Kapellan þyrfti að víkja fyrir Covid-sjúklingum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 16. nóvember 2021 20:01 Runólfur segir að ný Covid-eining á spítalanum myndi hjálpa en þó ekki umbylta getu spítalans í faraldrinum. vísir/stöð2 Ekkert bólar enn á nýrri deild innan Landspítala sem átti að koma í stað fyrir Covid-göngudeildina. Um þrír mánuðir eru síðan spítalinn sendi heilbrigðisráðuneytinu drög að útfærslu rýmisins þar sem er meðal annars lagt til að kapella spítalans verði nýtt undir Covid-sjúklinga. Heilbrigðisráðherra greindi fyrst frá vilja sínum til að koma á fót sérstakri Covid-einingu innan Landspítalans í byrjun ágúst. Verkefnið er í raun aðeins flutningur á Covid-göngudeildinni, úr húsnæði sem er staðsett fyrir utan Landspítalann í Fossvogi og inn í aðalbygginguna. Myndi leysa vandamál og skapa legurými Hin göngudeildin hefur reynst spítalanum ágætlega en var þó hugsuð sem bráðabirgðalausn. „Vandinn er hins vegar sá að það er bágborin vinnuaðstaða fyrir starfsfólk, það skortir salerni og það sem meira er að ef að myndgreiningar er þörf eins og oft er þegar um veika einstaklinga er að ræða þá þarf að flytja þá hingað í aðalbygginguna,“ Runólfur Pálsson, framkvæmdastjóri meðferðasviðs Landspítala, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Þannig þetta myndi leysa ýmis mál og það myndu líka skapast ákveðin legurými með þessum hætti.“ En hefur ekkert gerst í þessu verkefni frá því að heilbrigðisráðherra minntist á það fyrir kosningar? „Nei, í rauninni ekki. Framkvæmdastjórn spítalans lagði fram ákveðna lausn miðað við þá aðstöðu sem við höfum hérna í Fossvogi og setti það fram í formi minnisblaðs til heilbrigðisráðuneytisins og ég held að málið sé til skoðunar þar,“ segir Runólfur. Hefði getað verið tilbúið í byrjun næsta árs Umrætt minnisblað var sent um miðjan ágúst en þar er gert ráð fyrir að framkvæmdirnar taki um 5 til 7 mánuði og kostaði 540 milljónir. Hefði verið ráðist í þær fljótt ætti deildin því að vera orðin tilbúin til notkunar á fyrstu þremur mánuðum næsta árs en nú er ljóst að ef verður af verkefninu muni framkvæmdunum ekki ljúka fyrr en um mitt næsta ár eða síðar. Í tillögu spítalans er meðal annars lagt til að því rými sem nú húsir sjúkraþjálfun, skrifstofu prests og kapellu verði breytt og nýtt undir Covid-sjúklinga. Þetta er talinn hentugasta staðsetning fyrir deildina því hægt yrði að ganga beint inn í nokkur rýmanna, sem eru með sérinngang, og sleppa þannig við umgang smitaða einstaklinga í gegn um sameiginleg rými spítalans. Með deildinni myndu allt að sjö ný legurými bætast við spítalann en til samanburðar liggja 25 með Covid-19 þar inni í dag. Verkefnið myndi því auka getu spítalans til að sinna faraldrinum nokkuð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ráðherrar binda vonir við þriðju bólusetninguna og skora á alla að mæta Harðar sóttvarnaaðgerðir til næstu þriggja vikna taka gildi á miðnætti. Heilbrigðisráðherra skorar á alla sem fá boðun að þiggja þriðju bólusetninguna en stefnt sé að því að bólusetja um helming fullorðins fólks fyrir áramót. 12. nóvember 2021 19:27 „Það er allt að springa hérna“ Deildarstjóri Covid-göngudeildar óttast að Landspítalinn hætti að ráða við álagið með áframhaldandi fjölgun smitaðra í samfélaginu og telur að grípa þurfi til hertari aðgerða svo staðan verði ekki eins slæm og víða annars staðar í Evrópu. Metfjöldi greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. 9. nóvember 2021 21:30 Fiðluleikararnir megi sín lítils ef stjórnandinn er ekki með á nótunum Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra skýtur föstum skotum að stjórnendum Landspítalans og segir ótækt að „stíflur í kerfinu“ séu að valda því að grípa þurfi til almennra sóttvarnaaðgerða til að standa vörð um spítalann. 10. ágúst 2021 10:56 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Fleiri fréttir Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Sjá meira
Heilbrigðisráðherra greindi fyrst frá vilja sínum til að koma á fót sérstakri Covid-einingu innan Landspítalans í byrjun ágúst. Verkefnið er í raun aðeins flutningur á Covid-göngudeildinni, úr húsnæði sem er staðsett fyrir utan Landspítalann í Fossvogi og inn í aðalbygginguna. Myndi leysa vandamál og skapa legurými Hin göngudeildin hefur reynst spítalanum ágætlega en var þó hugsuð sem bráðabirgðalausn. „Vandinn er hins vegar sá að það er bágborin vinnuaðstaða fyrir starfsfólk, það skortir salerni og það sem meira er að ef að myndgreiningar er þörf eins og oft er þegar um veika einstaklinga er að ræða þá þarf að flytja þá hingað í aðalbygginguna,“ Runólfur Pálsson, framkvæmdastjóri meðferðasviðs Landspítala, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Þannig þetta myndi leysa ýmis mál og það myndu líka skapast ákveðin legurými með þessum hætti.“ En hefur ekkert gerst í þessu verkefni frá því að heilbrigðisráðherra minntist á það fyrir kosningar? „Nei, í rauninni ekki. Framkvæmdastjórn spítalans lagði fram ákveðna lausn miðað við þá aðstöðu sem við höfum hérna í Fossvogi og setti það fram í formi minnisblaðs til heilbrigðisráðuneytisins og ég held að málið sé til skoðunar þar,“ segir Runólfur. Hefði getað verið tilbúið í byrjun næsta árs Umrætt minnisblað var sent um miðjan ágúst en þar er gert ráð fyrir að framkvæmdirnar taki um 5 til 7 mánuði og kostaði 540 milljónir. Hefði verið ráðist í þær fljótt ætti deildin því að vera orðin tilbúin til notkunar á fyrstu þremur mánuðum næsta árs en nú er ljóst að ef verður af verkefninu muni framkvæmdunum ekki ljúka fyrr en um mitt næsta ár eða síðar. Í tillögu spítalans er meðal annars lagt til að því rými sem nú húsir sjúkraþjálfun, skrifstofu prests og kapellu verði breytt og nýtt undir Covid-sjúklinga. Þetta er talinn hentugasta staðsetning fyrir deildina því hægt yrði að ganga beint inn í nokkur rýmanna, sem eru með sérinngang, og sleppa þannig við umgang smitaða einstaklinga í gegn um sameiginleg rými spítalans. Með deildinni myndu allt að sjö ný legurými bætast við spítalann en til samanburðar liggja 25 með Covid-19 þar inni í dag. Verkefnið myndi því auka getu spítalans til að sinna faraldrinum nokkuð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ráðherrar binda vonir við þriðju bólusetninguna og skora á alla að mæta Harðar sóttvarnaaðgerðir til næstu þriggja vikna taka gildi á miðnætti. Heilbrigðisráðherra skorar á alla sem fá boðun að þiggja þriðju bólusetninguna en stefnt sé að því að bólusetja um helming fullorðins fólks fyrir áramót. 12. nóvember 2021 19:27 „Það er allt að springa hérna“ Deildarstjóri Covid-göngudeildar óttast að Landspítalinn hætti að ráða við álagið með áframhaldandi fjölgun smitaðra í samfélaginu og telur að grípa þurfi til hertari aðgerða svo staðan verði ekki eins slæm og víða annars staðar í Evrópu. Metfjöldi greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. 9. nóvember 2021 21:30 Fiðluleikararnir megi sín lítils ef stjórnandinn er ekki með á nótunum Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra skýtur föstum skotum að stjórnendum Landspítalans og segir ótækt að „stíflur í kerfinu“ séu að valda því að grípa þurfi til almennra sóttvarnaaðgerða til að standa vörð um spítalann. 10. ágúst 2021 10:56 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Fleiri fréttir Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Sjá meira
Ráðherrar binda vonir við þriðju bólusetninguna og skora á alla að mæta Harðar sóttvarnaaðgerðir til næstu þriggja vikna taka gildi á miðnætti. Heilbrigðisráðherra skorar á alla sem fá boðun að þiggja þriðju bólusetninguna en stefnt sé að því að bólusetja um helming fullorðins fólks fyrir áramót. 12. nóvember 2021 19:27
„Það er allt að springa hérna“ Deildarstjóri Covid-göngudeildar óttast að Landspítalinn hætti að ráða við álagið með áframhaldandi fjölgun smitaðra í samfélaginu og telur að grípa þurfi til hertari aðgerða svo staðan verði ekki eins slæm og víða annars staðar í Evrópu. Metfjöldi greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. 9. nóvember 2021 21:30
Fiðluleikararnir megi sín lítils ef stjórnandinn er ekki með á nótunum Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra skýtur föstum skotum að stjórnendum Landspítalans og segir ótækt að „stíflur í kerfinu“ séu að valda því að grípa þurfi til almennra sóttvarnaaðgerða til að standa vörð um spítalann. 10. ágúst 2021 10:56