Ökumaður rafhlaupahjólsins látinn og hinn á gjörgæslu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 10. nóvember 2021 15:52 Guðbrandur Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Sigurjón Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa hafa til rannsóknar hvort átt hafi verið við innsigli á rafhlaupahjóli og vespu, sem rákust á í morgun, svo hægt væri að aka hraðar á þeim. Þetta segir Guðbrandur Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglu barst tilkynning um árekstur hjólanna við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Sæbrautar klukkan 8:08 í morgun. Annar ökumannanna lést og hinn slasaðist alvarlega. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var það ökumaður rafhlaupahjólsins sem lést. „Klukkan 08:08 fékk lögregla tilkynningu um umferðarslys þar sem rafhlaupahjól og vespa höfðu lent saman og orðið slys,“ segir Guðbrandur. Óljóst hvort ekið hafi verið á göngustíg eða reiðhjólastíg Að hans sögn er verið að kanna hvort vespan, eða léttbifhjólið eins og það kallast í regluverkinu, sé í öðrum eða fyrsta flokki slíkra ökutækja. Teljist það til annars flokks er hámarkshraði ökutækisins 45 km/klst en 25 km/klst sé það í fyrsta flokki. Aka má rafmagnsvespum á göngustígum komist þær ekki hraðar en 25 km/klst. Sé hraðinn meiri á að aka þeim á götunni. Slysið varð á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Sæbrautar.Vísir/Vilhelm „Ekki er alveg ljóst hér hvort það hafi verið á reiðhjólastígnum eða göngustígnum,“ segir Guðbrandur. Hann segir alla anga málsins til skoðunar en sérstaklega sé það kannað hvort innsigli á hjólunum tveimur hafi verið rofin. „Allir þræðir í málinu eru til skoðunar og málið til rannsóknar og það sem rannsakað er er hvort innsigli hafi verið rofin, bæði á rafmagnshlaupahjólinu og síðan á létta bifhjólinu. Þá er til skoðunar hvort létta bifhjólið sé í flokki eitt eða flokki tvö, með 25 km hámarkshraða eða 45 og hvort það hafi yfir höfuð mátt vera á gangstétt eða bara á vegi. Það er til skoðunar,“ segir Guðbrandur. Klippa: Rannsaka hvort átt hafi verið við hjólin Voru báðir með viðeigandi hjálma Báðir ökumennirnir hafi verið með viðeigandi öryggishjálma en þrátt fyrir það hlotið mjög alvarleg meiðsl. „Annar er látinn og hinn mikið slasaður á gjörgæslu.“ Þetta er fyrsta sinn sem einstaklingur lætur lífið við akstur á rafmagnshlaupahjóli hér á landi. „Jú, það er því miður. Það er eitthvað sem við höfum óttast að gæti komið upp miðað við mikla notkun og oft óvarfærnislega,“ segir Guðbrandur. Slysið var tilkynnt til lögreglu rétt eftir klukkan átta í morgun.Vísir/Vilhelm Hættulegar aðstæður skapist í myrkri og bleytu Ökumenn rafhlaupahjóla fari flestir varlega og eftir reglum en of mörg dæmi séu um að ekki sé farið eftir reglum um slík ökutæki. Talsverð aukning hafi verið í tilkynningum um slys á fólki við akstur slíkra tækja. „Þeim hefur farið fjölgandi og er sveiflukennt milli árstíða. Því miður er talsvert af slysum þar sem fólk hlýtur andlitsmeiðsl eða beinbrot en sem betur fer ekki mjög alvarlegt fyrr en nú. Þar af leiðandi getum við aldrei lagt á það nógu mikla áherslu að fólk fari eftir reglum og allir sýni varúð og varfærni,“ segir Guðbrandur. Lögregla og rannsóknarnefnd samgönglusysa var við rannsókn á slysstað í morgun.Vísir/Vilhelm Aðstæður í morgun hafi verið mjög slæmar, mikið myrkur og hálka vegna bleytu á gangstéttinni. „Við höfum áhyggjum af öllum vegfarendum við slíkar aðstæður, sama hvers konar ökutæki það eru en ekki síður það sem við köllum óvarna vegfarendur sem sjást oft illa í myrkri og bleytu eins og var í morgun. Það er eins og malbikið gleypi stundum umhverfið við slíkar aðstæður. Þá eru götuljós og ökuljós gríðarlega mikilvæg.“ Lögreglumál Samgönguslys Reykjavík Rafhlaupahjól Tengdar fréttir Ökumaður rafhlaupahjólsins lést í slysinu við Sæbraut Banaslys varð norðan gatnamóta Kringlumýrarbrautar og Sæbrautar á níunda tímanum í morgun þegar rafmagnshlaupahjól og létt bifhjól rákust þar saman. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. 10. nóvember 2021 13:37 Skoða hvort átt hafi verið við hjólin Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun við rannsókn sína á alvarlegu slysi við Sæbraut í morgun skoða hvort átt hafi verið við farartækin að því leyti að hægt væri að aka um á þeim yfir leyfilegum hámarkshraða. 10. nóvember 2021 13:03 Mjög alvarlegt slys á göngustíg við Sæbraut Tveir voru fluttir slasaðir á slysadeild Landspítalans eftir árekstur tveggja farartækja á göngustíg við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Sæbrautar á níunda tímanum í morgun. Þetta staðfestir varðstjóri hjá slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu. 10. nóvember 2021 10:13 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Þetta segir Guðbrandur Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglu barst tilkynning um árekstur hjólanna við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Sæbrautar klukkan 8:08 í morgun. Annar ökumannanna lést og hinn slasaðist alvarlega. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var það ökumaður rafhlaupahjólsins sem lést. „Klukkan 08:08 fékk lögregla tilkynningu um umferðarslys þar sem rafhlaupahjól og vespa höfðu lent saman og orðið slys,“ segir Guðbrandur. Óljóst hvort ekið hafi verið á göngustíg eða reiðhjólastíg Að hans sögn er verið að kanna hvort vespan, eða léttbifhjólið eins og það kallast í regluverkinu, sé í öðrum eða fyrsta flokki slíkra ökutækja. Teljist það til annars flokks er hámarkshraði ökutækisins 45 km/klst en 25 km/klst sé það í fyrsta flokki. Aka má rafmagnsvespum á göngustígum komist þær ekki hraðar en 25 km/klst. Sé hraðinn meiri á að aka þeim á götunni. Slysið varð á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Sæbrautar.Vísir/Vilhelm „Ekki er alveg ljóst hér hvort það hafi verið á reiðhjólastígnum eða göngustígnum,“ segir Guðbrandur. Hann segir alla anga málsins til skoðunar en sérstaklega sé það kannað hvort innsigli á hjólunum tveimur hafi verið rofin. „Allir þræðir í málinu eru til skoðunar og málið til rannsóknar og það sem rannsakað er er hvort innsigli hafi verið rofin, bæði á rafmagnshlaupahjólinu og síðan á létta bifhjólinu. Þá er til skoðunar hvort létta bifhjólið sé í flokki eitt eða flokki tvö, með 25 km hámarkshraða eða 45 og hvort það hafi yfir höfuð mátt vera á gangstétt eða bara á vegi. Það er til skoðunar,“ segir Guðbrandur. Klippa: Rannsaka hvort átt hafi verið við hjólin Voru báðir með viðeigandi hjálma Báðir ökumennirnir hafi verið með viðeigandi öryggishjálma en þrátt fyrir það hlotið mjög alvarleg meiðsl. „Annar er látinn og hinn mikið slasaður á gjörgæslu.“ Þetta er fyrsta sinn sem einstaklingur lætur lífið við akstur á rafmagnshlaupahjóli hér á landi. „Jú, það er því miður. Það er eitthvað sem við höfum óttast að gæti komið upp miðað við mikla notkun og oft óvarfærnislega,“ segir Guðbrandur. Slysið var tilkynnt til lögreglu rétt eftir klukkan átta í morgun.Vísir/Vilhelm Hættulegar aðstæður skapist í myrkri og bleytu Ökumenn rafhlaupahjóla fari flestir varlega og eftir reglum en of mörg dæmi séu um að ekki sé farið eftir reglum um slík ökutæki. Talsverð aukning hafi verið í tilkynningum um slys á fólki við akstur slíkra tækja. „Þeim hefur farið fjölgandi og er sveiflukennt milli árstíða. Því miður er talsvert af slysum þar sem fólk hlýtur andlitsmeiðsl eða beinbrot en sem betur fer ekki mjög alvarlegt fyrr en nú. Þar af leiðandi getum við aldrei lagt á það nógu mikla áherslu að fólk fari eftir reglum og allir sýni varúð og varfærni,“ segir Guðbrandur. Lögregla og rannsóknarnefnd samgönglusysa var við rannsókn á slysstað í morgun.Vísir/Vilhelm Aðstæður í morgun hafi verið mjög slæmar, mikið myrkur og hálka vegna bleytu á gangstéttinni. „Við höfum áhyggjum af öllum vegfarendum við slíkar aðstæður, sama hvers konar ökutæki það eru en ekki síður það sem við köllum óvarna vegfarendur sem sjást oft illa í myrkri og bleytu eins og var í morgun. Það er eins og malbikið gleypi stundum umhverfið við slíkar aðstæður. Þá eru götuljós og ökuljós gríðarlega mikilvæg.“
Lögreglumál Samgönguslys Reykjavík Rafhlaupahjól Tengdar fréttir Ökumaður rafhlaupahjólsins lést í slysinu við Sæbraut Banaslys varð norðan gatnamóta Kringlumýrarbrautar og Sæbrautar á níunda tímanum í morgun þegar rafmagnshlaupahjól og létt bifhjól rákust þar saman. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. 10. nóvember 2021 13:37 Skoða hvort átt hafi verið við hjólin Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun við rannsókn sína á alvarlegu slysi við Sæbraut í morgun skoða hvort átt hafi verið við farartækin að því leyti að hægt væri að aka um á þeim yfir leyfilegum hámarkshraða. 10. nóvember 2021 13:03 Mjög alvarlegt slys á göngustíg við Sæbraut Tveir voru fluttir slasaðir á slysadeild Landspítalans eftir árekstur tveggja farartækja á göngustíg við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Sæbrautar á níunda tímanum í morgun. Þetta staðfestir varðstjóri hjá slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu. 10. nóvember 2021 10:13 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Ökumaður rafhlaupahjólsins lést í slysinu við Sæbraut Banaslys varð norðan gatnamóta Kringlumýrarbrautar og Sæbrautar á níunda tímanum í morgun þegar rafmagnshlaupahjól og létt bifhjól rákust þar saman. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. 10. nóvember 2021 13:37
Skoða hvort átt hafi verið við hjólin Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun við rannsókn sína á alvarlegu slysi við Sæbraut í morgun skoða hvort átt hafi verið við farartækin að því leyti að hægt væri að aka um á þeim yfir leyfilegum hámarkshraða. 10. nóvember 2021 13:03
Mjög alvarlegt slys á göngustíg við Sæbraut Tveir voru fluttir slasaðir á slysadeild Landspítalans eftir árekstur tveggja farartækja á göngustíg við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Sæbrautar á níunda tímanum í morgun. Þetta staðfestir varðstjóri hjá slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu. 10. nóvember 2021 10:13