„Ég gekk eiginlega með hann á milli lækna“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 3. nóvember 2021 14:30 Kolbrún Huld Þórarinsdóttir var gestur í hlaðvarpinu Kviknar. Vísir/Vilhelm Í hlaðvarpinu Kviknar var fjallað um vara- og tunguhaft barna og vandamál sem því getur fylgt við brjósta og pelagjöf, fæðuinntöku og tali. Móðir með reynslu af því að barn hennar var með stíft tunguhaft, sagði þar frá reynslu sinni. „Fyrstu tvær vikurnar gekk þetta ágætlega,“ segir Kolbrún Huld Þórarinsdóttir. Strákurinn hennar fæddist árið 2019 og var vær til að byrja með, drakk vel og þyngdist vel. „Svo í kringum fimm vikna var hann orðinn rosalega óvær og grét mikið. Hann drakk vitlaust og mér fannst svo óþægilegt að gefa honum því mér fannst hann aldrei klára.“ útskýrir Kolbrún. Hún segir að drengurinn hafi þurft að hafa mikið fyrir hverri gjöf og því einfaldlega sofnað á brjóstinu, búinn á því. „Hann svaf kannski í hálftíma, vaknaði aftur og vildi aftur drekka.“ Prófuðu nokkur lyf Kolbrún segir að hún hafi mætt skilningsleysi í Mæðraverndinni þegar hún bar upp vandamálið og var henni sagt að þetta væri eðlilegt, sennilega væri drengurinn að taka vaxtakipp. „Maður var svo þreyttur og svo um sex vikna hætti hann að þyngjast.“ Henni var ráðlagt að gefa barninu ábót en það gekk illa þar sem hann kastaði upp ábótinni. „Ég gekk eiginlega með hann á milli lækna því að við vorum alltaf með hann grátandi, ég labbaði um gólf á næturna. Labbaði með hann á brjósti á gólfinu, vissi ekki hvað ég ætti að gera.“ Meðal annars var prófað að setja drenginn á kveisulyf og tvö mismunandi bakflæðislyf. Kolbrún var sjálf látin taka út mjólkurvörur úr fæðinu en ekkert virkaði. Einnig var farið með barnið til kírópraktors. „Þrátt fyrir allt þetta þá fundum við enga lausn.“ Lögð inn á sjúkrahús Kolbrún segir frá því í þættinum að læknir hafi sagt henni að hann væri einfaldlega ekki að ná að þrífast vel, enda þyngdist hann og léttist til skiptis. „Mér leið svo illa, ég bara grét og grét og grét. Mér leið bara eins og þetta væri mér að kenna.“ Hún segir að henni hafi verið sagt að mjólkin hennar væri kannski ekki nógu góð eða nógu feit. Mæðginin voru á endanum lögð inn á sjúkrahús. Þar var byrjað að ræða um að barnið þyrfti hugsanlega að fá sondu til að nærast og gerðar voru rannsóknir. „Það þurfti að vigta hann fyrir og eftir hverja gjöf.“ Kolbrún segir að hún hafi rætt við heilbrigðisstarfsfólk um það hvort tunguhaftið gæti verið að trufla næringu hans en fannst eins og á sig væri ekki hlustað. Hægt er að hlusta á viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan. Í þættinum er einnig rætt við talmeinafræðing. Börn og uppeldi Heilbrigðismál Kviknar Tengdar fréttir Tunguhaft barna getur haft áhrif á fæðuinntöku og tal „Ég er talmeinafræðingur og hef verið að sérhæfa mig svolítið í fæðuinntökuvandamálum barna,“ segir Sonja Magnúsdóttir talmeinafræðingur. Hún segir að það ætti að skoða betur vara- og tunguhaft ungbarna hér á landi strax eftir fæðingu. 1. október 2021 14:00 Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Sjá meira
„Fyrstu tvær vikurnar gekk þetta ágætlega,“ segir Kolbrún Huld Þórarinsdóttir. Strákurinn hennar fæddist árið 2019 og var vær til að byrja með, drakk vel og þyngdist vel. „Svo í kringum fimm vikna var hann orðinn rosalega óvær og grét mikið. Hann drakk vitlaust og mér fannst svo óþægilegt að gefa honum því mér fannst hann aldrei klára.“ útskýrir Kolbrún. Hún segir að drengurinn hafi þurft að hafa mikið fyrir hverri gjöf og því einfaldlega sofnað á brjóstinu, búinn á því. „Hann svaf kannski í hálftíma, vaknaði aftur og vildi aftur drekka.“ Prófuðu nokkur lyf Kolbrún segir að hún hafi mætt skilningsleysi í Mæðraverndinni þegar hún bar upp vandamálið og var henni sagt að þetta væri eðlilegt, sennilega væri drengurinn að taka vaxtakipp. „Maður var svo þreyttur og svo um sex vikna hætti hann að þyngjast.“ Henni var ráðlagt að gefa barninu ábót en það gekk illa þar sem hann kastaði upp ábótinni. „Ég gekk eiginlega með hann á milli lækna því að við vorum alltaf með hann grátandi, ég labbaði um gólf á næturna. Labbaði með hann á brjósti á gólfinu, vissi ekki hvað ég ætti að gera.“ Meðal annars var prófað að setja drenginn á kveisulyf og tvö mismunandi bakflæðislyf. Kolbrún var sjálf látin taka út mjólkurvörur úr fæðinu en ekkert virkaði. Einnig var farið með barnið til kírópraktors. „Þrátt fyrir allt þetta þá fundum við enga lausn.“ Lögð inn á sjúkrahús Kolbrún segir frá því í þættinum að læknir hafi sagt henni að hann væri einfaldlega ekki að ná að þrífast vel, enda þyngdist hann og léttist til skiptis. „Mér leið svo illa, ég bara grét og grét og grét. Mér leið bara eins og þetta væri mér að kenna.“ Hún segir að henni hafi verið sagt að mjólkin hennar væri kannski ekki nógu góð eða nógu feit. Mæðginin voru á endanum lögð inn á sjúkrahús. Þar var byrjað að ræða um að barnið þyrfti hugsanlega að fá sondu til að nærast og gerðar voru rannsóknir. „Það þurfti að vigta hann fyrir og eftir hverja gjöf.“ Kolbrún segir að hún hafi rætt við heilbrigðisstarfsfólk um það hvort tunguhaftið gæti verið að trufla næringu hans en fannst eins og á sig væri ekki hlustað. Hægt er að hlusta á viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan. Í þættinum er einnig rætt við talmeinafræðing.
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Kviknar Tengdar fréttir Tunguhaft barna getur haft áhrif á fæðuinntöku og tal „Ég er talmeinafræðingur og hef verið að sérhæfa mig svolítið í fæðuinntökuvandamálum barna,“ segir Sonja Magnúsdóttir talmeinafræðingur. Hún segir að það ætti að skoða betur vara- og tunguhaft ungbarna hér á landi strax eftir fæðingu. 1. október 2021 14:00 Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Sjá meira
Tunguhaft barna getur haft áhrif á fæðuinntöku og tal „Ég er talmeinafræðingur og hef verið að sérhæfa mig svolítið í fæðuinntökuvandamálum barna,“ segir Sonja Magnúsdóttir talmeinafræðingur. Hún segir að það ætti að skoða betur vara- og tunguhaft ungbarna hér á landi strax eftir fæðingu. 1. október 2021 14:00