Fyrsta neyslurýmið á Íslandi hefur starfsemi í byrjun næsta árs Heimir Már Pétursson skrifar 19. nóvember 2021 13:11 Gamli sjúkrabíllinn sem frú Ragnheiður notaði áður en verkefnið fékk nýlega nýjan bíl verður notaður sem neyslurými fyrst um sinn alla vega. rauði krossinn Fyrsta neyslurýmið á landinu fyrir fólk sem notar fíkniefni í æð verður tekið í notkun strax eftir áramót eftir að fjármögnun var tryggð frá Sjúkratryggingum Íslands. Fyrst um sinn verður rýmis starfrækt í bifreið en Rauði krossinn vonar að húsnæði verði fundið fyrir starfsemina í framtíðinni. Þingflokkur Pírata lagði fyrst fram frumvarp um starfsemi neyslurýma en loks var frumvarp heilbrigðisráðherra í þeim efnum að lögum vorið 2020.Vísir/Vilhelm Frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigisráðherra um neyslurými varð að lögum í fyrra vor eftir töluvert brölt með málið á Alþingi. Hafrún Elísa Sigurðardóttir sérfræðingur í skaðaminnkun hjá frú Ragnheiði sem Rauði krossinn starfrækir segir að nú hylli loks undir að fyrsta neyðslurýmið hefji starfsemi upp úr áramótum. „Já það eru heldur betur góð tíðindi. Sjúkratryggingar Íslands eru að leggja inn fimmtíu milljónir á ári fyrir reksturinn á fyrsta neyslurýminu á Íslandi. Reykjavíkurborg sækir um starfsleyfið þar sem lögin heimila sveitarfélögum að gera samning en Rauði krossinn verður rekstraraðili og heldur utan um reksturinn,“ segir Hafrún Elísa. Til að byrja með verði neyslurýmið færanlegt og starfrækt í eldri sjúkrabifreið frú Ragnheiðar sem nýlega gat eftir söfnun keypt nýja biðreið í þjónustu frú Ragnheiðar. Hafrún Elísa vonar að þetta muni sýna fram á þörfina fyrir að hafa neyslurýmið í varanlegu húsnæði fyrir þessa mikilvægu þjónustu. Hafrún Elísa Sigurðarsdóttir sérfræðingur í skaðaminnkun hjá frú Ragnheiði segir mjög mikilvægt að neyslurými verði í boði fyrir fólk sem notar vímuefni um æð.rauði krossinn „Við hjá Rauða krossinum fögnum þessum fréttum og erum tilbúin okkar megin í þetta verkefni. Þar sem liggur mikil þekking og reynsla hjá okkur sem við höfum fengið frá því að reka skaðaminnkunarverkefnið Frú Ragnheiði núna í tólf ár,“ segir Hafrún Elísa. Neyslurými væri skaðaminnkandi úrræði þar sem þeir sem noti vímuefni um æð geti komið og notað efnin í öruggu rými undir leiðsögn frá heilbrigðismenntuðum aðila. Með þessu sé reynt að koma í veg fyrir hættu á ofskömmtun og sýkingum. Þannig að þegar neytandinn er að nota efnin undir eftirliti er hann mun öruggari ef eitthvað skyldi koma upp? „Heldur betur. Þá er heilbrigðismenntaður aðili sem getur gripið inn í ef til þess þarf.“ Erfitt sé að áætla hversu stór hópur þurfi á þessari þjónustu að halda. „En árið 2020 var frú Ragnheiður til dæmis að þjóna yfir fimm hundruð einstaklinga sem leituðu til okkar,“ segir Hafrún Elísa Sigurðardóttir. Hún ítrekar að þetta sé nýtt verkefni. Sú þjónusta sem frú Ragnheiður hafi veitt vímuefnaneytendum hingað til með ráðgjöf, fatnaði og hreinum búnaði til neyslu vímuefna í æð haldi áfram í nýrri bifreið þess verkefnis. Heilbrigðismál Reykjavík Fíkn Félagsmál Tengdar fréttir Frumvarp heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu neysluskammta komið fram Frumvarp heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu neysluskammta var birt í samráðsgátt stjórnvalda í dag. Í því er lagt til að kaup og varsla á takmörkuðu magni af fíkniefnum til eigin nota verði heimiluð. 19. febrúar 2021 15:15 Til skoðunar að opna neyslurými í gistiskýli Reykjavíkurborg er með til skoðunar að opna neyslurými í gistiskýli borgarinnar. Formaður velferðaráðs telur mikilvægt að hafa þjónustuna miðsvæðis og nærri fíkniefnaneytendum. 18. febrúar 2021 11:52 Vonandi hægt að opna neyslurými þegar nýr bíll verður afhentur Hægt verður að opna tímabundið neyslurými í bíl Frú Ragnheiðar þar til varanlegt rými verður tekið í notkun samkvæmt nýrri reglugerð. Verkefnastýra Frú Ragnheiðar segir að úrræðið muni bjarga mannslífum og vonast til þess að hægt verði að nýta eldri bíl starfseminnar þegar sá nýji verður afhentur. 17. febrúar 2021 12:20 Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Fleiri fréttir Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Sjá meira
Þingflokkur Pírata lagði fyrst fram frumvarp um starfsemi neyslurýma en loks var frumvarp heilbrigðisráðherra í þeim efnum að lögum vorið 2020.Vísir/Vilhelm Frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigisráðherra um neyslurými varð að lögum í fyrra vor eftir töluvert brölt með málið á Alþingi. Hafrún Elísa Sigurðardóttir sérfræðingur í skaðaminnkun hjá frú Ragnheiði sem Rauði krossinn starfrækir segir að nú hylli loks undir að fyrsta neyðslurýmið hefji starfsemi upp úr áramótum. „Já það eru heldur betur góð tíðindi. Sjúkratryggingar Íslands eru að leggja inn fimmtíu milljónir á ári fyrir reksturinn á fyrsta neyslurýminu á Íslandi. Reykjavíkurborg sækir um starfsleyfið þar sem lögin heimila sveitarfélögum að gera samning en Rauði krossinn verður rekstraraðili og heldur utan um reksturinn,“ segir Hafrún Elísa. Til að byrja með verði neyslurýmið færanlegt og starfrækt í eldri sjúkrabifreið frú Ragnheiðar sem nýlega gat eftir söfnun keypt nýja biðreið í þjónustu frú Ragnheiðar. Hafrún Elísa vonar að þetta muni sýna fram á þörfina fyrir að hafa neyslurýmið í varanlegu húsnæði fyrir þessa mikilvægu þjónustu. Hafrún Elísa Sigurðarsdóttir sérfræðingur í skaðaminnkun hjá frú Ragnheiði segir mjög mikilvægt að neyslurými verði í boði fyrir fólk sem notar vímuefni um æð.rauði krossinn „Við hjá Rauða krossinum fögnum þessum fréttum og erum tilbúin okkar megin í þetta verkefni. Þar sem liggur mikil þekking og reynsla hjá okkur sem við höfum fengið frá því að reka skaðaminnkunarverkefnið Frú Ragnheiði núna í tólf ár,“ segir Hafrún Elísa. Neyslurými væri skaðaminnkandi úrræði þar sem þeir sem noti vímuefni um æð geti komið og notað efnin í öruggu rými undir leiðsögn frá heilbrigðismenntuðum aðila. Með þessu sé reynt að koma í veg fyrir hættu á ofskömmtun og sýkingum. Þannig að þegar neytandinn er að nota efnin undir eftirliti er hann mun öruggari ef eitthvað skyldi koma upp? „Heldur betur. Þá er heilbrigðismenntaður aðili sem getur gripið inn í ef til þess þarf.“ Erfitt sé að áætla hversu stór hópur þurfi á þessari þjónustu að halda. „En árið 2020 var frú Ragnheiður til dæmis að þjóna yfir fimm hundruð einstaklinga sem leituðu til okkar,“ segir Hafrún Elísa Sigurðardóttir. Hún ítrekar að þetta sé nýtt verkefni. Sú þjónusta sem frú Ragnheiður hafi veitt vímuefnaneytendum hingað til með ráðgjöf, fatnaði og hreinum búnaði til neyslu vímuefna í æð haldi áfram í nýrri bifreið þess verkefnis.
Heilbrigðismál Reykjavík Fíkn Félagsmál Tengdar fréttir Frumvarp heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu neysluskammta komið fram Frumvarp heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu neysluskammta var birt í samráðsgátt stjórnvalda í dag. Í því er lagt til að kaup og varsla á takmörkuðu magni af fíkniefnum til eigin nota verði heimiluð. 19. febrúar 2021 15:15 Til skoðunar að opna neyslurými í gistiskýli Reykjavíkurborg er með til skoðunar að opna neyslurými í gistiskýli borgarinnar. Formaður velferðaráðs telur mikilvægt að hafa þjónustuna miðsvæðis og nærri fíkniefnaneytendum. 18. febrúar 2021 11:52 Vonandi hægt að opna neyslurými þegar nýr bíll verður afhentur Hægt verður að opna tímabundið neyslurými í bíl Frú Ragnheiðar þar til varanlegt rými verður tekið í notkun samkvæmt nýrri reglugerð. Verkefnastýra Frú Ragnheiðar segir að úrræðið muni bjarga mannslífum og vonast til þess að hægt verði að nýta eldri bíl starfseminnar þegar sá nýji verður afhentur. 17. febrúar 2021 12:20 Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Fleiri fréttir Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Sjá meira
Frumvarp heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu neysluskammta komið fram Frumvarp heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu neysluskammta var birt í samráðsgátt stjórnvalda í dag. Í því er lagt til að kaup og varsla á takmörkuðu magni af fíkniefnum til eigin nota verði heimiluð. 19. febrúar 2021 15:15
Til skoðunar að opna neyslurými í gistiskýli Reykjavíkurborg er með til skoðunar að opna neyslurými í gistiskýli borgarinnar. Formaður velferðaráðs telur mikilvægt að hafa þjónustuna miðsvæðis og nærri fíkniefnaneytendum. 18. febrúar 2021 11:52
Vonandi hægt að opna neyslurými þegar nýr bíll verður afhentur Hægt verður að opna tímabundið neyslurými í bíl Frú Ragnheiðar þar til varanlegt rými verður tekið í notkun samkvæmt nýrri reglugerð. Verkefnastýra Frú Ragnheiðar segir að úrræðið muni bjarga mannslífum og vonast til þess að hægt verði að nýta eldri bíl starfseminnar þegar sá nýji verður afhentur. 17. febrúar 2021 12:20
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent