Fjöldi nýrra gatna og torga í höfuðborginni komnar með heiti Atli Ísleifsson skrifar 3. nóvember 2021 13:27 Blámúli, Barðmúli og Lautarmúli eru meðal nýrra götuheita í Reykjavík. Mikil uppbygging er framundan á Orkureit á mótum Suðurlandsbrautar, Grensásvegar og Ármúla. Reitir Stálhöfði, Andvaranes, Otursnes, Blámúli, Barðmúli og Lautarmúli eru meðal nýrra götuheita í Reykjavík. Götunar sem um ræðir verða í Múlunum, Skerjafirði, og á Ártúnshöfða. Í tilkynningu frá borginni segir að skipulagsfulltrúi Reykjavíkurborgar hafi óskað eftir því við nafnanefnd að fá tillögur að nöfnum gatna í nýrri byggð í Skerjafirði, Ártúnshöfða og Orkureit. Skipulags- og samgönguráð samþykkti tillögur nefndarinnar á fundi sínum í morgun og bíður nú samþykktar borgarráðs. „Í Skerjafirði eru ný gatnaheiti Andvaranes, Otursnes og Reginsnes auk þess sem nýtt torg fær nafnið Igðutorg. Innblásturinn að nýju götunöfnunum er fenginn frá Sigurði Fáfnisbana og sagnaheimi í kringum hann en Otur og Reginn eru bræður Fáfnis en fyrir eru í Skerjafirði til dæmis Fáfnisnes og Gnitanes. „Í Fáfnismálum segir frá för Regins og Sigurðar upp á Gnitaheiði, þar sem Sigurður notar sverðið Gram til að vinna á orminum Fáfni sem liggur á vænum haug af gulli. Síðan steikir garpurinn hjarta Fáfnis yfir eldi. Þegar hann hyggst kanna hvort fullsteikt sé fær hann dropa af hjartablóði ormsins á tunguna, „þá kunni hann fuglsrödd og skildi, hvað igðurnar sögðu“ segir í Snorra Eddu. Og eftir að Sigurður hefur hlustað á snjallan ljóðasöng spörfuglanna um stund drepur hann Regin, bindur gullið í klyfjar sem hann leggur á bak hestinum Grana og ríður á brott,“ segir í Lesbók Morgunblaðsins 29. janúar 2005. Atvinnusaga á Ártúnshöfða Á Ártúnshöfða er innblásturinn öllu tengdari raunheimum og er úr atvinnusögu hverfisins en þar bætast við göturnar Stálhöfði og Steinhöfði og nýr garður fær nafnið Iðjugarður. Múlar nefndir eftir landslagi Á Orkureit, sem er milli Suðurlandsbrautar, Grensásvegar og Ármúla, koma göturnar Dalsmúli, Blámúli, Barðmúli og Lautarmúli. Til viðbótar fær nýtt torg nafnið Múlatorg. Þarna leitar nafnanefnd í þá hefð Múlar séu nefndir eftir landslagi eins og Ármúli og Síðumúli. Þess má geta að blá þýðir þarna mýri. Nafnanefnd var beðin um að leggja til nafn á hliðarveg við Vesturlandsveg, milli Brimness og Kjalarness og er einfaldlega lagt til að vegurinn verði nefndur Hofsvíkurvegur. Einnig var hún beðin um að finna nafn á veg sem liggur frá Þingvallavegi og upp í skíðaskála og loftskeytamastur á Skálafelli. Þar er einfaldleikinn líka í fyrirrúmi og fær vegurinn nafnið Skálafellsvegur. Nafnanefnd skipa Ármann Jakobsson, Guðrún Kvaran, Ásrún Kristjánsdóttir og Nikulás Úlfar Másson, sem er formaður nefndarinnar. Til viðbótar situr Hrafnhildur Sverrisdóttir verkefnisstjóri hjá skipulagsfulltrúa fundi nefndarinnar,“ segir í tilkynningunni. Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Nýtt íbúðahverfi rís milli Suðurlandsbrautar og Ármúla Íslenskar fasteignir ehf. hafa keypt orkureitinn svo kallaða af Reitum fyrir rúma 3,8 milljarða króna. Mikil uppbygging íbúða og þjónustustarfsemi er framundan á reitnum allt í kring um gamla Rafmagnsveituhúsið þar sem skimun eftir kórónuveirunni hefur farið fram undanfarin misseri. 19. október 2021 20:01 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Í tilkynningu frá borginni segir að skipulagsfulltrúi Reykjavíkurborgar hafi óskað eftir því við nafnanefnd að fá tillögur að nöfnum gatna í nýrri byggð í Skerjafirði, Ártúnshöfða og Orkureit. Skipulags- og samgönguráð samþykkti tillögur nefndarinnar á fundi sínum í morgun og bíður nú samþykktar borgarráðs. „Í Skerjafirði eru ný gatnaheiti Andvaranes, Otursnes og Reginsnes auk þess sem nýtt torg fær nafnið Igðutorg. Innblásturinn að nýju götunöfnunum er fenginn frá Sigurði Fáfnisbana og sagnaheimi í kringum hann en Otur og Reginn eru bræður Fáfnis en fyrir eru í Skerjafirði til dæmis Fáfnisnes og Gnitanes. „Í Fáfnismálum segir frá för Regins og Sigurðar upp á Gnitaheiði, þar sem Sigurður notar sverðið Gram til að vinna á orminum Fáfni sem liggur á vænum haug af gulli. Síðan steikir garpurinn hjarta Fáfnis yfir eldi. Þegar hann hyggst kanna hvort fullsteikt sé fær hann dropa af hjartablóði ormsins á tunguna, „þá kunni hann fuglsrödd og skildi, hvað igðurnar sögðu“ segir í Snorra Eddu. Og eftir að Sigurður hefur hlustað á snjallan ljóðasöng spörfuglanna um stund drepur hann Regin, bindur gullið í klyfjar sem hann leggur á bak hestinum Grana og ríður á brott,“ segir í Lesbók Morgunblaðsins 29. janúar 2005. Atvinnusaga á Ártúnshöfða Á Ártúnshöfða er innblásturinn öllu tengdari raunheimum og er úr atvinnusögu hverfisins en þar bætast við göturnar Stálhöfði og Steinhöfði og nýr garður fær nafnið Iðjugarður. Múlar nefndir eftir landslagi Á Orkureit, sem er milli Suðurlandsbrautar, Grensásvegar og Ármúla, koma göturnar Dalsmúli, Blámúli, Barðmúli og Lautarmúli. Til viðbótar fær nýtt torg nafnið Múlatorg. Þarna leitar nafnanefnd í þá hefð Múlar séu nefndir eftir landslagi eins og Ármúli og Síðumúli. Þess má geta að blá þýðir þarna mýri. Nafnanefnd var beðin um að leggja til nafn á hliðarveg við Vesturlandsveg, milli Brimness og Kjalarness og er einfaldlega lagt til að vegurinn verði nefndur Hofsvíkurvegur. Einnig var hún beðin um að finna nafn á veg sem liggur frá Þingvallavegi og upp í skíðaskála og loftskeytamastur á Skálafelli. Þar er einfaldleikinn líka í fyrirrúmi og fær vegurinn nafnið Skálafellsvegur. Nafnanefnd skipa Ármann Jakobsson, Guðrún Kvaran, Ásrún Kristjánsdóttir og Nikulás Úlfar Másson, sem er formaður nefndarinnar. Til viðbótar situr Hrafnhildur Sverrisdóttir verkefnisstjóri hjá skipulagsfulltrúa fundi nefndarinnar,“ segir í tilkynningunni.
Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Nýtt íbúðahverfi rís milli Suðurlandsbrautar og Ármúla Íslenskar fasteignir ehf. hafa keypt orkureitinn svo kallaða af Reitum fyrir rúma 3,8 milljarða króna. Mikil uppbygging íbúða og þjónustustarfsemi er framundan á reitnum allt í kring um gamla Rafmagnsveituhúsið þar sem skimun eftir kórónuveirunni hefur farið fram undanfarin misseri. 19. október 2021 20:01 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Nýtt íbúðahverfi rís milli Suðurlandsbrautar og Ármúla Íslenskar fasteignir ehf. hafa keypt orkureitinn svo kallaða af Reitum fyrir rúma 3,8 milljarða króna. Mikil uppbygging íbúða og þjónustustarfsemi er framundan á reitnum allt í kring um gamla Rafmagnsveituhúsið þar sem skimun eftir kórónuveirunni hefur farið fram undanfarin misseri. 19. október 2021 20:01