Fjöldi nýrra gatna og torga í höfuðborginni komnar með heiti Atli Ísleifsson skrifar 3. nóvember 2021 13:27 Blámúli, Barðmúli og Lautarmúli eru meðal nýrra götuheita í Reykjavík. Mikil uppbygging er framundan á Orkureit á mótum Suðurlandsbrautar, Grensásvegar og Ármúla. Reitir Stálhöfði, Andvaranes, Otursnes, Blámúli, Barðmúli og Lautarmúli eru meðal nýrra götuheita í Reykjavík. Götunar sem um ræðir verða í Múlunum, Skerjafirði, og á Ártúnshöfða. Í tilkynningu frá borginni segir að skipulagsfulltrúi Reykjavíkurborgar hafi óskað eftir því við nafnanefnd að fá tillögur að nöfnum gatna í nýrri byggð í Skerjafirði, Ártúnshöfða og Orkureit. Skipulags- og samgönguráð samþykkti tillögur nefndarinnar á fundi sínum í morgun og bíður nú samþykktar borgarráðs. „Í Skerjafirði eru ný gatnaheiti Andvaranes, Otursnes og Reginsnes auk þess sem nýtt torg fær nafnið Igðutorg. Innblásturinn að nýju götunöfnunum er fenginn frá Sigurði Fáfnisbana og sagnaheimi í kringum hann en Otur og Reginn eru bræður Fáfnis en fyrir eru í Skerjafirði til dæmis Fáfnisnes og Gnitanes. „Í Fáfnismálum segir frá för Regins og Sigurðar upp á Gnitaheiði, þar sem Sigurður notar sverðið Gram til að vinna á orminum Fáfni sem liggur á vænum haug af gulli. Síðan steikir garpurinn hjarta Fáfnis yfir eldi. Þegar hann hyggst kanna hvort fullsteikt sé fær hann dropa af hjartablóði ormsins á tunguna, „þá kunni hann fuglsrödd og skildi, hvað igðurnar sögðu“ segir í Snorra Eddu. Og eftir að Sigurður hefur hlustað á snjallan ljóðasöng spörfuglanna um stund drepur hann Regin, bindur gullið í klyfjar sem hann leggur á bak hestinum Grana og ríður á brott,“ segir í Lesbók Morgunblaðsins 29. janúar 2005. Atvinnusaga á Ártúnshöfða Á Ártúnshöfða er innblásturinn öllu tengdari raunheimum og er úr atvinnusögu hverfisins en þar bætast við göturnar Stálhöfði og Steinhöfði og nýr garður fær nafnið Iðjugarður. Múlar nefndir eftir landslagi Á Orkureit, sem er milli Suðurlandsbrautar, Grensásvegar og Ármúla, koma göturnar Dalsmúli, Blámúli, Barðmúli og Lautarmúli. Til viðbótar fær nýtt torg nafnið Múlatorg. Þarna leitar nafnanefnd í þá hefð Múlar séu nefndir eftir landslagi eins og Ármúli og Síðumúli. Þess má geta að blá þýðir þarna mýri. Nafnanefnd var beðin um að leggja til nafn á hliðarveg við Vesturlandsveg, milli Brimness og Kjalarness og er einfaldlega lagt til að vegurinn verði nefndur Hofsvíkurvegur. Einnig var hún beðin um að finna nafn á veg sem liggur frá Þingvallavegi og upp í skíðaskála og loftskeytamastur á Skálafelli. Þar er einfaldleikinn líka í fyrirrúmi og fær vegurinn nafnið Skálafellsvegur. Nafnanefnd skipa Ármann Jakobsson, Guðrún Kvaran, Ásrún Kristjánsdóttir og Nikulás Úlfar Másson, sem er formaður nefndarinnar. Til viðbótar situr Hrafnhildur Sverrisdóttir verkefnisstjóri hjá skipulagsfulltrúa fundi nefndarinnar,“ segir í tilkynningunni. Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Nýtt íbúðahverfi rís milli Suðurlandsbrautar og Ármúla Íslenskar fasteignir ehf. hafa keypt orkureitinn svo kallaða af Reitum fyrir rúma 3,8 milljarða króna. Mikil uppbygging íbúða og þjónustustarfsemi er framundan á reitnum allt í kring um gamla Rafmagnsveituhúsið þar sem skimun eftir kórónuveirunni hefur farið fram undanfarin misseri. 19. október 2021 20:01 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum” er Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum” er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sjá meira
Í tilkynningu frá borginni segir að skipulagsfulltrúi Reykjavíkurborgar hafi óskað eftir því við nafnanefnd að fá tillögur að nöfnum gatna í nýrri byggð í Skerjafirði, Ártúnshöfða og Orkureit. Skipulags- og samgönguráð samþykkti tillögur nefndarinnar á fundi sínum í morgun og bíður nú samþykktar borgarráðs. „Í Skerjafirði eru ný gatnaheiti Andvaranes, Otursnes og Reginsnes auk þess sem nýtt torg fær nafnið Igðutorg. Innblásturinn að nýju götunöfnunum er fenginn frá Sigurði Fáfnisbana og sagnaheimi í kringum hann en Otur og Reginn eru bræður Fáfnis en fyrir eru í Skerjafirði til dæmis Fáfnisnes og Gnitanes. „Í Fáfnismálum segir frá för Regins og Sigurðar upp á Gnitaheiði, þar sem Sigurður notar sverðið Gram til að vinna á orminum Fáfni sem liggur á vænum haug af gulli. Síðan steikir garpurinn hjarta Fáfnis yfir eldi. Þegar hann hyggst kanna hvort fullsteikt sé fær hann dropa af hjartablóði ormsins á tunguna, „þá kunni hann fuglsrödd og skildi, hvað igðurnar sögðu“ segir í Snorra Eddu. Og eftir að Sigurður hefur hlustað á snjallan ljóðasöng spörfuglanna um stund drepur hann Regin, bindur gullið í klyfjar sem hann leggur á bak hestinum Grana og ríður á brott,“ segir í Lesbók Morgunblaðsins 29. janúar 2005. Atvinnusaga á Ártúnshöfða Á Ártúnshöfða er innblásturinn öllu tengdari raunheimum og er úr atvinnusögu hverfisins en þar bætast við göturnar Stálhöfði og Steinhöfði og nýr garður fær nafnið Iðjugarður. Múlar nefndir eftir landslagi Á Orkureit, sem er milli Suðurlandsbrautar, Grensásvegar og Ármúla, koma göturnar Dalsmúli, Blámúli, Barðmúli og Lautarmúli. Til viðbótar fær nýtt torg nafnið Múlatorg. Þarna leitar nafnanefnd í þá hefð Múlar séu nefndir eftir landslagi eins og Ármúli og Síðumúli. Þess má geta að blá þýðir þarna mýri. Nafnanefnd var beðin um að leggja til nafn á hliðarveg við Vesturlandsveg, milli Brimness og Kjalarness og er einfaldlega lagt til að vegurinn verði nefndur Hofsvíkurvegur. Einnig var hún beðin um að finna nafn á veg sem liggur frá Þingvallavegi og upp í skíðaskála og loftskeytamastur á Skálafelli. Þar er einfaldleikinn líka í fyrirrúmi og fær vegurinn nafnið Skálafellsvegur. Nafnanefnd skipa Ármann Jakobsson, Guðrún Kvaran, Ásrún Kristjánsdóttir og Nikulás Úlfar Másson, sem er formaður nefndarinnar. Til viðbótar situr Hrafnhildur Sverrisdóttir verkefnisstjóri hjá skipulagsfulltrúa fundi nefndarinnar,“ segir í tilkynningunni.
Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Nýtt íbúðahverfi rís milli Suðurlandsbrautar og Ármúla Íslenskar fasteignir ehf. hafa keypt orkureitinn svo kallaða af Reitum fyrir rúma 3,8 milljarða króna. Mikil uppbygging íbúða og þjónustustarfsemi er framundan á reitnum allt í kring um gamla Rafmagnsveituhúsið þar sem skimun eftir kórónuveirunni hefur farið fram undanfarin misseri. 19. október 2021 20:01 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum” er Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum” er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sjá meira
Nýtt íbúðahverfi rís milli Suðurlandsbrautar og Ármúla Íslenskar fasteignir ehf. hafa keypt orkureitinn svo kallaða af Reitum fyrir rúma 3,8 milljarða króna. Mikil uppbygging íbúða og þjónustustarfsemi er framundan á reitnum allt í kring um gamla Rafmagnsveituhúsið þar sem skimun eftir kórónuveirunni hefur farið fram undanfarin misseri. 19. október 2021 20:01