Hafa beint því til grunnskóla að loka börn ekki inni í „gulum herbergjum" Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 11. nóvember 2021 07:00 Lilja segir ráðuneytið hafa beint því til grunnskóla að vera ekki með svona herbergi í notkun. vísir/vilhelm Umboðsmaður Alþingis telur ljóst að mál sem tengjast frelsissviptingu barna í grunnskólum séu flóknari og víðtækari en almennt hafi verið talið. Menntamálaráðherra segir að afstaða ráðuneytisins sé skýr; það sé ólöglegt að vera með sérstök herbergi í grunnskólum þar sem nemendur séu læstir inni. Umboðsmaður alþingis hóf frumkvæðisathugun sína á þessum málum um miðjan síðasta mánuð. Hann kallaði eftir upplýsingum frá menntamálaráðuneytinu og fjórum sveitarfélögum; Reykjavík, Akureyri, Mosfellsbæ og Hafnarfirði. Gögn hafa borist frá öllum nema Hafnarfirði sem bað um frest fram á miðjan þennan mánuð. Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis, segir nokkuð ljóst að málið krefjist frekari rannsókna af hans hálfu.vísir/vilhelm Í framhaldi verður svo kafað dýpra ofan í þessi mál og fleiri sveitarfélög og einstaka skólar skoðaðir sérstaklega. „Auðvitað hljótum við að spyrja okkur hvort að þeir starfsmenn sem þarna eigi í hlut séu nægilega upplýstir og þekki nægilega þær heimildir sem þeir hafa þá og hafi þá fengið þjálfun í valdbeitingu og þegar hún er heimil, sem er auðvitað innan þröngra marka í grunnskólum,“ segir Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis. Ormagryfjan sem opnaðist Hálfgerð ormagryfja hefur opnast eftir að það komst í fréttir að athugunin væri í gangi hafa margir foreldrar stigið fram og sagt sögur af meðferð á börnum sínum í grunnskólum landsins. Margir foreldrar sem hafa leitað til fréttastofu hafa þó ekki verið tilbúnir til að stíga fram undir nafni, barnanna vegna. „Eftir u.þ.b. 20 mín þá segir A ef þið opnið ekki þá brýt ég rúðuna. Hann taldi upp í 3 og hafði góða pásu á mill, og byrjaði svo að berja í rúðuna." Eitt foreldrið sýndi fréttastofu þessa atvikalýsingu úr skóla í Hafnarfirði síðan í vor þar sem því var lýst hvernig það sem margir skólar kalla „gult herbergi" var notað á son hennar, sem glímir við taugaþroskaröskun og þarf mikinn stuðning í ýmsum aðstæðum. Nöfnum hefur verið skipt út fyrir bókstafi í þessu textabroti þar sem segir meðal annars: „… við ákváðum að taka A og fara með hann í rými sem við höfðum undirbúið til að bregðast við svona aðstæðum. Hann var reiður og æstur á leiðinni og mjög orðljótur við B. Þegar við komum að rýminu settum við A þar inn […] A er mjög reiður og æstur inni í herberginu og við segjum að við komum inn að tala við hann um leið og hann er orðinn rólegur. Þegar við opnum inn þá ræðst hann að okkur og við lokum því aftur. […] Eftir u.þ.b. 20 mín þá segir A ef þið opnið ekki þá brýt ég rúðuna. Hann taldi upp í 3 og hafði góða pásu á mill, og byrjaði svo að berja í rúðuna …“ Drengurinn var þannig lokaður einn inni í herberginu í að minnsta kosti 20 mínútur. Hafa gefið skólum leiðbeiningar Menntamálaráðherra segir að ráðuneytið hafi þegar sent grunnskólum skýr skilaboð um herbergi sem þessi: „Ráðuneytið hefur fjallað um þessi mál og það hefur verið úrskurðað í einu slíku máli. Og þar höfum við sagt að þetta samræmist ekki lögum um grunnskóla.“ Þannig ráðuneytið hefur beinlínis beint því til grunnskóla að vera ekki með svona herbergi? „Já, við höfum gert það.“ Menntamálaráðherra segir ráðuneytið þegar hafa sent skýr skilaboð til grunnskólanna.vísir/vilhelm Umboðsmaður Alþingis Skóla - og menntamál Ofbeldi gegn börnum Grunnskólar Réttindi barna Tengdar fréttir Kennari og starfsmenn skóla kærðir fyrir innilokun barns Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, hefur staðfest að embættið sé að rannsaka mál er varðar ofbeldi gegn barni í skóla á höfuðborgarsvæðinu. 2. nóvember 2021 07:06 Starfsmaður Gerðaskóla grunaður um að hafa beitt barn ofbeldi Lögreglan á Suðurnesjum hefur mál til rannsóknar þar sem starfsmaður Gerðaskóla er grunaður um að hafa beitt barn í skólanum ofbeldi. Móðir barnsins hefur einnig lagt fram kæru á hendur skólanum fyrir að hafa lokað dóttur hennar reglulega inni í litlu rými gegn hennar vilja og án vitundar foreldra. 8. nóvember 2021 12:09 „Frelsi katta skiptir meira máli en frelsissvipting barns“ „Hvers vegna þegir samfélagið yfir ofbeldi gegn barni en brjálast yfir kynferðisofbeldi? Ekki misskilja mig - ég vil að samfélagið brjálist yfir kynferðisofbeldi. En ég vil líka að það brjálist yfir ofbeldi gegn barni af hálfu kennara!!!“ 7. nóvember 2021 14:26 Mest lesið Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Erlent Fleiri fréttir Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Sjá meira
Umboðsmaður alþingis hóf frumkvæðisathugun sína á þessum málum um miðjan síðasta mánuð. Hann kallaði eftir upplýsingum frá menntamálaráðuneytinu og fjórum sveitarfélögum; Reykjavík, Akureyri, Mosfellsbæ og Hafnarfirði. Gögn hafa borist frá öllum nema Hafnarfirði sem bað um frest fram á miðjan þennan mánuð. Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis, segir nokkuð ljóst að málið krefjist frekari rannsókna af hans hálfu.vísir/vilhelm Í framhaldi verður svo kafað dýpra ofan í þessi mál og fleiri sveitarfélög og einstaka skólar skoðaðir sérstaklega. „Auðvitað hljótum við að spyrja okkur hvort að þeir starfsmenn sem þarna eigi í hlut séu nægilega upplýstir og þekki nægilega þær heimildir sem þeir hafa þá og hafi þá fengið þjálfun í valdbeitingu og þegar hún er heimil, sem er auðvitað innan þröngra marka í grunnskólum,“ segir Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis. Ormagryfjan sem opnaðist Hálfgerð ormagryfja hefur opnast eftir að það komst í fréttir að athugunin væri í gangi hafa margir foreldrar stigið fram og sagt sögur af meðferð á börnum sínum í grunnskólum landsins. Margir foreldrar sem hafa leitað til fréttastofu hafa þó ekki verið tilbúnir til að stíga fram undir nafni, barnanna vegna. „Eftir u.þ.b. 20 mín þá segir A ef þið opnið ekki þá brýt ég rúðuna. Hann taldi upp í 3 og hafði góða pásu á mill, og byrjaði svo að berja í rúðuna." Eitt foreldrið sýndi fréttastofu þessa atvikalýsingu úr skóla í Hafnarfirði síðan í vor þar sem því var lýst hvernig það sem margir skólar kalla „gult herbergi" var notað á son hennar, sem glímir við taugaþroskaröskun og þarf mikinn stuðning í ýmsum aðstæðum. Nöfnum hefur verið skipt út fyrir bókstafi í þessu textabroti þar sem segir meðal annars: „… við ákváðum að taka A og fara með hann í rými sem við höfðum undirbúið til að bregðast við svona aðstæðum. Hann var reiður og æstur á leiðinni og mjög orðljótur við B. Þegar við komum að rýminu settum við A þar inn […] A er mjög reiður og æstur inni í herberginu og við segjum að við komum inn að tala við hann um leið og hann er orðinn rólegur. Þegar við opnum inn þá ræðst hann að okkur og við lokum því aftur. […] Eftir u.þ.b. 20 mín þá segir A ef þið opnið ekki þá brýt ég rúðuna. Hann taldi upp í 3 og hafði góða pásu á mill, og byrjaði svo að berja í rúðuna …“ Drengurinn var þannig lokaður einn inni í herberginu í að minnsta kosti 20 mínútur. Hafa gefið skólum leiðbeiningar Menntamálaráðherra segir að ráðuneytið hafi þegar sent grunnskólum skýr skilaboð um herbergi sem þessi: „Ráðuneytið hefur fjallað um þessi mál og það hefur verið úrskurðað í einu slíku máli. Og þar höfum við sagt að þetta samræmist ekki lögum um grunnskóla.“ Þannig ráðuneytið hefur beinlínis beint því til grunnskóla að vera ekki með svona herbergi? „Já, við höfum gert það.“ Menntamálaráðherra segir ráðuneytið þegar hafa sent skýr skilaboð til grunnskólanna.vísir/vilhelm
Umboðsmaður Alþingis Skóla - og menntamál Ofbeldi gegn börnum Grunnskólar Réttindi barna Tengdar fréttir Kennari og starfsmenn skóla kærðir fyrir innilokun barns Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, hefur staðfest að embættið sé að rannsaka mál er varðar ofbeldi gegn barni í skóla á höfuðborgarsvæðinu. 2. nóvember 2021 07:06 Starfsmaður Gerðaskóla grunaður um að hafa beitt barn ofbeldi Lögreglan á Suðurnesjum hefur mál til rannsóknar þar sem starfsmaður Gerðaskóla er grunaður um að hafa beitt barn í skólanum ofbeldi. Móðir barnsins hefur einnig lagt fram kæru á hendur skólanum fyrir að hafa lokað dóttur hennar reglulega inni í litlu rými gegn hennar vilja og án vitundar foreldra. 8. nóvember 2021 12:09 „Frelsi katta skiptir meira máli en frelsissvipting barns“ „Hvers vegna þegir samfélagið yfir ofbeldi gegn barni en brjálast yfir kynferðisofbeldi? Ekki misskilja mig - ég vil að samfélagið brjálist yfir kynferðisofbeldi. En ég vil líka að það brjálist yfir ofbeldi gegn barni af hálfu kennara!!!“ 7. nóvember 2021 14:26 Mest lesið Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Erlent Fleiri fréttir Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Sjá meira
Kennari og starfsmenn skóla kærðir fyrir innilokun barns Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, hefur staðfest að embættið sé að rannsaka mál er varðar ofbeldi gegn barni í skóla á höfuðborgarsvæðinu. 2. nóvember 2021 07:06
Starfsmaður Gerðaskóla grunaður um að hafa beitt barn ofbeldi Lögreglan á Suðurnesjum hefur mál til rannsóknar þar sem starfsmaður Gerðaskóla er grunaður um að hafa beitt barn í skólanum ofbeldi. Móðir barnsins hefur einnig lagt fram kæru á hendur skólanum fyrir að hafa lokað dóttur hennar reglulega inni í litlu rými gegn hennar vilja og án vitundar foreldra. 8. nóvember 2021 12:09
„Frelsi katta skiptir meira máli en frelsissvipting barns“ „Hvers vegna þegir samfélagið yfir ofbeldi gegn barni en brjálast yfir kynferðisofbeldi? Ekki misskilja mig - ég vil að samfélagið brjálist yfir kynferðisofbeldi. En ég vil líka að það brjálist yfir ofbeldi gegn barni af hálfu kennara!!!“ 7. nóvember 2021 14:26
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels