Undirbúa flutning og framkvæmdir vegna myglu í Hagaskóla Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. nóvember 2021 17:36 Nemendur í áttunda bekk í Hagaskóla munu á morgun verja deginum á söfnum víðsvegar um borgina en stefnt er að því að hefðbundið skólastarf geti hafist að nýju á mánudag í nýju bráðabirgðahúsnæði. Vísir/Vilhelm Undirbúningur flutnings og framkvæmda vegna myglu í Hagaskóla er hafinn hjá skólastjórnendum. Nemendur í áttunda bekk skólans verða fluttir í tímabundið húsnæði á meðan unnið verður að endurbætum í norðausturálmu skólans. „Verið er að ganga frá samningum um tímabundið húsnæði fyrir kennslu 8. bekkjar Hagaskóla á meðan endurbætur fara fram á norðaustur álmu skólans. Unnið er að nýjum verkferlum Reykjavíkurborgar um rakaskemmdir eða myglu og var brugðist hratt við ábendingum um slæma innivist,“ segir í tilkynningu frá Evu Bergþóru Guðbergsdóttur teymisstjóra samskiptasviðs Reykjavíkurborgar. Skólastjórnendum Hagaskóla bárust í október ábendingar um að tilefni væri til að kanna loftgæði í norðausturálmu skólans og var þá strax kallað eftir aðstoð sérfræðinga til að rannsaka húsnæðið. Tekin voru sýni úr gólfi og múr og loftræstikerfi hreinsað og tekið út. Frumniðurstöður frá verkfræðistofunni Eflu bárust í gær og kom þar fram að einhver leki hafði átt sér stað í múrvegg og fannst þar mygla. „Unnið er samkvæmt nýjum verkferlum sem fara í gang um leið og grunur beinist að rakaskemmdum eða myglu og voru niðurstöðurnar strax kynntar fyrir stjórnendum og starfsfólki. Ákveðið var að engin kennsla myndi fara fram í þessum hluta húsnæðisins þar til endurbætur hafa farið fram,“ segir í tilkynningunni. Því hafi ekki annað komið til greina en að kennsla yrði felld niður í áttunda bekk í dag á meðan áætlanir væru gerðar um framhaldið. Hópur kennara kom saman í morgun, hóf undirbúning flultninga og skipulagði dagskrá fyrir börnin á morgun. Mun skóladagur þeirra á morgun því fara í vettvangsferðir á söfn víðs vegar um borgina en stefnt er að því að kennsla hefjist í nýju húsnæði á mánudag. „Þegar er byrjað að undirbúa framkvæmdir þó enn sé verið að vinna að endanlegri áætlun. Fundað verður með starfsfólki á morgun þar sem sérfræðingar munu fara yfir stöðuna á húsnæðinu og það sem er framundan. “ Skóla - og menntamál Grunnskólar Reykjavík Mygla Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
„Verið er að ganga frá samningum um tímabundið húsnæði fyrir kennslu 8. bekkjar Hagaskóla á meðan endurbætur fara fram á norðaustur álmu skólans. Unnið er að nýjum verkferlum Reykjavíkurborgar um rakaskemmdir eða myglu og var brugðist hratt við ábendingum um slæma innivist,“ segir í tilkynningu frá Evu Bergþóru Guðbergsdóttur teymisstjóra samskiptasviðs Reykjavíkurborgar. Skólastjórnendum Hagaskóla bárust í október ábendingar um að tilefni væri til að kanna loftgæði í norðausturálmu skólans og var þá strax kallað eftir aðstoð sérfræðinga til að rannsaka húsnæðið. Tekin voru sýni úr gólfi og múr og loftræstikerfi hreinsað og tekið út. Frumniðurstöður frá verkfræðistofunni Eflu bárust í gær og kom þar fram að einhver leki hafði átt sér stað í múrvegg og fannst þar mygla. „Unnið er samkvæmt nýjum verkferlum sem fara í gang um leið og grunur beinist að rakaskemmdum eða myglu og voru niðurstöðurnar strax kynntar fyrir stjórnendum og starfsfólki. Ákveðið var að engin kennsla myndi fara fram í þessum hluta húsnæðisins þar til endurbætur hafa farið fram,“ segir í tilkynningunni. Því hafi ekki annað komið til greina en að kennsla yrði felld niður í áttunda bekk í dag á meðan áætlanir væru gerðar um framhaldið. Hópur kennara kom saman í morgun, hóf undirbúning flultninga og skipulagði dagskrá fyrir börnin á morgun. Mun skóladagur þeirra á morgun því fara í vettvangsferðir á söfn víðs vegar um borgina en stefnt er að því að kennsla hefjist í nýju húsnæði á mánudag. „Þegar er byrjað að undirbúa framkvæmdir þó enn sé verið að vinna að endanlegri áætlun. Fundað verður með starfsfólki á morgun þar sem sérfræðingar munu fara yfir stöðuna á húsnæðinu og það sem er framundan. “
Skóla - og menntamál Grunnskólar Reykjavík Mygla Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira