Ísland: há laun – dýrt að lifa og búa Drífa Snædal skrifar 29. október 2021 14:31 Í gær var það staðfest með útgáfu haustskýrslu kjaratölfræðinefndar að sá árangur sem stefnt var að með kjarasamningunum 2019 náðist. Laun hafa hækkað umfram verðlag og lægstu laun hafa hækkað mest. Skilgreint er hversu stór hluti kjarabótanna kom í gegnum styttingu vinnuvikunnar og er það einnig staðfest að hið opinbera leiðir þá vegferð. Eins og við mátti búast er því slegið upp í fjölmiðlum að laun séu mjög há hér á landi og megum við vera stolt af því að hafa náð árangri með sterkri verkalýðshreyfingu. Það verður hins vegar að halda því til haga með sama hætti að það er töluvert dýrara að lifa hér heldur en víðast hvar. Matvöruverð er hærra, húsnæðiskostnaður sömuleiðis og aðrir þættir sem nauðsynlegir eru til að njóta lífsins. Það er því töluverð einföldun að segja bara frá launum en ekki útgjöldum. Eftir stendur að fjöldi fólks á vinnumarkaði á erfitt með að ná endum saman og vegur húsnæðiskostnaður þar einna þyngst. Það mun skipta öllu máli í aðdraganda kjaraviðræðna á næsta ári til hvaða aðgerða ný ríkisstjórn grípur til með það að markmiði að lækka húsnæðiskostnað og auka húsnæðisöryggi. Verkalýðshreyfingin mun ekki liggja á liði sínu í þeim efnum. Versta birtingarmynd erfiðs húsnæðismarkaðar er búseta í óöruggu atvinnuhúsnæði. Það er húsnæði sem er ekki samþykkt íbúðarhúsnæði, öryggismál geta verið í lamasessi og aðbúnaður ekki mannsæmandi. Það er því fagnaðarefni að Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og Alþýðusamband Íslands hafa tekið höndum saman um að kortleggja þessa búsetu með það að markmiði að tryggja öryggi fólks sem býr í atvinnuhúsnæði. Ætlunin er að gera þetta svo um allt land. Ástæða þess að Alþýðusambandið leggur mikla vinnu í þetta verkefni er að þarna eru félagar í verkalýðsfélögum sem búa við óviðunandi aðstæður og við viljum fylgja því eftir að úr verði bætt. Við leggjum meðal annars til eftirlitsfulltrúa sem eru sérþjálfaðir í að ná sambandi við fólk og byggja upp traust. Sérstök áhersla er á tryggja öryggi fólks þar sem það er, en alls ekki að ógna húsnæðis- eða atvinnuöryggi þess. Þótt ýmsir vilji draga úr eftirliti og oft á forsendum sem eru ekki verjandi, þá er það hluti af gangverki okkar. Eftirlit stéttarfélaganna hefur til að mynda bjargað fjölda fólks úr óviðunandi aðstæðum, aukið möguleika til að fá kjör leiðrétt og aðbúnað bættan. Ekki síst veitir eftirlitið atvinnurekendum aðhald og á því er svo sannarlega oft þörf. Góð helgi,Drífa Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Sjá meira
Í gær var það staðfest með útgáfu haustskýrslu kjaratölfræðinefndar að sá árangur sem stefnt var að með kjarasamningunum 2019 náðist. Laun hafa hækkað umfram verðlag og lægstu laun hafa hækkað mest. Skilgreint er hversu stór hluti kjarabótanna kom í gegnum styttingu vinnuvikunnar og er það einnig staðfest að hið opinbera leiðir þá vegferð. Eins og við mátti búast er því slegið upp í fjölmiðlum að laun séu mjög há hér á landi og megum við vera stolt af því að hafa náð árangri með sterkri verkalýðshreyfingu. Það verður hins vegar að halda því til haga með sama hætti að það er töluvert dýrara að lifa hér heldur en víðast hvar. Matvöruverð er hærra, húsnæðiskostnaður sömuleiðis og aðrir þættir sem nauðsynlegir eru til að njóta lífsins. Það er því töluverð einföldun að segja bara frá launum en ekki útgjöldum. Eftir stendur að fjöldi fólks á vinnumarkaði á erfitt með að ná endum saman og vegur húsnæðiskostnaður þar einna þyngst. Það mun skipta öllu máli í aðdraganda kjaraviðræðna á næsta ári til hvaða aðgerða ný ríkisstjórn grípur til með það að markmiði að lækka húsnæðiskostnað og auka húsnæðisöryggi. Verkalýðshreyfingin mun ekki liggja á liði sínu í þeim efnum. Versta birtingarmynd erfiðs húsnæðismarkaðar er búseta í óöruggu atvinnuhúsnæði. Það er húsnæði sem er ekki samþykkt íbúðarhúsnæði, öryggismál geta verið í lamasessi og aðbúnaður ekki mannsæmandi. Það er því fagnaðarefni að Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og Alþýðusamband Íslands hafa tekið höndum saman um að kortleggja þessa búsetu með það að markmiði að tryggja öryggi fólks sem býr í atvinnuhúsnæði. Ætlunin er að gera þetta svo um allt land. Ástæða þess að Alþýðusambandið leggur mikla vinnu í þetta verkefni er að þarna eru félagar í verkalýðsfélögum sem búa við óviðunandi aðstæður og við viljum fylgja því eftir að úr verði bætt. Við leggjum meðal annars til eftirlitsfulltrúa sem eru sérþjálfaðir í að ná sambandi við fólk og byggja upp traust. Sérstök áhersla er á tryggja öryggi fólks þar sem það er, en alls ekki að ógna húsnæðis- eða atvinnuöryggi þess. Þótt ýmsir vilji draga úr eftirliti og oft á forsendum sem eru ekki verjandi, þá er það hluti af gangverki okkar. Eftirlit stéttarfélaganna hefur til að mynda bjargað fjölda fólks úr óviðunandi aðstæðum, aukið möguleika til að fá kjör leiðrétt og aðbúnað bættan. Ekki síst veitir eftirlitið atvinnurekendum aðhald og á því er svo sannarlega oft þörf. Góð helgi,Drífa Höfundur er forseti ASÍ.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun