Tryggingagjaldið er barn síns tíma! Bergvin Eyþórsson skrifar 15. nóvember 2021 10:01 Samkvæmt lögum nr. 113/1990, um tryggingagjald er gjaldinu ætlað að fjármagna ákveðna þætti sem eiga það að mestu sammerkt að verja fyrir tekjufalli vinnandi fólk og þá sem fallið hafa út af vinnumarkaði vegna óvinnufærni. Undir þetta falla til dæmis starfsendurhæfingarsjóðir, Atvinnuleysistryggingasjóður, Fæðingarorlofssjóður, TR og fleira, auk framlags til lífeyrissjóða til að jafna örorkubyrði. Við getum öll verið sammála um að þessa þætti verður að tryggja örugga fjármögnun því að í siðuðu samélagi er samstaða um að styðja verði við fólk sem fellur út af vinnumarkaði, hvort sem það er vegna heilsuleysis, fæðingar barns eða atvinnuleysis. Tilgangur atvinnulífsins fyrir þjóðfélagið Lífskjör okkar byggjast á framleiðslu og verðmætasköpun og hlutverk atvinnulífsins er að tryggja öllum landsmönnum mannsæmandi kjör og ekki bara sumum, heldur öllum. Eflaust hefur það verið þess vegna sem tryggingagjaldið var lagt á fyrirtækin sem skattstofn byggður á launagreiðslum, enda þurftu öll fyrirtæki mannafl til að geta þrifist og dafnað. Afleiðingar tækniþróunar undanfarinna ára Með aukinni tæknivæðingu hafa störf verið að breytast og sjálfvirknivæðing tekið við mörgum verkþáttum sem mannshöndin hefur unnið. Þessi þróun er í fullum gangi. Fjársterkir aðilar í atvinnurekstri kaupa dýran búnaði til að leysa mannaflið af og ná oft fram mikilli hagræðingu í rekstri með því, meðan minni fyrirtæki hafa ekki burði til þess og byggja rekstur sinn áfram fyrst og fremst á mannafli. Afleiðingin er sú að fjársterkari fyrirtækin „kaupa sér leið“ fram hjá mannaflaþörf og um leið undan greiðslu fulls tryggingagjalds. Eru þessar byrðar lagðar á réttar herðar? Á vef skattsins stendur að tryggingagjald teljist til launatengdra gjalda. Það veldur því að vegna kostnaðar verður letjandi fyrir atvinnurekendur að vera með margt fólk í vinnu. En hvers vegna er tryggingagjaldið lagt á launatengd gjöld? Eflaust hefur, þegar ákveðið var að hafa það þannig, verið litið svo á að um réttláta skiptingu skattbyrði væri að ræða. En það er það svo sannarlega ekki lengur. Lagfærum skekkjuna Eins og fram hefur komið greiða stóru fyrirtækin í raun lægri skatt vegna fjárhagslegs styrkleika síns og sjálfvirknivæðingar og byrðunum er þannig velt á minni fyrirtækin sem þurfa á mannafli að halda og mega ekki við auknum álögum. Ef við leggjum tryggingagjaldið niður í núverandi mynd breytist staða fyrirtækja þannig að launakostnaður verður raun-launakostnaður í stað þess að vera launakostnaður auk skatts eins og það er í dag. Við verðum að létta álögum á minni fyrirtækin. Tryggingagjaldið þarf að leggja niður í núverandi mynd og fjármagna þá þætti sem tryggingagjaldið stendur undir með annars konar skattheimtu, sem á að vera og verður að vera þannig að þannig að þeir sem hafa til þess mesta fjárhagslega burði greiði skattinn. Gerum skattheimtuna réttlátari! Leggjum tryggingagjaldið niður! Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Samkvæmt lögum nr. 113/1990, um tryggingagjald er gjaldinu ætlað að fjármagna ákveðna þætti sem eiga það að mestu sammerkt að verja fyrir tekjufalli vinnandi fólk og þá sem fallið hafa út af vinnumarkaði vegna óvinnufærni. Undir þetta falla til dæmis starfsendurhæfingarsjóðir, Atvinnuleysistryggingasjóður, Fæðingarorlofssjóður, TR og fleira, auk framlags til lífeyrissjóða til að jafna örorkubyrði. Við getum öll verið sammála um að þessa þætti verður að tryggja örugga fjármögnun því að í siðuðu samélagi er samstaða um að styðja verði við fólk sem fellur út af vinnumarkaði, hvort sem það er vegna heilsuleysis, fæðingar barns eða atvinnuleysis. Tilgangur atvinnulífsins fyrir þjóðfélagið Lífskjör okkar byggjast á framleiðslu og verðmætasköpun og hlutverk atvinnulífsins er að tryggja öllum landsmönnum mannsæmandi kjör og ekki bara sumum, heldur öllum. Eflaust hefur það verið þess vegna sem tryggingagjaldið var lagt á fyrirtækin sem skattstofn byggður á launagreiðslum, enda þurftu öll fyrirtæki mannafl til að geta þrifist og dafnað. Afleiðingar tækniþróunar undanfarinna ára Með aukinni tæknivæðingu hafa störf verið að breytast og sjálfvirknivæðing tekið við mörgum verkþáttum sem mannshöndin hefur unnið. Þessi þróun er í fullum gangi. Fjársterkir aðilar í atvinnurekstri kaupa dýran búnaði til að leysa mannaflið af og ná oft fram mikilli hagræðingu í rekstri með því, meðan minni fyrirtæki hafa ekki burði til þess og byggja rekstur sinn áfram fyrst og fremst á mannafli. Afleiðingin er sú að fjársterkari fyrirtækin „kaupa sér leið“ fram hjá mannaflaþörf og um leið undan greiðslu fulls tryggingagjalds. Eru þessar byrðar lagðar á réttar herðar? Á vef skattsins stendur að tryggingagjald teljist til launatengdra gjalda. Það veldur því að vegna kostnaðar verður letjandi fyrir atvinnurekendur að vera með margt fólk í vinnu. En hvers vegna er tryggingagjaldið lagt á launatengd gjöld? Eflaust hefur, þegar ákveðið var að hafa það þannig, verið litið svo á að um réttláta skiptingu skattbyrði væri að ræða. En það er það svo sannarlega ekki lengur. Lagfærum skekkjuna Eins og fram hefur komið greiða stóru fyrirtækin í raun lægri skatt vegna fjárhagslegs styrkleika síns og sjálfvirknivæðingar og byrðunum er þannig velt á minni fyrirtækin sem þurfa á mannafli að halda og mega ekki við auknum álögum. Ef við leggjum tryggingagjaldið niður í núverandi mynd breytist staða fyrirtækja þannig að launakostnaður verður raun-launakostnaður í stað þess að vera launakostnaður auk skatts eins og það er í dag. Við verðum að létta álögum á minni fyrirtækin. Tryggingagjaldið þarf að leggja niður í núverandi mynd og fjármagna þá þætti sem tryggingagjaldið stendur undir með annars konar skattheimtu, sem á að vera og verður að vera þannig að þannig að þeir sem hafa til þess mesta fjárhagslega burði greiði skattinn. Gerum skattheimtuna réttlátari! Leggjum tryggingagjaldið niður! Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands.
Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun