Innlent

Tak­markanir dragi úr miklu á­lagi á lög­reglu

Árni Sæberg skrifar
Jóhann Karl Þórisson er aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Jóhann Karl Þórisson er aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Jóhann

Töluverður erill var hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gær og í nótt. Lögreglan telur samt sem áður að draga muni úr álagi á lögreglumenn með breyttum opnunartíma skemmtistaða.

Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir lögreglu hafa tekið eftir miklum mun á staðsetningu og eðli útkalla fyrir og eftir miðnætti í gær. Fyrir miðnætti var erill í miðbænum en eftir miðnætti var meira um hávaðaútköll í úthverfum.

 „Eftir því sem opið er lengur í miðborginni þá er bara oft og tíðum svo mikið að gera að við eigum ekki bíla í næstu útköll. Um leið og það er opið skemmra þá minnkar álagið,“ segir Jóhann Karl. Hann bætir þó við að hávaðaútköllum fjölgi umtalsvert.

Aðspurður hvort lögreglumenn fagni styttum opnunartíma í miðbænum segir Jóhann Karl alveg ljóst að minna sé að gera hjá lögreglumönnum þegar skemmtanalífinu eru settar þröngar skorður. Það séu þó ekki einungis lögreglumenn sem græði á því.

„Þegar mikið er að gera og opið er lengi í miðborginni þá ráðum við varla við að fara á milli útkalla. Þá þurfa útköll að bíða, við þurfum að forgangsraða  útköllum. Það getur verið að þú óskir eftir lögreglu og hún komi seint eða jafnvel aldrei til þín,“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×