Innlent

Hundrað og sautján greindust smitaðir í gær

Kjartan Kjartansson og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa
Biðröð eftir sýnatöku vegna Covid-19 í Reykjavík. Myndin er úr safni.
Biðröð eftir sýnatöku vegna Covid-19 í Reykjavík. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Hundrað og sautján greindust smitaðir af Covid-19 í gær. Af þeim voru 72 fullbólusettir en 45 óbólusettir. Ríflega helmingur var í sóttkví við greiningu.

Nú eru 1.157 manns í einangrun með Covid-19 smit en þeir voru 1.096 á fimmtudag þegar Covid.is, upplýsingasíða almannavarna og landlæknis, var síðast uppfærð. Þá eru 2.410 í sóttkví eb þeir voru 1.790 á fimmtudag. 

Af þeim sem greindust smitaðir innanlands voru 66 í sóttkví við greiningu (56,4%) en 51 utan sóttkvíar (43,6%).

Fimm manns greindust með virkt smit á landamærunum og einn við aðra skimun.

Samkvæmt tölum á Covid.is eru nú átján manns á sjúkrahúsi með Covid-19 og fimm á gjörgæslu.

Sautján manns liggja nú á Landspítala með Covid-19, allir fullorðnir. Sex þeirra eru óbólusettir, að því er segir vefsíðu Landspítalans sem er nú á hættustigi vegna faraldursins. Fjórir eru á gjörgæslu, þar af tveir í öndunarvél. Meðalaldur sjúklinganna er 59 ár. Til viðbótar er Covid-göngudeild spítalans með 1.156 sjúklinga í eftirliti, þar af 254 börn.

Fréttin hefur verið uppfærð.


Tengdar fréttir

Land­spítalinn á hættu­stig

Landspítali var færður á hættustig kl. 16 í dag. Í tilkynningu á Facebooksíðu spítalans segir að þá hafi viðbragðsstjórn komið saman til fundar ásamt farsóttanefnd og tekið ákvarðanir sem varða breytta starfsemi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×