Áætlunarflug nauðsynlegt Vestmannaeyjum Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar 10. nóvember 2021 09:00 Vestmannaeyjar er eina sveitarfélagið á Íslandi sem alfarið er staðsett á eyju og hefur þ.a.l. enga vegtengingu við meginlandið. Góðar samgöngur eru undirstaða búsetugæða samfélaga og hafa batnandi sjósamgöngur með tilkomu Landeyjahafnar og nýrrar ferju valdið því að aðsókn í flugið hefur farið minnkandi en áætlunarflug til Eyja frá Reykjavík hófst fyrst með Loftleiðum 12. október 1946 og fagnar því 75 ára afmæli á árinu. Áætlunarflug legið niðri í á þriðja mánuð annað árið í röð Í lok sumars 2020 hætti flugfélagið Ernir að fljúga til Eyja þar sem markaðslegar forsendur brugðust ásamt því að heimsfaraldur gerði rekstraraðilanum erfitt fyrir. Icelandair hóf flug í lok desember sama ár með ríkisstuðningi fyrstu mánuðina, ætlaði að halda áfram á markaðslegum forsendum frá sumri en hætti í lok ágúst síðastliðinn þar sem forsendur voru brostnar samkvæmt félaginu. Það voru vonbrigði sérstaklega í ljósi þess að heimamenn nýta flugið einna mest yfir vetrartímann. Áætlunarflug samfélaginu og sérstaklega viðkvæmum hópum nauðsynlegt allt árið Íbúar reiða sig á flugið til að komast snögglega til höfuðborgarsvæðisins, hvort sem er til að sækja nauðsynlega grunnþjónustu, menntun, menningu, vegna vinnu osfrv. Eldra fólk, hreyfihamlaðir, sjúklingar, börn sem eiga foreldri á meginlandinu, barnshafandi konur eða nýbakaðar mæður sem í auknum mæli hafa þurft að fæða á höfuðborgarsvæðinu sökum lokunar skurðstofu, eru allt hópar fólks sem nýttu flugið í miklum mæli en þurfa nú að leggja á sig langt ferðalag með ferju og löngum akstri. Þörfin fyrir flugið verður svo enn ríkari á veturnar þegar slæm færð er á vegum og vályndari veður valda erfiðari siglingum til Þorlákshafnar og hafa komið upp aðstæður þar sem sjósamgöngur liggja hreinlega niðri en fært væri fyrir flug. Mikill kostnaðarauki og óhagræði fyrir heilbrigðisþjónustuna Mikilvægi flugsins fyrir heilbrigðisþjónustuna í Vestmannaeyjum er ótvírætt en reglulega þarf að flytja sjúklinga af sjúkradeild til rannsókna eða meðferðar í Reykjavík og þarf nú að senda alla sjúklinga með sjúkraflugi í stað áætlunarflugs sem er mikill kostnaðarauki. Sýni voru reglulega send með flugi frá Eyjum og ef þurfti í skyndi á blóði, sjúkravörum eða öðrum birgðum að halda var hægt að senda slíkt hratt og örugglega til Eyja með áætlunarflugi. Notkun sjúkraflugs í meira mæli skapar einnig óhagræði vegna óvissu um útskriftir og innlagnir sjúklinga en ekki síst eykur það álag og teppir þjónustu sjúkravélar sem er mikilvæg gagnvart allri bráðaþjónustu á landinu. Mikilvægt gagnvart atvinnulífi Atvinnulífið hefur í gegnum tíðina verið einn stærsti notandi flugsamgangna við Vestmannaeyjar, enda fyrir tilkomu Loftbrúar var kostnaður ein helsta fyrirstaðan að hinn almenni íbúi nýtti sér flugið. Flugið getur skipt sköpum þegar fá þarf með hraði aðföng, varahluti eða sérfræðiþjónustu þegar mikið liggur við t.d. á vertíðum sem skila þjóðarbúinu mikilvægum gjaldeyristekjum. Auk þess auðveldar það fagfólki í Vestmannaeyjum að sækja fundi, endurmenntun, ráðstefnur og að starfa á höfuðborgarsvæðinu. Hér skiptir þó tímasetning flugáætlunar öllu máli, þ.e. að hægt sé að fljúga að morgni og til baka síðla dags. Tafarlaus aðkoma ríkisins nauðsynleg Sagan virðist sýna að fullreynt er að halda úti flugi til Vestmannaeyja á markaðslegum forsendum amk. yfir veturinn og því eina leiðin til að halda uppi ásættanlegum flugsamgöngum allt árið er stuðningur ríkisins við samgönguleiðina. Slíkt þarf að gerast hratt og örugglega. Í aðdraganda Alþingiskosninga virtist þverpólitískur skilningur á mikilvægi flugsins fyrir Vestmannaeyjar og flest framboð töluðu fyrir nauðsyn þess. Nú, um 7 vikum frá kjördegi, hefur staðan lítið breyst og málið virðist lítið þokast áfram. Því reynir á nýkjörna þingmenn og ekki síst samgönguráðherra að standa við fyrirheitin og tryggja að nýju áætlunarflug til Vestmannaeyja hið fyrsta, fyrir atvinnulífið, fyrir lífsgæði íbúa í Vestmannaeyjum en ekki síst til að tryggja jafnara aðgengi allra hópa að þeirri grunnþjónustu Íslendinga sem sífellt er þjappað á sömu torfuna á höfuðborgarsvæðinu. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vestmannaeyjar Samgöngur Byggðamál Fréttir af flugi Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Vestmannaeyjar er eina sveitarfélagið á Íslandi sem alfarið er staðsett á eyju og hefur þ.a.l. enga vegtengingu við meginlandið. Góðar samgöngur eru undirstaða búsetugæða samfélaga og hafa batnandi sjósamgöngur með tilkomu Landeyjahafnar og nýrrar ferju valdið því að aðsókn í flugið hefur farið minnkandi en áætlunarflug til Eyja frá Reykjavík hófst fyrst með Loftleiðum 12. október 1946 og fagnar því 75 ára afmæli á árinu. Áætlunarflug legið niðri í á þriðja mánuð annað árið í röð Í lok sumars 2020 hætti flugfélagið Ernir að fljúga til Eyja þar sem markaðslegar forsendur brugðust ásamt því að heimsfaraldur gerði rekstraraðilanum erfitt fyrir. Icelandair hóf flug í lok desember sama ár með ríkisstuðningi fyrstu mánuðina, ætlaði að halda áfram á markaðslegum forsendum frá sumri en hætti í lok ágúst síðastliðinn þar sem forsendur voru brostnar samkvæmt félaginu. Það voru vonbrigði sérstaklega í ljósi þess að heimamenn nýta flugið einna mest yfir vetrartímann. Áætlunarflug samfélaginu og sérstaklega viðkvæmum hópum nauðsynlegt allt árið Íbúar reiða sig á flugið til að komast snögglega til höfuðborgarsvæðisins, hvort sem er til að sækja nauðsynlega grunnþjónustu, menntun, menningu, vegna vinnu osfrv. Eldra fólk, hreyfihamlaðir, sjúklingar, börn sem eiga foreldri á meginlandinu, barnshafandi konur eða nýbakaðar mæður sem í auknum mæli hafa þurft að fæða á höfuðborgarsvæðinu sökum lokunar skurðstofu, eru allt hópar fólks sem nýttu flugið í miklum mæli en þurfa nú að leggja á sig langt ferðalag með ferju og löngum akstri. Þörfin fyrir flugið verður svo enn ríkari á veturnar þegar slæm færð er á vegum og vályndari veður valda erfiðari siglingum til Þorlákshafnar og hafa komið upp aðstæður þar sem sjósamgöngur liggja hreinlega niðri en fært væri fyrir flug. Mikill kostnaðarauki og óhagræði fyrir heilbrigðisþjónustuna Mikilvægi flugsins fyrir heilbrigðisþjónustuna í Vestmannaeyjum er ótvírætt en reglulega þarf að flytja sjúklinga af sjúkradeild til rannsókna eða meðferðar í Reykjavík og þarf nú að senda alla sjúklinga með sjúkraflugi í stað áætlunarflugs sem er mikill kostnaðarauki. Sýni voru reglulega send með flugi frá Eyjum og ef þurfti í skyndi á blóði, sjúkravörum eða öðrum birgðum að halda var hægt að senda slíkt hratt og örugglega til Eyja með áætlunarflugi. Notkun sjúkraflugs í meira mæli skapar einnig óhagræði vegna óvissu um útskriftir og innlagnir sjúklinga en ekki síst eykur það álag og teppir þjónustu sjúkravélar sem er mikilvæg gagnvart allri bráðaþjónustu á landinu. Mikilvægt gagnvart atvinnulífi Atvinnulífið hefur í gegnum tíðina verið einn stærsti notandi flugsamgangna við Vestmannaeyjar, enda fyrir tilkomu Loftbrúar var kostnaður ein helsta fyrirstaðan að hinn almenni íbúi nýtti sér flugið. Flugið getur skipt sköpum þegar fá þarf með hraði aðföng, varahluti eða sérfræðiþjónustu þegar mikið liggur við t.d. á vertíðum sem skila þjóðarbúinu mikilvægum gjaldeyristekjum. Auk þess auðveldar það fagfólki í Vestmannaeyjum að sækja fundi, endurmenntun, ráðstefnur og að starfa á höfuðborgarsvæðinu. Hér skiptir þó tímasetning flugáætlunar öllu máli, þ.e. að hægt sé að fljúga að morgni og til baka síðla dags. Tafarlaus aðkoma ríkisins nauðsynleg Sagan virðist sýna að fullreynt er að halda úti flugi til Vestmannaeyja á markaðslegum forsendum amk. yfir veturinn og því eina leiðin til að halda uppi ásættanlegum flugsamgöngum allt árið er stuðningur ríkisins við samgönguleiðina. Slíkt þarf að gerast hratt og örugglega. Í aðdraganda Alþingiskosninga virtist þverpólitískur skilningur á mikilvægi flugsins fyrir Vestmannaeyjar og flest framboð töluðu fyrir nauðsyn þess. Nú, um 7 vikum frá kjördegi, hefur staðan lítið breyst og málið virðist lítið þokast áfram. Því reynir á nýkjörna þingmenn og ekki síst samgönguráðherra að standa við fyrirheitin og tryggja að nýju áætlunarflug til Vestmannaeyja hið fyrsta, fyrir atvinnulífið, fyrir lífsgæði íbúa í Vestmannaeyjum en ekki síst til að tryggja jafnara aðgengi allra hópa að þeirri grunnþjónustu Íslendinga sem sífellt er þjappað á sömu torfuna á höfuðborgarsvæðinu. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum.
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun