Orkuboltar, íþróttir og ADHD! Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar 29. október 2021 11:30 Október er alþjóðlegur ADHD vitundarmánuður og tilgangurinn að vekja athygli á aðstæðum einstaklinga með ADHD. Að venju er lokaviðburður mánaðarins málþing ADHD samtakanna sem haldið er á Grand Hótel í dag. Yfirskriftin er „Orkuboltar og íþróttir“ og málþinginu ætlað að varpa ljósi á stöðu einstaklinga með ADHD í íþrótta- og tómstundastarfi. Hægt er að fylgjast með málþinginu í beinu streymi á Facebook síðu adhd samtakanna. Eðli máls samkvæmt er hreyfing stór hluti íþróttaiðkunar. Eins er góð ástæða fyrir að eitt besta þekkta einkenni ADHD er hreyfiofvirkni. Grunnorsök ADHD er röskun á taugaþroska í framheilastöðvum sem aftur veldur því að heili eins og minn vannýtir heilaboðefni á borð við dópamína áður en það hverfur. Öll hreyfing eykur framleiðslu dópamíns og styður þar með við eðlilega virkni í þessum heilastöðvum. Hreyfiofvirkni er upphaflega ómeðvituð leið barns til að styðja við dópamínbúskapinn. Því gefur auga leið að íþróttir geta gagnast vel einstaklingum með ADHD. Enda skal engan undra hversu margt afreksfólk í íþróttum er jafnframt með ADHD. Hvað umfjöllunarefni málþingsins varðar kemur fleira til. Börn með ADHD standa frammi fyrir ýmsum áskorunum þegar litið er til íþróttaiðkunar. Að meðtaka fyrirmæli, vinna í stórum hópum og halda aftur af sér á réttum stöðum eru aðstæður sem einstaklingar með ADHD eiga oft erfitt með – og geta verið hamlandi þáttur í íþróttastarfi. Því er mikilvægt að þjálfarar og aðrir sem vinna með börn með ADHD séu færir um að sýna skilning og hafi þekkingu á þeim áskorunum sem börn með ADHD standa frammi fyrir. Eins reynir íþrótta- og tómstundastarf mikið á félagsfærni barna með ADHD, sem oft er af skornum skammti. Samhliða undirbúningi á nýju námskeiði á vegum ADHD samtakanna, „TÍA – tómstundir, íþróttir og ADHD“ sem ætlað fyrir þjálfara og aðstoðarfólk þeirra, létu samtökin framkvæma rannsókn þessu tengt, á upplifun foreldra barna með ADHD. Ég hef undir höndum frumdrög af niðurstöðunum sem mér þykja fyrir margra hluta sakir áhugaverðar. Svo eitthvað sé tínnt til þá höfðu erfiðleikar í tengslum við íþróttaþátttöku hjá íþróttafélagi komið upp hjá rúmlega helmingi barnanna – eða 53,4% – en ólíkt íþróttum höfðu ekki nema 29% barna upplifað erfiðleika í þátttöku á tómstundastarfi. Í skriflegum svörum kemur ýmislegt fram, bæði jákvætt og neikvætt. Sumt kemu varla á óvart, einelti bæði á skólatíma og í þessu starfi, góðir leiðbeinendur sem gera gæfumuninn og svon hinir sem ekki ná til einstaklingsins eða hópsins í heild, geta eða vangeta til að veita hverju barni athygli og stuðning á þess eigin forsendum og svo má lengi telja. Eitt les ég þó milli lína og vil ítreka hér: Þó hugmyndafræði námskeiðsins fókusi á börn með ADHD þá muni breytt og bætt vinnubrögð eflaust gagnast fleirum. Hvort heldur einstaklingum með aðrar raskanir og/eða vandamál, nú eða hreinlega öllum hópnum. Á málþinginu verður fjallað á ýmsan máta um þær áskoranir sem börn með ADHD mæta í íþrótta-og tómstundastarfi og hvernig hægt er að koma til móts við þeirra þarfir. Von okkar hjá ADHD samtökunum er að málþingið og sú umræða sem það skapar leiði til betra íþrótta- og tómsstundastarfs – ekki bara fyrir börn með ADHD, heldur okkur öll. Höfundur er formaður ADHD samtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Hjálmarsson Íþróttir barna Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Október er alþjóðlegur ADHD vitundarmánuður og tilgangurinn að vekja athygli á aðstæðum einstaklinga með ADHD. Að venju er lokaviðburður mánaðarins málþing ADHD samtakanna sem haldið er á Grand Hótel í dag. Yfirskriftin er „Orkuboltar og íþróttir“ og málþinginu ætlað að varpa ljósi á stöðu einstaklinga með ADHD í íþrótta- og tómstundastarfi. Hægt er að fylgjast með málþinginu í beinu streymi á Facebook síðu adhd samtakanna. Eðli máls samkvæmt er hreyfing stór hluti íþróttaiðkunar. Eins er góð ástæða fyrir að eitt besta þekkta einkenni ADHD er hreyfiofvirkni. Grunnorsök ADHD er röskun á taugaþroska í framheilastöðvum sem aftur veldur því að heili eins og minn vannýtir heilaboðefni á borð við dópamína áður en það hverfur. Öll hreyfing eykur framleiðslu dópamíns og styður þar með við eðlilega virkni í þessum heilastöðvum. Hreyfiofvirkni er upphaflega ómeðvituð leið barns til að styðja við dópamínbúskapinn. Því gefur auga leið að íþróttir geta gagnast vel einstaklingum með ADHD. Enda skal engan undra hversu margt afreksfólk í íþróttum er jafnframt með ADHD. Hvað umfjöllunarefni málþingsins varðar kemur fleira til. Börn með ADHD standa frammi fyrir ýmsum áskorunum þegar litið er til íþróttaiðkunar. Að meðtaka fyrirmæli, vinna í stórum hópum og halda aftur af sér á réttum stöðum eru aðstæður sem einstaklingar með ADHD eiga oft erfitt með – og geta verið hamlandi þáttur í íþróttastarfi. Því er mikilvægt að þjálfarar og aðrir sem vinna með börn með ADHD séu færir um að sýna skilning og hafi þekkingu á þeim áskorunum sem börn með ADHD standa frammi fyrir. Eins reynir íþrótta- og tómstundastarf mikið á félagsfærni barna með ADHD, sem oft er af skornum skammti. Samhliða undirbúningi á nýju námskeiði á vegum ADHD samtakanna, „TÍA – tómstundir, íþróttir og ADHD“ sem ætlað fyrir þjálfara og aðstoðarfólk þeirra, létu samtökin framkvæma rannsókn þessu tengt, á upplifun foreldra barna með ADHD. Ég hef undir höndum frumdrög af niðurstöðunum sem mér þykja fyrir margra hluta sakir áhugaverðar. Svo eitthvað sé tínnt til þá höfðu erfiðleikar í tengslum við íþróttaþátttöku hjá íþróttafélagi komið upp hjá rúmlega helmingi barnanna – eða 53,4% – en ólíkt íþróttum höfðu ekki nema 29% barna upplifað erfiðleika í þátttöku á tómstundastarfi. Í skriflegum svörum kemur ýmislegt fram, bæði jákvætt og neikvætt. Sumt kemu varla á óvart, einelti bæði á skólatíma og í þessu starfi, góðir leiðbeinendur sem gera gæfumuninn og svon hinir sem ekki ná til einstaklingsins eða hópsins í heild, geta eða vangeta til að veita hverju barni athygli og stuðning á þess eigin forsendum og svo má lengi telja. Eitt les ég þó milli lína og vil ítreka hér: Þó hugmyndafræði námskeiðsins fókusi á börn með ADHD þá muni breytt og bætt vinnubrögð eflaust gagnast fleirum. Hvort heldur einstaklingum með aðrar raskanir og/eða vandamál, nú eða hreinlega öllum hópnum. Á málþinginu verður fjallað á ýmsan máta um þær áskoranir sem börn með ADHD mæta í íþrótta-og tómstundastarfi og hvernig hægt er að koma til móts við þeirra þarfir. Von okkar hjá ADHD samtökunum er að málþingið og sú umræða sem það skapar leiði til betra íþrótta- og tómsstundastarfs – ekki bara fyrir börn með ADHD, heldur okkur öll. Höfundur er formaður ADHD samtakanna.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun