Lýsa hóflegri bjartsýni yfir sameiginlegri yfirlýsingu Bandaríkjanna og Kína Gunnar Reynir Valþórsson og Kjartan Kjartansson skrifa 11. nóvember 2021 07:05 Leiðtogarnir hyggjast ræða saman á Zoom-fundi. Loftslagsaðgerðarsinnar og leiðtogar annarra ríkja hafa tekið fregnum af sameiginlegri yfirlýsingu Bandaríkjamanna og Kínverja vel en með varfærni þó. Í gær kom óvænt yfirlýsing frá þjóðunum tveimur inn á COP26 ráðstefnuna í Glasgow þar sem þær heita því að vinna sameiginlega að því að halda hlýnun jarðar innan við 1,5 gráðu líkt og Parísarsamkomulagið gerir ráð fyrir. Þessar tvær þjóðir eru ábyrgar fyrir um 40 prósentum af öllum koltvísýringi sem sleppur út í andrúmsloftið og því skipta ákvarðanir þeirra miklu máli. Að auki hafa samskipti ríkjanna ekki verið með besta móti síðustu ár og því kom það mörgum á óvart að þau séu nú tilbúin til að slíðra sverðin til að takast á við vandann. Búist er við því að Joe Biden forseti Bandaríkjanna og Xi Jinping, forseti Kína, hittist á Zoom-fundi jafnvel strax í næstu viku til að ræða þessi mál betur. Antonio Guterres framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sagði yfirlýsinguna skref í rétta átt og undir það tekur yfirmaður ESB í loftslagsmálum, Frans Timmermans. Samkomlag stórveldanna kveður á um að þau auki samvinnu sína og hraði aðgerðum til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda til að mæta markmiðum Parísarsamkomulagsins. Kínversk stjórnvöld samþykktu jafnframt í fyrsta skipti á taka á leka metangass. Ríkin tvö ætla að deila tækni til þess að koma í veg fyrir losun metans sem er enn öflugri gróðurhúsalofttegund en koltvísýringur en skammlífari í andrúmsloftinu. Bæði ríki ætla að uppfæra landsmarkmið sín um samdrátt í losun fyrir árið 2035 eftir fjögur ár. Kínastjórn ætlar ennfremur að gera sitt besta til að hraða áformum um að draga úr kolanotku á seinni helmingi þessa áratugs, að sögn AP-fréttastofunnar. Yfirlýsing ríkjanna kom mörgum á óvart í gær. Þau hafa eldað grátt silfur saman vegna ýmissa mála að undanförnu. Joe Biden Bandaríkjaforseti skaut meðal annars á Xi Jinping, forseta Kína, og Vladímír Pútín, forseta Rússlands, fyrir að þeir mættu ekki á loftslagsráðstefnuna í síðustu viku. „Þetta gagnast ekki aðeins löndunum okkar tveimur heldur öllum heiminum, að tvö stórveldi í heiminum, Kína og Bandaríkin, axli sérstaklega alþjóðlega ábyrgð og skyldur,“ sagði Xie Zhenhua, sendifulltrúi Kína á loftslagsráðstefnunni. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Bandaríkin Kína Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira
Þessar tvær þjóðir eru ábyrgar fyrir um 40 prósentum af öllum koltvísýringi sem sleppur út í andrúmsloftið og því skipta ákvarðanir þeirra miklu máli. Að auki hafa samskipti ríkjanna ekki verið með besta móti síðustu ár og því kom það mörgum á óvart að þau séu nú tilbúin til að slíðra sverðin til að takast á við vandann. Búist er við því að Joe Biden forseti Bandaríkjanna og Xi Jinping, forseti Kína, hittist á Zoom-fundi jafnvel strax í næstu viku til að ræða þessi mál betur. Antonio Guterres framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sagði yfirlýsinguna skref í rétta átt og undir það tekur yfirmaður ESB í loftslagsmálum, Frans Timmermans. Samkomlag stórveldanna kveður á um að þau auki samvinnu sína og hraði aðgerðum til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda til að mæta markmiðum Parísarsamkomulagsins. Kínversk stjórnvöld samþykktu jafnframt í fyrsta skipti á taka á leka metangass. Ríkin tvö ætla að deila tækni til þess að koma í veg fyrir losun metans sem er enn öflugri gróðurhúsalofttegund en koltvísýringur en skammlífari í andrúmsloftinu. Bæði ríki ætla að uppfæra landsmarkmið sín um samdrátt í losun fyrir árið 2035 eftir fjögur ár. Kínastjórn ætlar ennfremur að gera sitt besta til að hraða áformum um að draga úr kolanotku á seinni helmingi þessa áratugs, að sögn AP-fréttastofunnar. Yfirlýsing ríkjanna kom mörgum á óvart í gær. Þau hafa eldað grátt silfur saman vegna ýmissa mála að undanförnu. Joe Biden Bandaríkjaforseti skaut meðal annars á Xi Jinping, forseta Kína, og Vladímír Pútín, forseta Rússlands, fyrir að þeir mættu ekki á loftslagsráðstefnuna í síðustu viku. „Þetta gagnast ekki aðeins löndunum okkar tveimur heldur öllum heiminum, að tvö stórveldi í heiminum, Kína og Bandaríkin, axli sérstaklega alþjóðlega ábyrgð og skyldur,“ sagði Xie Zhenhua, sendifulltrúi Kína á loftslagsráðstefnunni.
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Bandaríkin Kína Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira