Halldór segir lánið frá Fossum tengjast ótengdu og ónefndu verkefni Eiður Þór Árnason skrifar 16. nóvember 2021 13:50 Halldór Kristmannsson hefur nú sett hús sitt í Garðabæ á sölu. Halldór Kristmannsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Alvogen og Alvotech, gagnrýnir fréttaflutning Vísis um fasteign hans og viðskipti við Fossa ehf. og segir umfjöllunina „í öllum aðalatriðum ranga“ og byggða á „órökstuddum vangaveltum.“ Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í dag vegna fréttarinnar en í henni segir að óvildarmenn Róberts hafi enga tengingu við yfirstandandi deilur Halldórs og Róberts Wessman, heimili Halldórs að Sunnuflöt eða sex ára gömul viðskipti við Fossa ehf. Enn fremur segir hann umrædda lánveitingu frá Fossum ehf. ekki tengjast heimili hans að Sunnuflöt 48, heldur ótengdu verkefni sem sé ólokið. Þess ber að geta að Vísir gerði ítrekaðar tilraunir til þess að hafa samband við Halldór við vinnslu umræddar fréttar auk þess að leita svara með skriflegri fyrirspurn. Þær tilraunir báru engan árangur og hafnaði Halldór sömuleiðis að svara spurningum fréttastofu þegar rætt var við hann í dag. Segir um að ræða ólokin viðskipti „Viðskipti mín fyrir sex árum hafa nákvæmlega ekkert með óvildarmenn Róberts að gera, heldur tengjast þau einum af mörgum fjárfestingaverkefnum mínum í gegnum árin. Þá upplýsi ég enn fremur að umrædd viðskipti tengjast ekki beint heimili fjölskyldu minnar, heldur ótengdu verkefni. Því verkefni er ólokið enda um langtíma fjárfestingu að ræða. Uppgjör eigna og skulda því tengt hefur ekki átt sér stað,“ segir í yfirlýsingunni. Í umræddri umfjöllun Vísis er fjallað um lúxusvillu Halldórs að Sunnuflöt 48 í Garðabæ, sögu hússins og lánveitingar til Halldórs, þar á meðal 300 milljóna króna lán fjárfestingafélagsins Fossa ehf. sem veitt var með veði í fasteigninni. Þar að auki eru rakin tengsl Sigurbjörns Þorkelssonar og Aðalheiðar Magnúsdóttur, eigenda Fossa, við Björgólf Thor Björgólfsson, og lánveitingin skoðuð í ljósi langvarandi átaka Björgólfs Thors við Róbert Wessman. Í yfirlýsingu sinni rekur Halldór deilur sínar við Róbert Wessman og fullyrðir að rógburði hafi verið dreift um sig í tengslum við átök sín við Róbert. Yfirlýsinguna má sjá í heild að neðan. Halldór Kristmannsson fyrrum framkvæmdastjóri hjá Alvogen og Alvotech hefur sent frá yfirlýsingu vegna fréttar visir.is í dag. Þar er fjallað um persónuleg viðskipti hans frá árinu 2015 og þau gerð tortryggileg. Halldór segir fingraför Róberts Wessman augljós í tengslum við þennan fréttaflutning. Andað hefur köldu á milli þeirra frá því Halldór upplýsti stjórnir Alvogen og Alvotech um ósæmilega hegðun Róberts. Ábendingar Halldórs hafa meðal annars orðið til þess að Róbert hefur viðurkennt og beðist afsökunar á líflátshótunum í garð fyrrum samstarfsmanna og fjölskyldna þeirra. Halldór segir það ágætis byrjun að Róbert viðurkenni brot sín en hann skuldi þó meðal annars trúverðugar skýringar á líkamsárásum á stjórnendur. Í viðtali við Fréttablaðið í sumar sagði Róbert að hann væri ekki í starfi sem forstjóri ef þessar ásakanir væru sannar. Halldór segir að blaðamenn visir.is hafi verið fengnir til að birta frétt um samsæriskenningu Róberts vegna persónulegra viðskipta fyrir sex árum síðan. Hann segir fréttina í öllum aðalatriðum ranga og byggða á órökstuttum vangaveltum og sé í raun „púðurskot“ úr smiðju Róberts Wessman. „Ég held það komi nú fáum á óvart að Róbert beiti sérkennilegum samsæriskenningum við að klekkja á meintum óvildarmönnum. En ég er hugsi yfir því að ritstjórn visir.is samþykki að birta slíkt slúður og að fjölmiðlar hafi svona mikinn áhuga á mínum persónulegum fjármálum. Ég hef orðið var við þennan rógburð undanfarna mánuði og því virðist hafa verið markvisst dreift til fjölmiðla og fyrrverandi samstarfsmanna. Það er því kærkomið að fá að leiðrétta þessa vitleysu. Viðskipti mín fyrir sex árum hafa nákvæmlega ekkert með óvildarmenn Róberts að gera, heldur tengjast þau einum af mörgum fjárfestingaverkefnum mínum í gegnum árin. Þá upplýsi ég ennfremur að umrædd viðskipti tengjast ekki beint heimili fjölskyldu minnar, heldur ótengdu verkefni. Því verkefni er ólokið enda um langtíma fjárfestingu að ræða. Uppgjör eigna og skulda því tengt hefur ekki átt sér stað. Ég hef nú þegar boðið ritstjóra visir.is að sjá öll gögn sem tengjast umræddum viðskiptum. Að lokum vill ég árétta að ágreiningur minn við Róbert hafa ekkert með meinta óvildarmenn hans að gera. Eftir 18 ára samstarf gat ég ekki lengur horft upp á ósæmilega hegðun Róberts gagnvart nánasta samstarfsfólki. Ég hafði byggt upp alþjóðlega ímynd af Róbert sem ég taldi ákjósanlega og passaði við þau vörumerki sem ég hafði skapað hjá Actavis, Alvogen og Alvotech. Eftir morðhótanir, „kýlingarleiki“ og aðra ósæmilega hegðun undir áhrifum áfengis, rann smám saman upp fyrir mér að ég hafði í rauninni skapað „falsa“ ímynd. Samviskan var farin að naga mig. Ég taldi mig ekki eiga annan kost en að upplýsa stjórnir Alvogen og Alvotech um málavexti. Það var ákvörðun Róberts að opna málið í fjölmiðlum í stað þess að leysa það innanhúss og nú kemur enn eitt „púðurskotið“. Allt virðist þetta gert til að freista þess að tengja meinta óvildarmenn við sex ára gömul viðskipti, skuldabréf á fasteign eða fjármögnun á lögfræðikostnaði. Það er auðvitað fjarstæðukennt og á sér enga stoð í raunveruleikanum. Ég hef ekki fengið fjárhagslega aðstoð af neinum toga vegna lögfræðikostnaðar bara þannig að því sé haldið til haga og öðrum atriðum hef ég svarað hér að ofan. Fyrst Róbert er farinn að deila upplýsingum með fjölmiðlum – þá skora ég á hann að gera hreint fyrir sínum dyrum. Þöggun og gerendameðvirkni innan fyrirtækjanna má ekki festast í sessi. Það segir sig sjálft að fólk getur ekki átt á hættu að verða fyrir líkamlegu ofbeldi í vinnunni eða þeim sagt upp störfum um miðjar nætur. Starfsmenn, viðskiptavinir og hluthafar eiga einfaldlega betra skilið.“ Halldór segist hafa vitað af „spæjara“ Róberts í London í júní þegar hann hafi átt fund með breskum lögmanni sínum. „Auðvitað sjálfsagt mál ef fjölmiðlar vilja birta myndir af mér á fundum með óvildarmönnum Róberts en þetta er auðvitað löngu eftir að ég hætti sem framkvæmdastjóri hjá fyrirtækjunum og ekkert leyndarmál. Ég get einnig líka upplýst að ég hef hitt og átt í samskiptum við fjölmarga aðra óvildarmenn Róberts eftir að ég lauk störfum. Björgólf Thor Björgólfsson hef ég einnig átt samskipti við og það hefur aldrei verið neitt leyndarmál. Hann upplýsti mig meðal annars um brottrekstur Róberts úr starfi forstjóra Actavis, vegna ósæmilegrar hegðunar og alvarlegs rekstrarvanda fyrirtækisins.“ Deilur Halldórs Kristmannssonar og Róberts Wessman Dómsmál Húsnæðismál Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Dularfull fjármögnun dýrasta húss á Íslandi Halldór Kristmannsson hefur sett hús sitt við Sunnuflöt 48 í Garðabæ á sölu. Höll. Ef Halldór fær viðunandi tilboð má búast við því að þar fari dýrasta hús Íslandssögunnar. Enda um glæsilega lúxusvillu að ræða sem vart á sér hliðstæðu hér á landi. 16. nóvember 2021 07:57 Uppljóstrarinn Halldór selur höll sína í Garðabæ Halldór Kristmannsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Alvogen, hefur sett höll sína í Garðabæ á sölu. 5. nóvember 2021 15:17 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í dag vegna fréttarinnar en í henni segir að óvildarmenn Róberts hafi enga tengingu við yfirstandandi deilur Halldórs og Róberts Wessman, heimili Halldórs að Sunnuflöt eða sex ára gömul viðskipti við Fossa ehf. Enn fremur segir hann umrædda lánveitingu frá Fossum ehf. ekki tengjast heimili hans að Sunnuflöt 48, heldur ótengdu verkefni sem sé ólokið. Þess ber að geta að Vísir gerði ítrekaðar tilraunir til þess að hafa samband við Halldór við vinnslu umræddar fréttar auk þess að leita svara með skriflegri fyrirspurn. Þær tilraunir báru engan árangur og hafnaði Halldór sömuleiðis að svara spurningum fréttastofu þegar rætt var við hann í dag. Segir um að ræða ólokin viðskipti „Viðskipti mín fyrir sex árum hafa nákvæmlega ekkert með óvildarmenn Róberts að gera, heldur tengjast þau einum af mörgum fjárfestingaverkefnum mínum í gegnum árin. Þá upplýsi ég enn fremur að umrædd viðskipti tengjast ekki beint heimili fjölskyldu minnar, heldur ótengdu verkefni. Því verkefni er ólokið enda um langtíma fjárfestingu að ræða. Uppgjör eigna og skulda því tengt hefur ekki átt sér stað,“ segir í yfirlýsingunni. Í umræddri umfjöllun Vísis er fjallað um lúxusvillu Halldórs að Sunnuflöt 48 í Garðabæ, sögu hússins og lánveitingar til Halldórs, þar á meðal 300 milljóna króna lán fjárfestingafélagsins Fossa ehf. sem veitt var með veði í fasteigninni. Þar að auki eru rakin tengsl Sigurbjörns Þorkelssonar og Aðalheiðar Magnúsdóttur, eigenda Fossa, við Björgólf Thor Björgólfsson, og lánveitingin skoðuð í ljósi langvarandi átaka Björgólfs Thors við Róbert Wessman. Í yfirlýsingu sinni rekur Halldór deilur sínar við Róbert Wessman og fullyrðir að rógburði hafi verið dreift um sig í tengslum við átök sín við Róbert. Yfirlýsinguna má sjá í heild að neðan. Halldór Kristmannsson fyrrum framkvæmdastjóri hjá Alvogen og Alvotech hefur sent frá yfirlýsingu vegna fréttar visir.is í dag. Þar er fjallað um persónuleg viðskipti hans frá árinu 2015 og þau gerð tortryggileg. Halldór segir fingraför Róberts Wessman augljós í tengslum við þennan fréttaflutning. Andað hefur köldu á milli þeirra frá því Halldór upplýsti stjórnir Alvogen og Alvotech um ósæmilega hegðun Róberts. Ábendingar Halldórs hafa meðal annars orðið til þess að Róbert hefur viðurkennt og beðist afsökunar á líflátshótunum í garð fyrrum samstarfsmanna og fjölskyldna þeirra. Halldór segir það ágætis byrjun að Róbert viðurkenni brot sín en hann skuldi þó meðal annars trúverðugar skýringar á líkamsárásum á stjórnendur. Í viðtali við Fréttablaðið í sumar sagði Róbert að hann væri ekki í starfi sem forstjóri ef þessar ásakanir væru sannar. Halldór segir að blaðamenn visir.is hafi verið fengnir til að birta frétt um samsæriskenningu Róberts vegna persónulegra viðskipta fyrir sex árum síðan. Hann segir fréttina í öllum aðalatriðum ranga og byggða á órökstuttum vangaveltum og sé í raun „púðurskot“ úr smiðju Róberts Wessman. „Ég held það komi nú fáum á óvart að Róbert beiti sérkennilegum samsæriskenningum við að klekkja á meintum óvildarmönnum. En ég er hugsi yfir því að ritstjórn visir.is samþykki að birta slíkt slúður og að fjölmiðlar hafi svona mikinn áhuga á mínum persónulegum fjármálum. Ég hef orðið var við þennan rógburð undanfarna mánuði og því virðist hafa verið markvisst dreift til fjölmiðla og fyrrverandi samstarfsmanna. Það er því kærkomið að fá að leiðrétta þessa vitleysu. Viðskipti mín fyrir sex árum hafa nákvæmlega ekkert með óvildarmenn Róberts að gera, heldur tengjast þau einum af mörgum fjárfestingaverkefnum mínum í gegnum árin. Þá upplýsi ég ennfremur að umrædd viðskipti tengjast ekki beint heimili fjölskyldu minnar, heldur ótengdu verkefni. Því verkefni er ólokið enda um langtíma fjárfestingu að ræða. Uppgjör eigna og skulda því tengt hefur ekki átt sér stað. Ég hef nú þegar boðið ritstjóra visir.is að sjá öll gögn sem tengjast umræddum viðskiptum. Að lokum vill ég árétta að ágreiningur minn við Róbert hafa ekkert með meinta óvildarmenn hans að gera. Eftir 18 ára samstarf gat ég ekki lengur horft upp á ósæmilega hegðun Róberts gagnvart nánasta samstarfsfólki. Ég hafði byggt upp alþjóðlega ímynd af Róbert sem ég taldi ákjósanlega og passaði við þau vörumerki sem ég hafði skapað hjá Actavis, Alvogen og Alvotech. Eftir morðhótanir, „kýlingarleiki“ og aðra ósæmilega hegðun undir áhrifum áfengis, rann smám saman upp fyrir mér að ég hafði í rauninni skapað „falsa“ ímynd. Samviskan var farin að naga mig. Ég taldi mig ekki eiga annan kost en að upplýsa stjórnir Alvogen og Alvotech um málavexti. Það var ákvörðun Róberts að opna málið í fjölmiðlum í stað þess að leysa það innanhúss og nú kemur enn eitt „púðurskotið“. Allt virðist þetta gert til að freista þess að tengja meinta óvildarmenn við sex ára gömul viðskipti, skuldabréf á fasteign eða fjármögnun á lögfræðikostnaði. Það er auðvitað fjarstæðukennt og á sér enga stoð í raunveruleikanum. Ég hef ekki fengið fjárhagslega aðstoð af neinum toga vegna lögfræðikostnaðar bara þannig að því sé haldið til haga og öðrum atriðum hef ég svarað hér að ofan. Fyrst Róbert er farinn að deila upplýsingum með fjölmiðlum – þá skora ég á hann að gera hreint fyrir sínum dyrum. Þöggun og gerendameðvirkni innan fyrirtækjanna má ekki festast í sessi. Það segir sig sjálft að fólk getur ekki átt á hættu að verða fyrir líkamlegu ofbeldi í vinnunni eða þeim sagt upp störfum um miðjar nætur. Starfsmenn, viðskiptavinir og hluthafar eiga einfaldlega betra skilið.“ Halldór segist hafa vitað af „spæjara“ Róberts í London í júní þegar hann hafi átt fund með breskum lögmanni sínum. „Auðvitað sjálfsagt mál ef fjölmiðlar vilja birta myndir af mér á fundum með óvildarmönnum Róberts en þetta er auðvitað löngu eftir að ég hætti sem framkvæmdastjóri hjá fyrirtækjunum og ekkert leyndarmál. Ég get einnig líka upplýst að ég hef hitt og átt í samskiptum við fjölmarga aðra óvildarmenn Róberts eftir að ég lauk störfum. Björgólf Thor Björgólfsson hef ég einnig átt samskipti við og það hefur aldrei verið neitt leyndarmál. Hann upplýsti mig meðal annars um brottrekstur Róberts úr starfi forstjóra Actavis, vegna ósæmilegrar hegðunar og alvarlegs rekstrarvanda fyrirtækisins.“
Halldór Kristmannsson fyrrum framkvæmdastjóri hjá Alvogen og Alvotech hefur sent frá yfirlýsingu vegna fréttar visir.is í dag. Þar er fjallað um persónuleg viðskipti hans frá árinu 2015 og þau gerð tortryggileg. Halldór segir fingraför Róberts Wessman augljós í tengslum við þennan fréttaflutning. Andað hefur köldu á milli þeirra frá því Halldór upplýsti stjórnir Alvogen og Alvotech um ósæmilega hegðun Róberts. Ábendingar Halldórs hafa meðal annars orðið til þess að Róbert hefur viðurkennt og beðist afsökunar á líflátshótunum í garð fyrrum samstarfsmanna og fjölskyldna þeirra. Halldór segir það ágætis byrjun að Róbert viðurkenni brot sín en hann skuldi þó meðal annars trúverðugar skýringar á líkamsárásum á stjórnendur. Í viðtali við Fréttablaðið í sumar sagði Róbert að hann væri ekki í starfi sem forstjóri ef þessar ásakanir væru sannar. Halldór segir að blaðamenn visir.is hafi verið fengnir til að birta frétt um samsæriskenningu Róberts vegna persónulegra viðskipta fyrir sex árum síðan. Hann segir fréttina í öllum aðalatriðum ranga og byggða á órökstuttum vangaveltum og sé í raun „púðurskot“ úr smiðju Róberts Wessman. „Ég held það komi nú fáum á óvart að Róbert beiti sérkennilegum samsæriskenningum við að klekkja á meintum óvildarmönnum. En ég er hugsi yfir því að ritstjórn visir.is samþykki að birta slíkt slúður og að fjölmiðlar hafi svona mikinn áhuga á mínum persónulegum fjármálum. Ég hef orðið var við þennan rógburð undanfarna mánuði og því virðist hafa verið markvisst dreift til fjölmiðla og fyrrverandi samstarfsmanna. Það er því kærkomið að fá að leiðrétta þessa vitleysu. Viðskipti mín fyrir sex árum hafa nákvæmlega ekkert með óvildarmenn Róberts að gera, heldur tengjast þau einum af mörgum fjárfestingaverkefnum mínum í gegnum árin. Þá upplýsi ég ennfremur að umrædd viðskipti tengjast ekki beint heimili fjölskyldu minnar, heldur ótengdu verkefni. Því verkefni er ólokið enda um langtíma fjárfestingu að ræða. Uppgjör eigna og skulda því tengt hefur ekki átt sér stað. Ég hef nú þegar boðið ritstjóra visir.is að sjá öll gögn sem tengjast umræddum viðskiptum. Að lokum vill ég árétta að ágreiningur minn við Róbert hafa ekkert með meinta óvildarmenn hans að gera. Eftir 18 ára samstarf gat ég ekki lengur horft upp á ósæmilega hegðun Róberts gagnvart nánasta samstarfsfólki. Ég hafði byggt upp alþjóðlega ímynd af Róbert sem ég taldi ákjósanlega og passaði við þau vörumerki sem ég hafði skapað hjá Actavis, Alvogen og Alvotech. Eftir morðhótanir, „kýlingarleiki“ og aðra ósæmilega hegðun undir áhrifum áfengis, rann smám saman upp fyrir mér að ég hafði í rauninni skapað „falsa“ ímynd. Samviskan var farin að naga mig. Ég taldi mig ekki eiga annan kost en að upplýsa stjórnir Alvogen og Alvotech um málavexti. Það var ákvörðun Róberts að opna málið í fjölmiðlum í stað þess að leysa það innanhúss og nú kemur enn eitt „púðurskotið“. Allt virðist þetta gert til að freista þess að tengja meinta óvildarmenn við sex ára gömul viðskipti, skuldabréf á fasteign eða fjármögnun á lögfræðikostnaði. Það er auðvitað fjarstæðukennt og á sér enga stoð í raunveruleikanum. Ég hef ekki fengið fjárhagslega aðstoð af neinum toga vegna lögfræðikostnaðar bara þannig að því sé haldið til haga og öðrum atriðum hef ég svarað hér að ofan. Fyrst Róbert er farinn að deila upplýsingum með fjölmiðlum – þá skora ég á hann að gera hreint fyrir sínum dyrum. Þöggun og gerendameðvirkni innan fyrirtækjanna má ekki festast í sessi. Það segir sig sjálft að fólk getur ekki átt á hættu að verða fyrir líkamlegu ofbeldi í vinnunni eða þeim sagt upp störfum um miðjar nætur. Starfsmenn, viðskiptavinir og hluthafar eiga einfaldlega betra skilið.“ Halldór segist hafa vitað af „spæjara“ Róberts í London í júní þegar hann hafi átt fund með breskum lögmanni sínum. „Auðvitað sjálfsagt mál ef fjölmiðlar vilja birta myndir af mér á fundum með óvildarmönnum Róberts en þetta er auðvitað löngu eftir að ég hætti sem framkvæmdastjóri hjá fyrirtækjunum og ekkert leyndarmál. Ég get einnig líka upplýst að ég hef hitt og átt í samskiptum við fjölmarga aðra óvildarmenn Róberts eftir að ég lauk störfum. Björgólf Thor Björgólfsson hef ég einnig átt samskipti við og það hefur aldrei verið neitt leyndarmál. Hann upplýsti mig meðal annars um brottrekstur Róberts úr starfi forstjóra Actavis, vegna ósæmilegrar hegðunar og alvarlegs rekstrarvanda fyrirtækisins.“
Deilur Halldórs Kristmannssonar og Róberts Wessman Dómsmál Húsnæðismál Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Dularfull fjármögnun dýrasta húss á Íslandi Halldór Kristmannsson hefur sett hús sitt við Sunnuflöt 48 í Garðabæ á sölu. Höll. Ef Halldór fær viðunandi tilboð má búast við því að þar fari dýrasta hús Íslandssögunnar. Enda um glæsilega lúxusvillu að ræða sem vart á sér hliðstæðu hér á landi. 16. nóvember 2021 07:57 Uppljóstrarinn Halldór selur höll sína í Garðabæ Halldór Kristmannsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Alvogen, hefur sett höll sína í Garðabæ á sölu. 5. nóvember 2021 15:17 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Dularfull fjármögnun dýrasta húss á Íslandi Halldór Kristmannsson hefur sett hús sitt við Sunnuflöt 48 í Garðabæ á sölu. Höll. Ef Halldór fær viðunandi tilboð má búast við því að þar fari dýrasta hús Íslandssögunnar. Enda um glæsilega lúxusvillu að ræða sem vart á sér hliðstæðu hér á landi. 16. nóvember 2021 07:57
Uppljóstrarinn Halldór selur höll sína í Garðabæ Halldór Kristmannsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Alvogen, hefur sett höll sína í Garðabæ á sölu. 5. nóvember 2021 15:17