Innlent

Sendur í leyfi vegna á­sakana um kyn­ferðis­lega á­reitni

Eiður Þór Árnason skrifar
Málið er nú til skoðunar hjá mannauðsdeild Landspítalans. 
Málið er nú til skoðunar hjá mannauðsdeild Landspítalans.  Vísir/Vilhelm

Læknir á Landspítalanum hefur verið sendur í leyfi vegna ásakana um kynferðislega áreitni. Mannauðsdeild spítalans rannsakar nú málið og á meðan hefur ásökunum á hendur lækninum fjölgað.

RÚV greinir frá þessu og segir að um þrjú ár séu frá því að hegðunin sem er til skoðunar hjá mannauðsdeildinni hófst. Formleg kvörtun hafi borist stjórnendum spítalans frá kvenkyns lækni fyrir um ári síðan. Í kjölfarið hafi verið rætt við vitni og lækninum veitt skrifleg áminning.

Fréttastofa RÚV hefur heimildir fyrir því að fleiri en ein kona á spítalanum hafi kvartað undan kynferðislegri áreitni læknisins. Til að mynda hafi stjórnendum borist upplýsingar um óviðeigandi myndsendingar hans til kvenkyns samstarfsmanna. Í kjölfarið hafi læknirinn verið sendur í leyfi á meðan rannsókn yrði haldið áfram en honum hefur ekki verið sagt upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×