Innlent

Bein út­sending: Lofts­lags­fundur Festu og Reykja­víkur­borgar

Atli Ísleifsson skrifar
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Hrund Gunnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Festu.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Hrund Gunnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Festu. Aðsend/Sigurjón Ragnar

Loftslagsfundur Festu og Reykjavíkurborgar fer fram í Hörpu í dag milli níu og hálf tólf og er yfirskrift fundarins „Framtíðarsýn og næstu skref“. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi hér á Vísi.

Í tilkynningu segir að dagskrá Loftslagsfundsins í ár sé þétt og einstaklega fjölbreytt og að hún hafi verið unnin í samvinnu við Loftslagsráð Íslands.

„Fundurinn veitir einstaka innsýn í það sem fór fram á nýafstöðnu Loftslagsþingi Sameinuðu þjóðanna, COP26, og þá öru þróun sem er að eiga sér stað alþjóðlega, hvað varðar markmið, aðgerðir og nýja umgjörð utan um rekstur.

Eitt af markmiðum fundarins er að setja okkur betur inn í þær breytingar, sem tengjast loftslagsmálum sem nú eru að verða á reglugerðum, viðskiptamódelum og rekstrarumhverfi fyrirtækja á Íslandi og alþjóðlega.“

Í lok viðburðarins mun Dagur B. Eggertsson afhenda Loftslagsviðurkenningu Reykjavíkurborgar og Festu. Fundarstjóri er Freyr Eyjólfsson.

Hægt er að fylgjast með fundinum í spilaranum að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×