„Kolefnisþakið“ springur á ellefu árum Kjartan Kjartansson skrifar 4. nóvember 2021 23:31 Maður hjólar fram hjá kolaorkuveri í Kína. Kol eru versta uppspretta gróðurhúsalofttegunda í heiminum en brennsla þeirra hefur aukist á þessu ári borið saman við 2019. Vísir/EPA Haldi mannkynið áfram núverandi losun gróðurhúsalofttegunda tekur það aðeins ellefu ár þar til uppsafnaður styrkur koltvísýrings í lofthjúpnum veldur meiri en 1,5°C hlýnun á jörðinni. Losun er nú komin nær alveg í fyrra horf eftir mikinn samdrátt í kórónuveiruheimsfaraldrinum. Þetta er á meðal niðurstaða nýrrar árlegrar greiningar á svonefndu kolefnisþaki (e. carbon budget), því magni kolefnis sem þarf til að valda tiltekinni hlýnun, sem sjötíu stofnanir frá fimm heimsálfum tóku þátt í að vinna. Þegar framreikningar á kolefnisþakinu voru fyrst gerðir árið 2015 áætluðu vísindamenn að losun þyrfti að ná um 903 milljörðum tonna af koltvísýringsígildum til þess að hlýnun jarðar næmi 1,5°C miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu. Það er metnaðarfyllra markmið Parísarsamkomulagsins að halda hlýnun innan þeirra marka. Þá var talið að það jafngilti losun mannkynsins á um tuttugu árum. Síðan þá hafa menn aftur á móti spýtt í lófana og aukið losun sína. Á þeim sex árum frá því að greiningin var fyrst unnin hefur mannkynið þegar losað um helming þessa kvóta, að því er segir í frétt Washington Post. Ef fram fer sem horfir verður þetta kolefnisþak endanlega fokið út í veður og vind eftir ellefu ár. Ekki tæknilega útilokað að ná 1,5°C markmiðinu Losun dróst verulega saman í fyrra þegar fjöldi ríkja um allan heim greip til sóttvarnaaðgerða til þess að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Verksmiðjum var lokað og vega- og flugsamgöngur lögðust að miklu leyti af þegar milljónir manna héldu sig að mestu heima fyrir um margra mánaða skeið. Á þessu ári hefur losunin stóraukist aftur. Bruni á kolum og jarðgasi er nú jafnvel meiri en árið 2019, áður en faraldurinn hófst. Ástæðan er fyrst og fremst efnahagsviðsnúningur í Kína sem framleiðir mest af raforku sinni með því að brenna kolum. Losun jókst einnig verulega á Indlandi sem er háð kolaorku. Í Bandaríkjunum og Evrópu er búist við að losun í lok þessa árs verði aðeins örlítið undir því sem var fyrir faraldurinn. Corinne Le Quéré, loftslagsvísindamaður við Háskólann í Austur-Anglíu á Englandi, segir að það sé enn tæknilega mögulegt að halda hnattrænni hlýnun innan við 1,5°C. Þannig hafi losun dregist saman í 23 ríkjum með vaxandi hagkerfi fyrir faraldurinn, fyrst og fremst í vel stæðum Evrópuríkjum en einnig í Bandaríkjunum og Mexíkó. „Það er hægt að leika eftir þennan árangur. Það er engin ástæða fyrir því að það sé ekki hægt að hrinda því af stað, önnur en pólitískur vilji,“ segir Le Quéré. Hamfarir fylgdu þeirri hlýnun sem stefnir í Miðað við núverandi markmið ríkja heims um samdrátt í losun stefnir í að hnattræn hlýnun nái 2,7°C fyrir lok aldarinnar, langt umfram mörk Parísarsamkomulagsins. Við slíka hlýnun væri hætta á fjöldaútdauða dýrategunda, hruni í stóru ísbreiðum jarðarinnar, gríðarlegri hækkun sjávarstöðu auk þrúgandi áhrifa hitabylgja, þurrka, flóða og veðurhamfara víða um heim. Í skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) frá því í ágúst kom fram að líklegt væri að hlýnun næði 1,5°C strax á næsta áratug, jafnvel þó að dregið yrði hratt úr losun. Bjartsýnustu sviðsmyndir sem var stillt upp í skýrslunni gerðu þó ráð fyrir að þó að hlýnun færi tímanbundið umfram mörk Parísarsamkomulagsins á þessari öld væri hægt að draga úr henni á seinni hluta aldarinnar með því að draga hratt úr losun og byrja að fjarlægja kolefni úr lofthjúpnum. Tæknin til að binda kolefni úr lofti í stórum stíl er þó enn tiltölulega skammt á veg komin. Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Þetta er á meðal niðurstaða nýrrar árlegrar greiningar á svonefndu kolefnisþaki (e. carbon budget), því magni kolefnis sem þarf til að valda tiltekinni hlýnun, sem sjötíu stofnanir frá fimm heimsálfum tóku þátt í að vinna. Þegar framreikningar á kolefnisþakinu voru fyrst gerðir árið 2015 áætluðu vísindamenn að losun þyrfti að ná um 903 milljörðum tonna af koltvísýringsígildum til þess að hlýnun jarðar næmi 1,5°C miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu. Það er metnaðarfyllra markmið Parísarsamkomulagsins að halda hlýnun innan þeirra marka. Þá var talið að það jafngilti losun mannkynsins á um tuttugu árum. Síðan þá hafa menn aftur á móti spýtt í lófana og aukið losun sína. Á þeim sex árum frá því að greiningin var fyrst unnin hefur mannkynið þegar losað um helming þessa kvóta, að því er segir í frétt Washington Post. Ef fram fer sem horfir verður þetta kolefnisþak endanlega fokið út í veður og vind eftir ellefu ár. Ekki tæknilega útilokað að ná 1,5°C markmiðinu Losun dróst verulega saman í fyrra þegar fjöldi ríkja um allan heim greip til sóttvarnaaðgerða til þess að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Verksmiðjum var lokað og vega- og flugsamgöngur lögðust að miklu leyti af þegar milljónir manna héldu sig að mestu heima fyrir um margra mánaða skeið. Á þessu ári hefur losunin stóraukist aftur. Bruni á kolum og jarðgasi er nú jafnvel meiri en árið 2019, áður en faraldurinn hófst. Ástæðan er fyrst og fremst efnahagsviðsnúningur í Kína sem framleiðir mest af raforku sinni með því að brenna kolum. Losun jókst einnig verulega á Indlandi sem er háð kolaorku. Í Bandaríkjunum og Evrópu er búist við að losun í lok þessa árs verði aðeins örlítið undir því sem var fyrir faraldurinn. Corinne Le Quéré, loftslagsvísindamaður við Háskólann í Austur-Anglíu á Englandi, segir að það sé enn tæknilega mögulegt að halda hnattrænni hlýnun innan við 1,5°C. Þannig hafi losun dregist saman í 23 ríkjum með vaxandi hagkerfi fyrir faraldurinn, fyrst og fremst í vel stæðum Evrópuríkjum en einnig í Bandaríkjunum og Mexíkó. „Það er hægt að leika eftir þennan árangur. Það er engin ástæða fyrir því að það sé ekki hægt að hrinda því af stað, önnur en pólitískur vilji,“ segir Le Quéré. Hamfarir fylgdu þeirri hlýnun sem stefnir í Miðað við núverandi markmið ríkja heims um samdrátt í losun stefnir í að hnattræn hlýnun nái 2,7°C fyrir lok aldarinnar, langt umfram mörk Parísarsamkomulagsins. Við slíka hlýnun væri hætta á fjöldaútdauða dýrategunda, hruni í stóru ísbreiðum jarðarinnar, gríðarlegri hækkun sjávarstöðu auk þrúgandi áhrifa hitabylgja, þurrka, flóða og veðurhamfara víða um heim. Í skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) frá því í ágúst kom fram að líklegt væri að hlýnun næði 1,5°C strax á næsta áratug, jafnvel þó að dregið yrði hratt úr losun. Bjartsýnustu sviðsmyndir sem var stillt upp í skýrslunni gerðu þó ráð fyrir að þó að hlýnun færi tímanbundið umfram mörk Parísarsamkomulagsins á þessari öld væri hægt að draga úr henni á seinni hluta aldarinnar með því að draga hratt úr losun og byrja að fjarlægja kolefni úr lofthjúpnum. Tæknin til að binda kolefni úr lofti í stórum stíl er þó enn tiltölulega skammt á veg komin.
Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent