Séð um bleiuskipti þrátt fyrir meint kynferðisbrot gegn barni Eiður Þór Árnason skrifar 14. nóvember 2021 22:10 Leikskólinn Sælukot er rekinn af Ananda Marga samtökunum. Já.is Fyrrverandi starfsmenn leikskólans Sælukots í Reykjavík og aðstandendur barna sem hafa dvalið þar krefjast þess að leikskólanum verði tafarlaust lokað og róttækar breytingar gerðar á starfsháttum. Verulegir vankantar eru sagðir vera á aðbúnaði barna á leikskólanum og telur hópurinn að rekstur leikskólans geti vart staðist lög. „Eins og sakir standa lítum við svo á að börnin séu í hættu hvern dag,“ segir í bréfi til yfirvalda sem fimmtán fyrrverandi starfsmenn og aðstandendur skrifa undir. Þeirra á meðal er fyrrverandi leikskólastjóri Sælukots. Gagnrýnir hópurinn Reykjavíkurborg harðlega fyrir aðgerðaleysi í málefnum leikskólans. Gagnrýnir hópurinn meðal annars hvernig stjórnendur leikskólans brugðust við þegar starfsmaður var sakaður um kynferðisbrot gegn einu barnanna. „Þrátt fyrir ásakanirnar var hann oft látinn vera einn með börnunum, meðal annars til þess að skipta á þeim.“ Þá hafi aðrir starfsmenn ekki verið upplýstir um málið fyrr en það birtist í fjölmiðlum löngu síðar. Börn sögð eftirlitslaus og brotið á starfsmönnum Slysatíðni barna er sögð óvenjuhá á Sælukoti „vegna vangetu starfsmanna til að sinna þeim“ þar sem of mörg börn séu á hvern starfsmann. Reglulega sé einn starfsmaður með hóp barna og dæmi um að ung börn hafi verið skilin eftir eftirlitslaus þegar starfsmaður þurfi að skipta á barni í öðru rými. Þá er staðhæft að matur sé oft af skornum skammti, bæði fyrir börn og starfsmenn, og börn fái mjólkurafurðir þrátt fyrir að þau sýni ofnæmisviðbrögð og skólinn sé auglýstur sem vegan leikskóli. Bréfið er meðal annars stílað á mennta- og menningarmálaráðuneytið, félags- og barnamálaráðherra, barnavernd Reykjavíkur, Barnaverndarstofu og Umboðsmann barna. Þar segir að starfsmenn leikskólans hafi á síðustu árum komið kvörtuðum áleiðis til Kumari Kundan Singh, rekstraraðila skólans og setið fundi með henni. Til að mynda hafi meginþorri starfsmanna skrifað undir bréf til Singh í maí síðastliðnum þar sem verulegum áhyggjum var lýst. Þá hafi starfsmenn leitað ítrekað með kvartanir sínar til Reykjavíkurborgar og fyrrverandi leikskólastjóri Sælukots fundað með skóla- og frístundarsviði Reykjavíkurborgar um stöðuna á leikskólanum. Þar lýsti hann yfir þungum áhyggjum af börnum og starfsfólki leikskólans. Enginn leikskólakennari sagður starfandi Leikskólastjórinn fyrrverandi hóf störf í ágúst 2020 og segir að fljótlega hafi ekki verið hægt að koma einföldustu skilaboðum áleiðis til rekstraraðila án árekstra. Honum var sagt fyrirvaralaust upp eftir áðurnefnt bréf starfsmanna. „Þó svo að ég ætti að heita leikskólastjóri voru orð mín oftar en ekki hundsuð og lítið gert úr þeim. Auk þess var ýmsum málum haldið frá mér eða ég ekki sett inn í þau.“ Þá bætir hann við að faglegt starf hafi verið í lágmarki, námsskrá í skötulíki og enginn leikskólakennari starfandi á meðan hann starfaði þar. Leikskólastjórinn hafi auk þess einungis verið ráðinn í 40 prósenta starfshlutfall. Skólinn er rekinn af indverskum samtökum sem kallast Ananda Marga og kenna sig einna helst við húmanisma. Í bréfinu er hreinlæti og sóttvarnir sagt ábótavant á leikskólanum, og brotið sé á kjarasamningum starfsmanna. Enginn starfsmannaaðstaða sé til staðar og nýjum starfsmönnum veitt lítil sem engin starfsþjálfun. Skólinn sé ekki rekinn samkvæmt íslenskri skólastefnu eða aðalnámskrá leikskóla. Núverandi leikskólastjóri Sælukots gat ekki tjáð sig um málefni leikskólans að svo stöddu þegar eftir því var leitað. Skóla - og menntamál Reykjavík Ofbeldi gegn börnum Leikskólar Starfsemi Sælukots Tengdar fréttir Starfsmaður á Sælukoti sakaður um ofbeldi gegn barni Starfsmaður á leikskólanum Sælukoti í Reykjavík hefur verið sakaður um ofbeldi í garð barns við skólann. Þetta staðfestir María Ösp Ómarsdóttir leikskólastjóri Sælukots í samtali við fréttastofu en hún veit ekki til þess að málið hafi verið kært til lögreglu. 18. ágúst 2021 13:16 Mest lesið Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira
„Eins og sakir standa lítum við svo á að börnin séu í hættu hvern dag,“ segir í bréfi til yfirvalda sem fimmtán fyrrverandi starfsmenn og aðstandendur skrifa undir. Þeirra á meðal er fyrrverandi leikskólastjóri Sælukots. Gagnrýnir hópurinn Reykjavíkurborg harðlega fyrir aðgerðaleysi í málefnum leikskólans. Gagnrýnir hópurinn meðal annars hvernig stjórnendur leikskólans brugðust við þegar starfsmaður var sakaður um kynferðisbrot gegn einu barnanna. „Þrátt fyrir ásakanirnar var hann oft látinn vera einn með börnunum, meðal annars til þess að skipta á þeim.“ Þá hafi aðrir starfsmenn ekki verið upplýstir um málið fyrr en það birtist í fjölmiðlum löngu síðar. Börn sögð eftirlitslaus og brotið á starfsmönnum Slysatíðni barna er sögð óvenjuhá á Sælukoti „vegna vangetu starfsmanna til að sinna þeim“ þar sem of mörg börn séu á hvern starfsmann. Reglulega sé einn starfsmaður með hóp barna og dæmi um að ung börn hafi verið skilin eftir eftirlitslaus þegar starfsmaður þurfi að skipta á barni í öðru rými. Þá er staðhæft að matur sé oft af skornum skammti, bæði fyrir börn og starfsmenn, og börn fái mjólkurafurðir þrátt fyrir að þau sýni ofnæmisviðbrögð og skólinn sé auglýstur sem vegan leikskóli. Bréfið er meðal annars stílað á mennta- og menningarmálaráðuneytið, félags- og barnamálaráðherra, barnavernd Reykjavíkur, Barnaverndarstofu og Umboðsmann barna. Þar segir að starfsmenn leikskólans hafi á síðustu árum komið kvörtuðum áleiðis til Kumari Kundan Singh, rekstraraðila skólans og setið fundi með henni. Til að mynda hafi meginþorri starfsmanna skrifað undir bréf til Singh í maí síðastliðnum þar sem verulegum áhyggjum var lýst. Þá hafi starfsmenn leitað ítrekað með kvartanir sínar til Reykjavíkurborgar og fyrrverandi leikskólastjóri Sælukots fundað með skóla- og frístundarsviði Reykjavíkurborgar um stöðuna á leikskólanum. Þar lýsti hann yfir þungum áhyggjum af börnum og starfsfólki leikskólans. Enginn leikskólakennari sagður starfandi Leikskólastjórinn fyrrverandi hóf störf í ágúst 2020 og segir að fljótlega hafi ekki verið hægt að koma einföldustu skilaboðum áleiðis til rekstraraðila án árekstra. Honum var sagt fyrirvaralaust upp eftir áðurnefnt bréf starfsmanna. „Þó svo að ég ætti að heita leikskólastjóri voru orð mín oftar en ekki hundsuð og lítið gert úr þeim. Auk þess var ýmsum málum haldið frá mér eða ég ekki sett inn í þau.“ Þá bætir hann við að faglegt starf hafi verið í lágmarki, námsskrá í skötulíki og enginn leikskólakennari starfandi á meðan hann starfaði þar. Leikskólastjórinn hafi auk þess einungis verið ráðinn í 40 prósenta starfshlutfall. Skólinn er rekinn af indverskum samtökum sem kallast Ananda Marga og kenna sig einna helst við húmanisma. Í bréfinu er hreinlæti og sóttvarnir sagt ábótavant á leikskólanum, og brotið sé á kjarasamningum starfsmanna. Enginn starfsmannaaðstaða sé til staðar og nýjum starfsmönnum veitt lítil sem engin starfsþjálfun. Skólinn sé ekki rekinn samkvæmt íslenskri skólastefnu eða aðalnámskrá leikskóla. Núverandi leikskólastjóri Sælukots gat ekki tjáð sig um málefni leikskólans að svo stöddu þegar eftir því var leitað.
Skóla - og menntamál Reykjavík Ofbeldi gegn börnum Leikskólar Starfsemi Sælukots Tengdar fréttir Starfsmaður á Sælukoti sakaður um ofbeldi gegn barni Starfsmaður á leikskólanum Sælukoti í Reykjavík hefur verið sakaður um ofbeldi í garð barns við skólann. Þetta staðfestir María Ösp Ómarsdóttir leikskólastjóri Sælukots í samtali við fréttastofu en hún veit ekki til þess að málið hafi verið kært til lögreglu. 18. ágúst 2021 13:16 Mest lesið Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira
Starfsmaður á Sælukoti sakaður um ofbeldi gegn barni Starfsmaður á leikskólanum Sælukoti í Reykjavík hefur verið sakaður um ofbeldi í garð barns við skólann. Þetta staðfestir María Ösp Ómarsdóttir leikskólastjóri Sælukots í samtali við fréttastofu en hún veit ekki til þess að málið hafi verið kært til lögreglu. 18. ágúst 2021 13:16