Félagsmiðstöðvar, perlur allra samfélaga Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar 11. nóvember 2021 09:31 Haustið 1998 fékk ég starf í félagsmiðstöðinni Vitanum í Hafnarfirð og ég fann minn vettvang. Sem starfsmaður Vitans fékk ég pláss til að vera ég sjálf og mínir ókostir urðu að kostum. Allar mínar klikkuðu hugmyndir urðu góðar. Öll mín réttlætiskennd fékk útrás, ég fékk listrænt frelsi til að móta allskonar verkefni til að sparka í félagslegt taumhaldið og breyta umræðunni. Ég gat verið eins hávær og ég þurfti, svo hávær að ég endaði í pontu í Bæjarstjórn Hafnarfjarðar og á Alþingi Íslendinga. Í fyrsta sinn á ævi minni var ég ekki of mikið, ekki of hröð, með of sterkar skoðanir, ekki of mikill gaur, talaði ekki of mikið, tók ekki of mikið pláss, var of frek, of hitt og of þetta. Bara allt sem hægt var að vera ,,of“ sem unglingsstelpa á níunda áratugnum var ég - og er eflaust enn í augum margra - en þarna, var ég bara ég. Ég er með ADHD, en fékk ekki greiningu fyrr en sem fullorðin kona, en hún útskýrir margt. Ég virka ekki í boxum, og hið formlega skólakerfi er ein risastór kassalaga babúska. Fyrsta boxið er aðalnámskrá grunn- og framhaldsskóla, svo er smíðað risa box í formi skólabyggingar og inn í skólanum eru minni box sem eru kennslustofurnar og þar fá nemendur og starfsfólk útprentað A4 blað sem er ekkert nema box í formi stundartöflu. Box í boxi í boxi, í boxi. Mörgum líður vel í slíku umhverfi, mörgum ekki. Félagsmiðstöðvar eru litlir demantar í samfélagi okkar þar sem börn og unglingar koma á eigin forsendum með alla sína kosti, leggja þá á borðið og viðbrögðin sem þau fá frá öllu því fagfólki sem þar starfar eru: ,,Þú ert frábær! Hvað viltu gera við alla þessa hæfileika?“ Við manneskjur þráum nefnilega öll að tilheyra og börn og unglingar þurfa stöðugt að fá viðurkenningu og samþykki frá okkur sem eldri erum. Það er ekkert skrýtið eða krefjandi við það. Þannig erum við öll, mismikið, en þetta er grunnþörf hverrar einnar og einustu þeirra 8.000 milljón manneskja sem anda hér á plánetunni Jörð. Í félagsmiðstöð er pláss, í hjörtum starfsfólks og í húsnæðinu sem henni er úthlutað, fyrir alla og ef það kemur í ljós að það er ekki, er unnið að krafti í að búa það til, í samráði og samstarfi við börnin og unglingana sjálfa. Félagsmiðstöðin er þeirra ,,safe space“ þar sem það er alltaf einhver til staðar til að ræða málin, spegla skoðanir, spegla ákvarðanir, fá aðstoð við að keyra hugmyndir sínar í gegn, fá aðstoð við að fá útrás fyrir allri þeirri sköpunarþörf sem í okkur öllum býr. Í félagsmiðstöðinni eru engin box, nema kannski rýmið sem hún er skilgreind innan en hún er ekki með veggi og allur heimurinn er undir. Í félagsmiðstöðinni eru byltingar plottaðar, tillögur mótaðar, réttlætiskenndinni fullnægt með að vera hreyfiafl breytinga í samfélaginu. Í félagsmiðstöðinni eru engar aðrar reglur nema þær að vera almennileg manneskja og virða pláss annarra og bera virðingu fyrir umhverfinu og fólkinu í því. Vönduð félagsmiðstöð telur aldrei hausana sem í hana mæta, heldur horfir í, hverjir það eru sem eru að mæta. Góð félagsmiðstöð gerir góðan skóla enn betri og Ungmennahús sýna í verki að samfélag þess hefur óbilandi trú á ungu fólki og mikilvægi þeirra. Samfélög sem leggja metnað í félagsmiðstöðvarnar sínar, eru góð samfélög þar sem allir fá að blómstra á eigin forsendum. Í vor eru sveitarstjórnarkosningar, hvet alla til að kynna sér stefnu stjórnmálaflokkanna í þeirra sveitarfélagi og einblína sérstaklega á börn og ungt fólk og þann sess sem félagsmiðstöðvar og ungmennahús fá í kosningarloforðum þeirra. Höfundur er deildarstjóri Ungmennahúsa í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Mest lesið Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Að búa til steind getur haft skelfilegar afleiðingar! Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Haustið 1998 fékk ég starf í félagsmiðstöðinni Vitanum í Hafnarfirð og ég fann minn vettvang. Sem starfsmaður Vitans fékk ég pláss til að vera ég sjálf og mínir ókostir urðu að kostum. Allar mínar klikkuðu hugmyndir urðu góðar. Öll mín réttlætiskennd fékk útrás, ég fékk listrænt frelsi til að móta allskonar verkefni til að sparka í félagslegt taumhaldið og breyta umræðunni. Ég gat verið eins hávær og ég þurfti, svo hávær að ég endaði í pontu í Bæjarstjórn Hafnarfjarðar og á Alþingi Íslendinga. Í fyrsta sinn á ævi minni var ég ekki of mikið, ekki of hröð, með of sterkar skoðanir, ekki of mikill gaur, talaði ekki of mikið, tók ekki of mikið pláss, var of frek, of hitt og of þetta. Bara allt sem hægt var að vera ,,of“ sem unglingsstelpa á níunda áratugnum var ég - og er eflaust enn í augum margra - en þarna, var ég bara ég. Ég er með ADHD, en fékk ekki greiningu fyrr en sem fullorðin kona, en hún útskýrir margt. Ég virka ekki í boxum, og hið formlega skólakerfi er ein risastór kassalaga babúska. Fyrsta boxið er aðalnámskrá grunn- og framhaldsskóla, svo er smíðað risa box í formi skólabyggingar og inn í skólanum eru minni box sem eru kennslustofurnar og þar fá nemendur og starfsfólk útprentað A4 blað sem er ekkert nema box í formi stundartöflu. Box í boxi í boxi, í boxi. Mörgum líður vel í slíku umhverfi, mörgum ekki. Félagsmiðstöðvar eru litlir demantar í samfélagi okkar þar sem börn og unglingar koma á eigin forsendum með alla sína kosti, leggja þá á borðið og viðbrögðin sem þau fá frá öllu því fagfólki sem þar starfar eru: ,,Þú ert frábær! Hvað viltu gera við alla þessa hæfileika?“ Við manneskjur þráum nefnilega öll að tilheyra og börn og unglingar þurfa stöðugt að fá viðurkenningu og samþykki frá okkur sem eldri erum. Það er ekkert skrýtið eða krefjandi við það. Þannig erum við öll, mismikið, en þetta er grunnþörf hverrar einnar og einustu þeirra 8.000 milljón manneskja sem anda hér á plánetunni Jörð. Í félagsmiðstöð er pláss, í hjörtum starfsfólks og í húsnæðinu sem henni er úthlutað, fyrir alla og ef það kemur í ljós að það er ekki, er unnið að krafti í að búa það til, í samráði og samstarfi við börnin og unglingana sjálfa. Félagsmiðstöðin er þeirra ,,safe space“ þar sem það er alltaf einhver til staðar til að ræða málin, spegla skoðanir, spegla ákvarðanir, fá aðstoð við að keyra hugmyndir sínar í gegn, fá aðstoð við að fá útrás fyrir allri þeirri sköpunarþörf sem í okkur öllum býr. Í félagsmiðstöðinni eru engin box, nema kannski rýmið sem hún er skilgreind innan en hún er ekki með veggi og allur heimurinn er undir. Í félagsmiðstöðinni eru byltingar plottaðar, tillögur mótaðar, réttlætiskenndinni fullnægt með að vera hreyfiafl breytinga í samfélaginu. Í félagsmiðstöðinni eru engar aðrar reglur nema þær að vera almennileg manneskja og virða pláss annarra og bera virðingu fyrir umhverfinu og fólkinu í því. Vönduð félagsmiðstöð telur aldrei hausana sem í hana mæta, heldur horfir í, hverjir það eru sem eru að mæta. Góð félagsmiðstöð gerir góðan skóla enn betri og Ungmennahús sýna í verki að samfélag þess hefur óbilandi trú á ungu fólki og mikilvægi þeirra. Samfélög sem leggja metnað í félagsmiðstöðvarnar sínar, eru góð samfélög þar sem allir fá að blómstra á eigin forsendum. Í vor eru sveitarstjórnarkosningar, hvet alla til að kynna sér stefnu stjórnmálaflokkanna í þeirra sveitarfélagi og einblína sérstaklega á börn og ungt fólk og þann sess sem félagsmiðstöðvar og ungmennahús fá í kosningarloforðum þeirra. Höfundur er deildarstjóri Ungmennahúsa í Hafnarfirði.
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar