Fjöldi daglegra smita hefur lækkað í Færeyjum síðustu daga, en á sunnudaginn greindust alls 27 manns.
Rúmlega fjögur hundruð eru nú í einangrun í Færeyjum og þá eru fimm inniliggjandi á sjúkrahúsi vegna Covid-19. Enginn er þó á gjörgæslu.
Frá upphafi faraldursins hafa tæplega þrjú þúsund greinst með kórónuveiruna í Færeyjum.
