjúkratryggingar Íslands eru að leggja inn fimmtíu milljónir á ári fyrir reksturinn á fyrsta neyslurýminu á Íslandi. Reykjavíkurborg sækir um starfsleyfið þar sem lögin heimila sveitarfélögum að gera samning en Rauði krossinn verður rekstraraðili og heldur utan um reksturinn,“ segir Hafrún Elísa. Til að byrja með verði neyslurýmið færanlegt og starfrækt í eldri sjúkrabifreið frú Ragnheiðar sem nýlega gat eftir söfnun keypt nýja biðreið í þjónustu frú Ragnheiðar. Hafrún Elísa vonar að þetta muni sýna fram á þörfina fyrir að hafa neyslurýmið í varanlegu húsnæði fyrir þessa mikilvægu þjónustu. Hafrún Elísa Sigurðarsdóttir sérfræðingur í skaðaminnkun hjá frú Ragnheiði segir mjög mikilvægt að neyslurými verði í boði fyrir fólk sem notar vímuefni um æð.rauði krossinn „Við hjá Rauða krossinum fögnum þessum fréttum og erum tilbúin okkar megin í þetta verkefni. Þar sem liggur mikil þekking og reynsla hjá okkur sem við höfum fengið frá því að reka skaðaminnkunarverkefnið Frú Ragnheiði núna í tólf ár,“ segir Hafrún Elísa. Neyslurými væri skaðaminnkandi úrræði þar sem þeir sem noti vímuefni um æð geti komið og notað efnin í öruggu rými undir leiðsögn frá heilbrigðismenntuðum aðila. Með þessu sé reynt að koma í veg fyrir hættu á ofskömmtun og sýkingum. Þannig að þegar neytandinn er að nota efnin undir eftirliti er hann mun öruggari ef eitthvað skyldi koma upp? „Heldur betur. Þá er heilbrigðismenntaður aðili sem getur gripið inn í ef til þess þarf.“ Erfitt sé að áætla hversu stór hópur þurfi á þessari þjónustu að halda. „En árið 2020 var frú Ragnheiður til dæmis að þjóna yfir fimm hundruð einstaklinga sem leituðu til okkar,“ segir Hafrún Elísa Sigurðardóttir. Hún ítrekar að þetta sé nýtt verkefni. Sú þjónusta sem frú Ragnheiður hafi veitt vímuefnaneytendum hingað til með ráðgjöf, fatnaði og hreinum búnaði til neyslu vímuefna í æð haldi áfram í nýrri bifreið þess verkefnis. Heilbrigðismál Reykjavík Fíkn Félagsmál Tengdar fréttir Frumvarp heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu neysluskammta komið fram Frumvarp heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu neysluskammta var birt í samráðsgátt stjórnvalda í dag. Í því er lagt til að kaup og varsla á takmörkuðu magni af fíkniefnum til eigin nota verði heimiluð. 19. febrúar 2021 15:15 Til skoðunar að opna neyslurými í gistiskýli Reykjavíkurborg er með til skoðunar að opna neyslurými í gistiskýli borgarinnar. Formaður velferðaráðs telur mikilvægt að hafa þjónustuna miðsvæðis og nærri fíkniefnaneytendum. 18. febrúar 2021 11:52 Vonandi hægt að opna neyslurými þegar nýr bíll verður afhentur Hægt verður að opna tímabundið neyslurými í bíl Frú Ragnheiðar þar til varanlegt rými verður tekið í notkun samkvæmt nýrri reglugerð. Verkefnastýra Frú Ragnheiðar segir að úrræðið muni bjarga mannslífum og vonast til þess að hægt verði að nýta eldri bíl starfseminnar þegar sá nýji verður afhentur. 17. febrúar 2021 12:20 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Sjá meira
Þingflokkur Pírata lagði fyrst fram frumvarp um starfsemi neyslurýma en loks var frumvarp heilbrigðisráðherra í þeim efnum að lögum vorið 2020.Vísir/Vilhelm Frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigisráðherra um neyslurými varð að lögum í fyrra vor eftir töluvert brölt með málið á Alþingi. Hafrún Elísa Sigurðardóttir sérfræðingur í skaðaminnkun hjá frú Ragnheiði sem Rauði krossinn starfrækir segir að nú hylli loks undir að fyrsta neyðslurýmið hefji starfsemi upp úr áramótum. „Já það eru heldur betur góð tíðindi. Sjúkratryggingar Íslands eru að leggja inn fimmtíu milljónir á ári fyrir reksturinn á fyrsta neyslurýminu á Íslandi. Reykjavíkurborg sækir um starfsleyfið þar sem lögin heimila sveitarfélögum að gera samning en Rauði krossinn verður rekstraraðili og heldur utan um reksturinn,“ segir Hafrún Elísa. Til að byrja með verði neyslurýmið færanlegt og starfrækt í eldri sjúkrabifreið frú Ragnheiðar sem nýlega gat eftir söfnun keypt nýja biðreið í þjónustu frú Ragnheiðar. Hafrún Elísa vonar að þetta muni sýna fram á þörfina fyrir að hafa neyslurýmið í varanlegu húsnæði fyrir þessa mikilvægu þjónustu. Hafrún Elísa Sigurðarsdóttir sérfræðingur í skaðaminnkun hjá frú Ragnheiði segir mjög mikilvægt að neyslurými verði í boði fyrir fólk sem notar vímuefni um æð.rauði krossinn „Við hjá Rauða krossinum fögnum þessum fréttum og erum tilbúin okkar megin í þetta verkefni. Þar sem liggur mikil þekking og reynsla hjá okkur sem við höfum fengið frá því að reka skaðaminnkunarverkefnið Frú Ragnheiði núna í tólf ár,“ segir Hafrún Elísa. Neyslurými væri skaðaminnkandi úrræði þar sem þeir sem noti vímuefni um æð geti komið og notað efnin í öruggu rými undir leiðsögn frá heilbrigðismenntuðum aðila. Með þessu sé reynt að koma í veg fyrir hættu á ofskömmtun og sýkingum. Þannig að þegar neytandinn er að nota efnin undir eftirliti er hann mun öruggari ef eitthvað skyldi koma upp? „Heldur betur. Þá er heilbrigðismenntaður aðili sem getur gripið inn í ef til þess þarf.“ Erfitt sé að áætla hversu stór hópur þurfi á þessari þjónustu að halda. „En árið 2020 var frú Ragnheiður til dæmis að þjóna yfir fimm hundruð einstaklinga sem leituðu til okkar,“ segir Hafrún Elísa Sigurðardóttir. Hún ítrekar að þetta sé nýtt verkefni. Sú þjónusta sem frú Ragnheiður hafi veitt vímuefnaneytendum hingað til með ráðgjöf, fatnaði og hreinum búnaði til neyslu vímuefna í æð haldi áfram í nýrri bifreið þess verkefnis.
Heilbrigðismál Reykjavík Fíkn Félagsmál Tengdar fréttir Frumvarp heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu neysluskammta komið fram Frumvarp heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu neysluskammta var birt í samráðsgátt stjórnvalda í dag. Í því er lagt til að kaup og varsla á takmörkuðu magni af fíkniefnum til eigin nota verði heimiluð. 19. febrúar 2021 15:15 Til skoðunar að opna neyslurými í gistiskýli Reykjavíkurborg er með til skoðunar að opna neyslurými í gistiskýli borgarinnar. Formaður velferðaráðs telur mikilvægt að hafa þjónustuna miðsvæðis og nærri fíkniefnaneytendum. 18. febrúar 2021 11:52 Vonandi hægt að opna neyslurými þegar nýr bíll verður afhentur Hægt verður að opna tímabundið neyslurými í bíl Frú Ragnheiðar þar til varanlegt rými verður tekið í notkun samkvæmt nýrri reglugerð. Verkefnastýra Frú Ragnheiðar segir að úrræðið muni bjarga mannslífum og vonast til þess að hægt verði að nýta eldri bíl starfseminnar þegar sá nýji verður afhentur. 17. febrúar 2021 12:20 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Sjá meira
Frumvarp heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu neysluskammta komið fram Frumvarp heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu neysluskammta var birt í samráðsgátt stjórnvalda í dag. Í því er lagt til að kaup og varsla á takmörkuðu magni af fíkniefnum til eigin nota verði heimiluð. 19. febrúar 2021 15:15
Til skoðunar að opna neyslurými í gistiskýli Reykjavíkurborg er með til skoðunar að opna neyslurými í gistiskýli borgarinnar. Formaður velferðaráðs telur mikilvægt að hafa þjónustuna miðsvæðis og nærri fíkniefnaneytendum. 18. febrúar 2021 11:52
Vonandi hægt að opna neyslurými þegar nýr bíll verður afhentur Hægt verður að opna tímabundið neyslurými í bíl Frú Ragnheiðar þar til varanlegt rými verður tekið í notkun samkvæmt nýrri reglugerð. Verkefnastýra Frú Ragnheiðar segir að úrræðið muni bjarga mannslífum og vonast til þess að hægt verði að nýta eldri bíl starfseminnar þegar sá nýji verður afhentur. 17. febrúar 2021 12:20