Lýsa hóflegri bjartsýni yfir sameiginlegri yfirlýsingu Bandaríkjanna og Kína Gunnar Reynir Valþórsson og Kjartan Kjartansson skrifa 11. nóvember 2021 07:05 Leiðtogarnir hyggjast ræða saman á Zoom-fundi. Loftslagsaðgerðarsinnar og leiðtogar annarra ríkja hafa tekið fregnum af sameiginlegri yfirlýsingu Bandaríkjamanna og Kínverja vel en með varfærni þó. Í gær kom óvænt yfirlýsing frá þjóðunum tveimur inn á COP26 ráðstefnuna í Glasgow þar sem þær heita því að vinna sameiginlega að því að halda hlýnun jarðar innan við 1,5 gráðu líkt og Parísarsamkomulagið gerir ráð fyrir. Þessar tvær þjóðir eru ábyrgar fyrir um 40 prósentum af öllum koltvísýringi sem sleppur út í andrúmsloftið og því skipta ákvarðanir þeirra miklu máli. Að auki hafa samskipti ríkjanna ekki verið með besta móti síðustu ár og því kom það mörgum á óvart að þau séu nú tilbúin til að slíðra sverðin til að takast á við vandann. Búist er við því að Joe Biden forseti Bandaríkjanna og Xi Jinping, forseti Kína, hittist á Zoom-fundi jafnvel strax í næstu viku til að ræða þessi mál betur. Antonio Guterres framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sagði yfirlýsinguna skref í rétta átt og undir það tekur yfirmaður ESB í loftslagsmálum, Frans Timmermans. Samkomlag stórveldanna kveður á um að þau auki samvinnu sína og hraði aðgerðum til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda til að mæta markmiðum Parísarsamkomulagsins. Kínversk stjórnvöld samþykktu jafnframt í fyrsta skipti á taka á leka metangass. Ríkin tvö ætla að deila tækni til þess að koma í veg fyrir losun metans sem er enn öflugri gróðurhúsalofttegund en koltvísýringur en skammlífari í andrúmsloftinu. Bæði ríki ætla að uppfæra landsmarkmið sín um samdrátt í losun fyrir árið 2035 eftir fjögur ár. Kínastjórn ætlar ennfremur að gera sitt besta til að hraða áformum um að draga úr kolanotku á seinni helmingi þessa áratugs, að sögn AP-fréttastofunnar. Yfirlýsing ríkjanna kom mörgum á óvart í gær. Þau hafa eldað grátt silfur saman vegna ýmissa mála að undanförnu. Joe Biden Bandaríkjaforseti skaut meðal annars á Xi Jinping, forseta Kína, og Vladímír Pútín, forseta Rússlands, fyrir að þeir mættu ekki á loftslagsráðstefnuna í síðustu viku. „Þetta gagnast ekki aðeins löndunum okkar tveimur heldur öllum heiminum, að tvö stórveldi í heiminum, Kína og Bandaríkin, axli sérstaklega alþjóðlega ábyrgð og skyldur,“ sagði Xie Zhenhua, sendifulltrúi Kína á loftslagsráðstefnunni. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Bandaríkin Kína Mest lesið Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Erlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira
Þessar tvær þjóðir eru ábyrgar fyrir um 40 prósentum af öllum koltvísýringi sem sleppur út í andrúmsloftið og því skipta ákvarðanir þeirra miklu máli. Að auki hafa samskipti ríkjanna ekki verið með besta móti síðustu ár og því kom það mörgum á óvart að þau séu nú tilbúin til að slíðra sverðin til að takast á við vandann. Búist er við því að Joe Biden forseti Bandaríkjanna og Xi Jinping, forseti Kína, hittist á Zoom-fundi jafnvel strax í næstu viku til að ræða þessi mál betur. Antonio Guterres framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sagði yfirlýsinguna skref í rétta átt og undir það tekur yfirmaður ESB í loftslagsmálum, Frans Timmermans. Samkomlag stórveldanna kveður á um að þau auki samvinnu sína og hraði aðgerðum til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda til að mæta markmiðum Parísarsamkomulagsins. Kínversk stjórnvöld samþykktu jafnframt í fyrsta skipti á taka á leka metangass. Ríkin tvö ætla að deila tækni til þess að koma í veg fyrir losun metans sem er enn öflugri gróðurhúsalofttegund en koltvísýringur en skammlífari í andrúmsloftinu. Bæði ríki ætla að uppfæra landsmarkmið sín um samdrátt í losun fyrir árið 2035 eftir fjögur ár. Kínastjórn ætlar ennfremur að gera sitt besta til að hraða áformum um að draga úr kolanotku á seinni helmingi þessa áratugs, að sögn AP-fréttastofunnar. Yfirlýsing ríkjanna kom mörgum á óvart í gær. Þau hafa eldað grátt silfur saman vegna ýmissa mála að undanförnu. Joe Biden Bandaríkjaforseti skaut meðal annars á Xi Jinping, forseta Kína, og Vladímír Pútín, forseta Rússlands, fyrir að þeir mættu ekki á loftslagsráðstefnuna í síðustu viku. „Þetta gagnast ekki aðeins löndunum okkar tveimur heldur öllum heiminum, að tvö stórveldi í heiminum, Kína og Bandaríkin, axli sérstaklega alþjóðlega ábyrgð og skyldur,“ sagði Xie Zhenhua, sendifulltrúi Kína á loftslagsráðstefnunni.
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Bandaríkin Kína Mest lesið Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Erlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira