Hann hefur einnig ítrekað verið stöðvaður við akstur án gildra ökuréttinda og var vistaður í fangageymslu vegna rannsóknar málsins. Í tilkynningu frá lögreglu segir að ekki sé vitað um meiðsl ökumanna eða farþega.
Um klukkan 23 í gærkvöldi var ung kona í annarlegu ástandi handtekin í miðborginni. Ítrekaði hafði verið tilkynnt um konuna sökum ástands hennar. Lögregla gerði tilraun til að aka henni heim en þegar það gekk ekki var hún vistuð í fangageymslu.
Ungur maður í annarlegu ástandi var handtekinn seinna um nóttina í póstnúmerinu 105. Var hann sömuleiðis vistaður í fangageymslu sökum ástands.