Forstjóri Festi hótar að reka starfsfólk ef hagvaxtaraukinn kemur til framkvæmda! Vilhjálmur Birgisson skrifar 18. nóvember 2021 12:31 Í fréttum í dag kom fram að hagvaxtaraukinn komi fyrirtækjum spánskt fyrir sjónir en mikið ofboðsleg hræsni er í þessu fólki. En nú grenja sumir atvinnurekendur eins og stunginn grís yfir því að það hagvaxtaraukinn í lífskjarasamningnum komi hugsanlega til framkvæmda á næsta ári. Núna sprettur t.d. Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festa, sem rekur ELKO, Krónuna og N1 fram og hótar að það séu bara tvær leiðir til að takast á við greiðslu á hagvaxtaraukanum það er annaðhvort að hækka vöruverð eða að fækka starfsfólki. Að hugsa sér svona hótun, en við gengum frá samningum sem kváðu á um að ef hagvöxtur á pr. mann fer upp fyrir vissa prósentu þá komi til greiðslu á hagvaxtaraukanum og nemur sú greiðsla frá 3.000 kr. til 13.000 kr. Nú vilja vissir atvinnurekendur ekkert fara eftir þessum samningum og hræsnin í þessu fólki ríður ekki við einteyming. Nægir t.d. að nefna í því samhengi að það kom fram í fréttum að Festi hafi hagnast um 2,3 milljarða á árinu 2020 og velta t.d. hjá Krónunni hafi aldrei verið meiri og hagnaður Krónunnar hafi aukist um 22%. Tala svo um að eina leiðin til að borga þennan hagvaxtaauka sem muni kosta fyrirtækið hugsanlega 300 milljónir sé að reka starfsfólk eða hækka vöruverð. Halló Festi skilaði 2,3 milljörðum í hagnað er ekki nóg að hagnaður verði t.d. 2 milljarðar? Hagnaður Festi er ekki eina hræsnið í þessu samhengi því að þessi sami forstjóri, Eggert Þór, sem núna grenjar eins og enginn sé morgundagurinn yfir því að þurfa hugsanlega að greiða fólki sem tekur laun eftir afar lágum launatöxtum fékk sjálfur fimm mánaða bónus árið 2019 og fóru árslaun hans úr 61,7 milljónum króna í 73,4 milljónir eða sem nemur tæpum 12 milljóna króna hækkun launa á ársgrundvelli. Mánaðarlaun hans fóru úr 5,1 milljón í 6,1 milljón á mánuði. Svo koma svona græðgispungar og væla yfir því að fólkið á gólfinu sem skapar arðinn hjá fyrirtækinu eigi hugsanlega möguleika að fá aukahækkun í formi þess sem samið var í lífskjarasamningum í formi hagvaxtarauka. Mér sýnist að hroki og fyrirlitning sumra atvinnurekenda í garð sinna starfsmanna muni kalla á að launafólk skuli búa sig undir átök á íslenskum vinnumarkaði á næsta ári. Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Akraness. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Birgisson Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Í fréttum í dag kom fram að hagvaxtaraukinn komi fyrirtækjum spánskt fyrir sjónir en mikið ofboðsleg hræsni er í þessu fólki. En nú grenja sumir atvinnurekendur eins og stunginn grís yfir því að það hagvaxtaraukinn í lífskjarasamningnum komi hugsanlega til framkvæmda á næsta ári. Núna sprettur t.d. Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festa, sem rekur ELKO, Krónuna og N1 fram og hótar að það séu bara tvær leiðir til að takast á við greiðslu á hagvaxtaraukanum það er annaðhvort að hækka vöruverð eða að fækka starfsfólki. Að hugsa sér svona hótun, en við gengum frá samningum sem kváðu á um að ef hagvöxtur á pr. mann fer upp fyrir vissa prósentu þá komi til greiðslu á hagvaxtaraukanum og nemur sú greiðsla frá 3.000 kr. til 13.000 kr. Nú vilja vissir atvinnurekendur ekkert fara eftir þessum samningum og hræsnin í þessu fólki ríður ekki við einteyming. Nægir t.d. að nefna í því samhengi að það kom fram í fréttum að Festi hafi hagnast um 2,3 milljarða á árinu 2020 og velta t.d. hjá Krónunni hafi aldrei verið meiri og hagnaður Krónunnar hafi aukist um 22%. Tala svo um að eina leiðin til að borga þennan hagvaxtaauka sem muni kosta fyrirtækið hugsanlega 300 milljónir sé að reka starfsfólk eða hækka vöruverð. Halló Festi skilaði 2,3 milljörðum í hagnað er ekki nóg að hagnaður verði t.d. 2 milljarðar? Hagnaður Festi er ekki eina hræsnið í þessu samhengi því að þessi sami forstjóri, Eggert Þór, sem núna grenjar eins og enginn sé morgundagurinn yfir því að þurfa hugsanlega að greiða fólki sem tekur laun eftir afar lágum launatöxtum fékk sjálfur fimm mánaða bónus árið 2019 og fóru árslaun hans úr 61,7 milljónum króna í 73,4 milljónir eða sem nemur tæpum 12 milljóna króna hækkun launa á ársgrundvelli. Mánaðarlaun hans fóru úr 5,1 milljón í 6,1 milljón á mánuði. Svo koma svona græðgispungar og væla yfir því að fólkið á gólfinu sem skapar arðinn hjá fyrirtækinu eigi hugsanlega möguleika að fá aukahækkun í formi þess sem samið var í lífskjarasamningum í formi hagvaxtarauka. Mér sýnist að hroki og fyrirlitning sumra atvinnurekenda í garð sinna starfsmanna muni kalla á að launafólk skuli búa sig undir átök á íslenskum vinnumarkaði á næsta ári. Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Akraness.
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar