„Ég gekk eiginlega með hann á milli lækna“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 3. nóvember 2021 14:30 Kolbrún Huld Þórarinsdóttir var gestur í hlaðvarpinu Kviknar. Vísir/Vilhelm Í hlaðvarpinu Kviknar var fjallað um vara- og tunguhaft barna og vandamál sem því getur fylgt við brjósta og pelagjöf, fæðuinntöku og tali. Móðir með reynslu af því að barn hennar var með stíft tunguhaft, sagði þar frá reynslu sinni. „Fyrstu tvær vikurnar gekk þetta ágætlega,“ segir Kolbrún Huld Þórarinsdóttir. Strákurinn hennar fæddist árið 2019 og var vær til að byrja með, drakk vel og þyngdist vel. „Svo í kringum fimm vikna var hann orðinn rosalega óvær og grét mikið. Hann drakk vitlaust og mér fannst svo óþægilegt að gefa honum því mér fannst hann aldrei klára.“ útskýrir Kolbrún. Hún segir að drengurinn hafi þurft að hafa mikið fyrir hverri gjöf og því einfaldlega sofnað á brjóstinu, búinn á því. „Hann svaf kannski í hálftíma, vaknaði aftur og vildi aftur drekka.“ Prófuðu nokkur lyf Kolbrún segir að hún hafi mætt skilningsleysi í Mæðraverndinni þegar hún bar upp vandamálið og var henni sagt að þetta væri eðlilegt, sennilega væri drengurinn að taka vaxtakipp. „Maður var svo þreyttur og svo um sex vikna hætti hann að þyngjast.“ Henni var ráðlagt að gefa barninu ábót en það gekk illa þar sem hann kastaði upp ábótinni. „Ég gekk eiginlega með hann á milli lækna því að við vorum alltaf með hann grátandi, ég labbaði um gólf á næturna. Labbaði með hann á brjósti á gólfinu, vissi ekki hvað ég ætti að gera.“ Meðal annars var prófað að setja drenginn á kveisulyf og tvö mismunandi bakflæðislyf. Kolbrún var sjálf látin taka út mjólkurvörur úr fæðinu en ekkert virkaði. Einnig var farið með barnið til kírópraktors. „Þrátt fyrir allt þetta þá fundum við enga lausn.“ Lögð inn á sjúkrahús Kolbrún segir frá því í þættinum að læknir hafi sagt henni að hann væri einfaldlega ekki að ná að þrífast vel, enda þyngdist hann og léttist til skiptis. „Mér leið svo illa, ég bara grét og grét og grét. Mér leið bara eins og þetta væri mér að kenna.“ Hún segir að henni hafi verið sagt að mjólkin hennar væri kannski ekki nógu góð eða nógu feit. Mæðginin voru á endanum lögð inn á sjúkrahús. Þar var byrjað að ræða um að barnið þyrfti hugsanlega að fá sondu til að nærast og gerðar voru rannsóknir. „Það þurfti að vigta hann fyrir og eftir hverja gjöf.“ Kolbrún segir að hún hafi rætt við heilbrigðisstarfsfólk um það hvort tunguhaftið gæti verið að trufla næringu hans en fannst eins og á sig væri ekki hlustað. Hægt er að hlusta á viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan. Í þættinum er einnig rætt við talmeinafræðing. Börn og uppeldi Heilbrigðismál Kviknar Tengdar fréttir Tunguhaft barna getur haft áhrif á fæðuinntöku og tal „Ég er talmeinafræðingur og hef verið að sérhæfa mig svolítið í fæðuinntökuvandamálum barna,“ segir Sonja Magnúsdóttir talmeinafræðingur. Hún segir að það ætti að skoða betur vara- og tunguhaft ungbarna hér á landi strax eftir fæðingu. 1. október 2021 14:00 Mest lesið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Íslendingar geta verið sóðar Lífið samstarf Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Fleiri fréttir Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Sjá meira
„Fyrstu tvær vikurnar gekk þetta ágætlega,“ segir Kolbrún Huld Þórarinsdóttir. Strákurinn hennar fæddist árið 2019 og var vær til að byrja með, drakk vel og þyngdist vel. „Svo í kringum fimm vikna var hann orðinn rosalega óvær og grét mikið. Hann drakk vitlaust og mér fannst svo óþægilegt að gefa honum því mér fannst hann aldrei klára.“ útskýrir Kolbrún. Hún segir að drengurinn hafi þurft að hafa mikið fyrir hverri gjöf og því einfaldlega sofnað á brjóstinu, búinn á því. „Hann svaf kannski í hálftíma, vaknaði aftur og vildi aftur drekka.“ Prófuðu nokkur lyf Kolbrún segir að hún hafi mætt skilningsleysi í Mæðraverndinni þegar hún bar upp vandamálið og var henni sagt að þetta væri eðlilegt, sennilega væri drengurinn að taka vaxtakipp. „Maður var svo þreyttur og svo um sex vikna hætti hann að þyngjast.“ Henni var ráðlagt að gefa barninu ábót en það gekk illa þar sem hann kastaði upp ábótinni. „Ég gekk eiginlega með hann á milli lækna því að við vorum alltaf með hann grátandi, ég labbaði um gólf á næturna. Labbaði með hann á brjósti á gólfinu, vissi ekki hvað ég ætti að gera.“ Meðal annars var prófað að setja drenginn á kveisulyf og tvö mismunandi bakflæðislyf. Kolbrún var sjálf látin taka út mjólkurvörur úr fæðinu en ekkert virkaði. Einnig var farið með barnið til kírópraktors. „Þrátt fyrir allt þetta þá fundum við enga lausn.“ Lögð inn á sjúkrahús Kolbrún segir frá því í þættinum að læknir hafi sagt henni að hann væri einfaldlega ekki að ná að þrífast vel, enda þyngdist hann og léttist til skiptis. „Mér leið svo illa, ég bara grét og grét og grét. Mér leið bara eins og þetta væri mér að kenna.“ Hún segir að henni hafi verið sagt að mjólkin hennar væri kannski ekki nógu góð eða nógu feit. Mæðginin voru á endanum lögð inn á sjúkrahús. Þar var byrjað að ræða um að barnið þyrfti hugsanlega að fá sondu til að nærast og gerðar voru rannsóknir. „Það þurfti að vigta hann fyrir og eftir hverja gjöf.“ Kolbrún segir að hún hafi rætt við heilbrigðisstarfsfólk um það hvort tunguhaftið gæti verið að trufla næringu hans en fannst eins og á sig væri ekki hlustað. Hægt er að hlusta á viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan. Í þættinum er einnig rætt við talmeinafræðing.
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Kviknar Tengdar fréttir Tunguhaft barna getur haft áhrif á fæðuinntöku og tal „Ég er talmeinafræðingur og hef verið að sérhæfa mig svolítið í fæðuinntökuvandamálum barna,“ segir Sonja Magnúsdóttir talmeinafræðingur. Hún segir að það ætti að skoða betur vara- og tunguhaft ungbarna hér á landi strax eftir fæðingu. 1. október 2021 14:00 Mest lesið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Íslendingar geta verið sóðar Lífið samstarf Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Fleiri fréttir Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Sjá meira
Tunguhaft barna getur haft áhrif á fæðuinntöku og tal „Ég er talmeinafræðingur og hef verið að sérhæfa mig svolítið í fæðuinntökuvandamálum barna,“ segir Sonja Magnúsdóttir talmeinafræðingur. Hún segir að það ætti að skoða betur vara- og tunguhaft ungbarna hér á landi strax eftir fæðingu. 1. október 2021 14:00