Að stunda Kintsugi Maarit Kaipainen skrifar 11. nóvember 2021 09:00 Kintsugi er heiti yfir sérstaka Japanska hefð fyrir keramik viðgerðir sem ná aftur til 15. aldar þegar Ashikaga Yoshimasa var shogun (ísl. arfgengur herforingi). Samkvæmt sagnfræðingum braut hann uppáhalds te bollann sinn og ákvað þ.a.l að senda hann til Kína til viðgerðar. Þegar hann fékk loksins ástkæra bollan aftur í hendurnar, varð hann hneykslaður á því hversu klaufalega hefði verið gert við bollann. Menn Ashikaga fengu þá hugmynd að fylla sprungurnar á bollanum með gull-blönduðu lakki til að leggja áherslu á einstaka sögu hans. Ekki til að fela sprungurnar, heldur vegna þess að þeir voru stoltir af sprungunum og sögunni sem þær höfðu að segja. Ashikaga varð svo ánægður með þessa lausn að þetta þróaðist yfir í listform sem er enn stundað í dag og ber heitið Kintsugi. Allir hlutir hafa meðfætt gildi Kintsugi hefur sterka tengingu til trúarbragða frumbyggja Japans, shintóisma, þar sem öll náttúra og allir manngerðir hlutir eru taldir hafa anda eða kami. Allir hlutir hafa þannig meðfætt gildi og þeim má aldrei farga af virðingarleysi. Mottanai er orð yfir eftirsjá þegar einhverju dýrmætu er sóað og mushin lýsir þörfinni til að sætta sig við breytingar sem við öll göngum í gegnum og faðma þær frekar að sér heldur en að berjast á móti þeim. Öll þessi hugtök eiga djúpar rætur að rekja inn í japanskt samfélag og það kemur því ekki óvart að Japanarnir eru leiðandi í innleiðingu á R-unum þremur – draga úr, endurnýta og endurvinna (e. reduce, reuse, recycle). Ég braut uppáhalds te bollann minn, alveg eins og Ashikaga fyrir yfir 500 árum síðan. Ég lagði upp með að laga bollann minn með Kintsugi aðferðinni síðasta vor. Mér fannst Ashikaga hafa rétt fyrir sér með því að bera virðingu fyrir bollanum sínum og krefjast þess að gert yrði við hann á fallegan hátt. Gullna ,,hobby’’ lakkið sem ég notaði tekur tíma að pensla á og tekur talsverðan tíma til að þorna á milli umferða. Þetta er hægt og róandi ferli, ákveðin hugleiðsla. Þetta reynir á þolinmæðina, sérstaklega fyrir byrjendur eins og mig, en heilandi á sama tíma. Ég er alveg að verða búin að laga bollann, hlaða hann með verðmætum. Náttúruhagfræði og hamingja Kintsugi gaf mér einnig fullkomna myndlíkingu til þess að lýsa sýn minni á því hvernig heilbrigt hagkerfi gæti litið út. Hvað þyrfti til þess að við yrðum sjálfbærir íbúar á þessari plánetu? Við ættum að beita aðferðum Kintsugi og bera heilbrigða virðingu fyrir öllum hlutum, mannlegum og náttúrulegum. Þegar öllu er á botnin hvolft kemur allt okkar úr náttúrunni, unnið úr auðlindum náttúrunnar og er því með kami. Samt finnst okkur, enn þann dag í dag, erfitt að meta verðmæti náttúrunnar í fjárhagsáætlunum og aðgerðaráætlunum. Kannski ættum við að hætta að hugsa um verðmæti út frá peningum, eitthvað sem við getum talið í krónum. Hendum landsframleiðslunni og/eða krónu upphæðinna á bankareikningnum sem mælikvörðum á hversu vel við höfum það. Teljum saman það sem raunverulega skapar okkur verðmæti, hamingja og lífsgæði og gerum plönin okkar með það markmiði í huga að auka raunveruleg verðmæti. Við vitum að náttúruauðlindir okkar eru takmarkaðar. Við höfum öll orðið fyrir áfalli vegna frétta um hvernig mannkynið er að brjóta þolmörk plánetunnar og um hversu hratt áhrif loftslagsbreytingar hafa orðið partur af lífi okkar, sérstaklega á norðurslóðum. Gullið okkar Ég legg til að mikilvægasta breytingin sem við þurfum að tileinka okkur til að koma á fót nýju sjálfbæru hagkerfi sé að læra góðvild, iðka virðingu og finna samkennd við náttúrulegt umhverfi okkar - læra af kerfum þess. Við skulum anda í okkur mottanai og stöðva sóun, nota kraftinn í mushin - þörf okkar til að tileinka okkur til heilbrigðar breytingar - og byggja sjálfbær kerfi - hringlaga kerfi gagnkvæmrar virðingar. Kannski getum við mannkynið notað þetta gull okkar, sumt sem við höfum gleymt og þurfum að endurlæra, til að líma brotna plánetu okkar saman. Eins og ég er að laga krúsina mína og Shogun Ashikaga Yoshimasa lagaði krúsið sitt fyrir fimm aldir síðan, með því að stunda listina að Kintsugi. Höfundur er viðskiptafræðingur, meistaranemi í umhverfis- og auðlindafræði í HÍ og starfsmaður hjá Festu - miðstöð fyrir sjálfbærni. Guðbjörg Lára Másdóttir, meistaranemi í Umhverfisstjórnun og starfsnemi hjá Festu las yfir textan og lagaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Kintsugi er heiti yfir sérstaka Japanska hefð fyrir keramik viðgerðir sem ná aftur til 15. aldar þegar Ashikaga Yoshimasa var shogun (ísl. arfgengur herforingi). Samkvæmt sagnfræðingum braut hann uppáhalds te bollann sinn og ákvað þ.a.l að senda hann til Kína til viðgerðar. Þegar hann fékk loksins ástkæra bollan aftur í hendurnar, varð hann hneykslaður á því hversu klaufalega hefði verið gert við bollann. Menn Ashikaga fengu þá hugmynd að fylla sprungurnar á bollanum með gull-blönduðu lakki til að leggja áherslu á einstaka sögu hans. Ekki til að fela sprungurnar, heldur vegna þess að þeir voru stoltir af sprungunum og sögunni sem þær höfðu að segja. Ashikaga varð svo ánægður með þessa lausn að þetta þróaðist yfir í listform sem er enn stundað í dag og ber heitið Kintsugi. Allir hlutir hafa meðfætt gildi Kintsugi hefur sterka tengingu til trúarbragða frumbyggja Japans, shintóisma, þar sem öll náttúra og allir manngerðir hlutir eru taldir hafa anda eða kami. Allir hlutir hafa þannig meðfætt gildi og þeim má aldrei farga af virðingarleysi. Mottanai er orð yfir eftirsjá þegar einhverju dýrmætu er sóað og mushin lýsir þörfinni til að sætta sig við breytingar sem við öll göngum í gegnum og faðma þær frekar að sér heldur en að berjast á móti þeim. Öll þessi hugtök eiga djúpar rætur að rekja inn í japanskt samfélag og það kemur því ekki óvart að Japanarnir eru leiðandi í innleiðingu á R-unum þremur – draga úr, endurnýta og endurvinna (e. reduce, reuse, recycle). Ég braut uppáhalds te bollann minn, alveg eins og Ashikaga fyrir yfir 500 árum síðan. Ég lagði upp með að laga bollann minn með Kintsugi aðferðinni síðasta vor. Mér fannst Ashikaga hafa rétt fyrir sér með því að bera virðingu fyrir bollanum sínum og krefjast þess að gert yrði við hann á fallegan hátt. Gullna ,,hobby’’ lakkið sem ég notaði tekur tíma að pensla á og tekur talsverðan tíma til að þorna á milli umferða. Þetta er hægt og róandi ferli, ákveðin hugleiðsla. Þetta reynir á þolinmæðina, sérstaklega fyrir byrjendur eins og mig, en heilandi á sama tíma. Ég er alveg að verða búin að laga bollann, hlaða hann með verðmætum. Náttúruhagfræði og hamingja Kintsugi gaf mér einnig fullkomna myndlíkingu til þess að lýsa sýn minni á því hvernig heilbrigt hagkerfi gæti litið út. Hvað þyrfti til þess að við yrðum sjálfbærir íbúar á þessari plánetu? Við ættum að beita aðferðum Kintsugi og bera heilbrigða virðingu fyrir öllum hlutum, mannlegum og náttúrulegum. Þegar öllu er á botnin hvolft kemur allt okkar úr náttúrunni, unnið úr auðlindum náttúrunnar og er því með kami. Samt finnst okkur, enn þann dag í dag, erfitt að meta verðmæti náttúrunnar í fjárhagsáætlunum og aðgerðaráætlunum. Kannski ættum við að hætta að hugsa um verðmæti út frá peningum, eitthvað sem við getum talið í krónum. Hendum landsframleiðslunni og/eða krónu upphæðinna á bankareikningnum sem mælikvörðum á hversu vel við höfum það. Teljum saman það sem raunverulega skapar okkur verðmæti, hamingja og lífsgæði og gerum plönin okkar með það markmiði í huga að auka raunveruleg verðmæti. Við vitum að náttúruauðlindir okkar eru takmarkaðar. Við höfum öll orðið fyrir áfalli vegna frétta um hvernig mannkynið er að brjóta þolmörk plánetunnar og um hversu hratt áhrif loftslagsbreytingar hafa orðið partur af lífi okkar, sérstaklega á norðurslóðum. Gullið okkar Ég legg til að mikilvægasta breytingin sem við þurfum að tileinka okkur til að koma á fót nýju sjálfbæru hagkerfi sé að læra góðvild, iðka virðingu og finna samkennd við náttúrulegt umhverfi okkar - læra af kerfum þess. Við skulum anda í okkur mottanai og stöðva sóun, nota kraftinn í mushin - þörf okkar til að tileinka okkur til heilbrigðar breytingar - og byggja sjálfbær kerfi - hringlaga kerfi gagnkvæmrar virðingar. Kannski getum við mannkynið notað þetta gull okkar, sumt sem við höfum gleymt og þurfum að endurlæra, til að líma brotna plánetu okkar saman. Eins og ég er að laga krúsina mína og Shogun Ashikaga Yoshimasa lagaði krúsið sitt fyrir fimm aldir síðan, með því að stunda listina að Kintsugi. Höfundur er viðskiptafræðingur, meistaranemi í umhverfis- og auðlindafræði í HÍ og starfsmaður hjá Festu - miðstöð fyrir sjálfbærni. Guðbjörg Lára Másdóttir, meistaranemi í Umhverfisstjórnun og starfsnemi hjá Festu las yfir textan og lagaði.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar