FAST 112 hetjurnar vilja hitta ykkur! Marianne E. Klinke skrifar 29. október 2021 09:01 Slag, öðru nafni heilablóðfall, er önnur algengasta orsök dauðsfalla í heiminum og ein algengasta orsök þess að fullorðið fólk býr við færniskerðingu. Eitt af hverjum fjórum okkar má búast við því að fá slag á lífsleiðinni, ef miðað er við tölur frá Alþjóðlegu slagsamtökunum. Í dag er alþjóðlegi slagdagurinn – og því er við hæfi að spyrja hvort þú þekkir helstu einkenni slags? Slag er hægt að meðhöndla og leiti fólk tafarlaust aðstoðar aukast líkur á bata verulega. Við, sem vinnum með þessum sjúklingum, vitum að margir bíða of lengi án þess að leita sér aðstoðar eftir upphaf einkenna. Þeir reyna að harka af sér eða hvíla sig og leita ráða hjá vinum og ættingjum í stað þess að hringja strax í Neyðarlínuna. Þannig tapast verðmætur tími. Það er afar mikilvægt að allir í fjölskyldunni þekki einkenni slags og rétt viðbrögð til að auka möguleika á bata. Námsefni fyrir börn – fræðir alla fjölskylduna FAST 112 er alþjóðlegt verðlaunaverkefni sem veitir leik- og grunnskólum skemmtilegt námsefni sem gagnast bæði börnum og fjölskyldum þeirra. FAST stendur fyrir Face (andlit), Arm (handleggur), Speech (tal) og Time (tími). Það skiptir máli að kenna almenningi að þekkja helstu einkennin. Ef þau sjá einhvern sem skyndilega missir mátt í andliti eða handlegg og/eða fær talerfiðleika þarf að kalla tafarlaust eftir aðstoð með því að hringja 112. Tíminn skiptir nefnilega máli. Námsefnið til að kenna FAST 112 var þróað af menntavísindasviði háskólans í Makedóníu í Grikklandi. Það byggir á því að fræða börn á aldrinum 5-9 ára um slag með það fyrir augum að þau miðli þekkingunni áfram til fjölskyldunnar. Kennslan fer fram í gegnum skemmtilegar teiknimyndapersónur, Friðrik fyndna fés, Arnór arm og Soffíu söngkonu, sem eru ofurhetjur á efri árum og barnabarn þeirra Tómasi tímanlega. Einnig eru leikir, verkefni og söngur þar sem þau m.a. læra að hringja í Neyðarlínuna. Börnin eru hvött til að miðla þekkingu sinni áfram, til að mynda með því að senda ömmu og afa falleg póstkort með gagnlegum upplýsingum. Verkefnið skilar árangri Verkefninu var hleypt af stokkunum vorið 2021 í fjölmörgum löndum s.s. Suður-Afríku, Úkraínu, Spáni, Ítalíu og Bretlandi. Nú þegar hafa um 5.700 kennarar frá 1.900 skólum með samtals 72.500 börnum tekið þátt í verkefninu. Þá hafa 4.200 foreldrar lokið verkefnum með börnum sínum. Niðurstöður rannsókna benda til að fræðslan sé áhrifarík og að foreldrar barna sem taka þátt bæti þekkingu sína um einkenni slags. Þá er gaman að segja frá að við höfum heyrt af fjölda dæma þar sem verkefnið hefur leitt til skjótra og réttra viðbragða. Verkefninu er stýrt af mér en ég hef einnig þýtt námsefnið í samstarfi við Kristínu Ásgeirsdóttur, taugahjúkrunarfræðing. Það hefur verið rýnt og staðfært að íslenskum aðstæðum samkvæmt ráðleggingum sérfræðinga á þessu sviði, þ.m.t. taugalæknum, taugahjúkrunarfræðingum og leikskólakennurum. Börn hafa einnig tekið þátt með því að að finna áhugaverð nöfn á ofurhetjurnar. Það er sönn ánægja að geta boðið íslenskum börnum og fjölskyldum þeirra upp á námsefnið. Fyrsti skólinn, leikskólinn Brákaborg, hóf þátttöku í verkefninu nú í október og nú fer fram kynning á verkefninu um allt land. Einfalt að taka þátt Kennslan er einföld og er skipt í fimm kennslustundir. Kennarar þurfa ekki mikinn undirbúning, aðeins að skrá bekkinn sinn á vefsíðunni fastheroes.com og lesa eina rafbók í hverri kennslustund. Rafbókin leiðir svo kennarann og börnin í gegnum kennslustundina. Hvert barn fær afhent veglega verkefnabók stútfulla af leikjum og skemmtilegu efni. Verkefnið er stutt af samtökunum Heilaheill á Íslandi og alþjóðlegu og evrópsku slagsamtökunum, WSO og ESO. Innleiðingin á Íslandi er fjármögnuð af Angels Initiative, alþjóðlegum slagsamtökum. Vonir standa til þess að verkefnið verði sjálfbært með stuðningi íslenskra aðila og verði hluti af menntun barna og fjölskyldna þeirra. Efnið stendur öllum þeim sem koma að fræðslu barna á aldrinum 5-9 ára til boða endurgjaldslaust. Við hvetjum alla skóla til að taka þátt með því að skrá sig á heimasíðu verkefnisins fastheroes.com. Þá er einnig hægt að fylgjast með okkur á Facebook, Fast 112 hetjurnar, þar sem birtast myndir og skemmtilegar færslur sem ýta undir þekkingu og forvarnir. Höfundur er verkefnastjóri FAST 112 hetjanna á Íslandi, dósent við HÍ og forstöðumaður fræðasviðs í hjúkrun tauga- og taugaendurhæfingarsjúklinga á Landspítala. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Slag, öðru nafni heilablóðfall, er önnur algengasta orsök dauðsfalla í heiminum og ein algengasta orsök þess að fullorðið fólk býr við færniskerðingu. Eitt af hverjum fjórum okkar má búast við því að fá slag á lífsleiðinni, ef miðað er við tölur frá Alþjóðlegu slagsamtökunum. Í dag er alþjóðlegi slagdagurinn – og því er við hæfi að spyrja hvort þú þekkir helstu einkenni slags? Slag er hægt að meðhöndla og leiti fólk tafarlaust aðstoðar aukast líkur á bata verulega. Við, sem vinnum með þessum sjúklingum, vitum að margir bíða of lengi án þess að leita sér aðstoðar eftir upphaf einkenna. Þeir reyna að harka af sér eða hvíla sig og leita ráða hjá vinum og ættingjum í stað þess að hringja strax í Neyðarlínuna. Þannig tapast verðmætur tími. Það er afar mikilvægt að allir í fjölskyldunni þekki einkenni slags og rétt viðbrögð til að auka möguleika á bata. Námsefni fyrir börn – fræðir alla fjölskylduna FAST 112 er alþjóðlegt verðlaunaverkefni sem veitir leik- og grunnskólum skemmtilegt námsefni sem gagnast bæði börnum og fjölskyldum þeirra. FAST stendur fyrir Face (andlit), Arm (handleggur), Speech (tal) og Time (tími). Það skiptir máli að kenna almenningi að þekkja helstu einkennin. Ef þau sjá einhvern sem skyndilega missir mátt í andliti eða handlegg og/eða fær talerfiðleika þarf að kalla tafarlaust eftir aðstoð með því að hringja 112. Tíminn skiptir nefnilega máli. Námsefnið til að kenna FAST 112 var þróað af menntavísindasviði háskólans í Makedóníu í Grikklandi. Það byggir á því að fræða börn á aldrinum 5-9 ára um slag með það fyrir augum að þau miðli þekkingunni áfram til fjölskyldunnar. Kennslan fer fram í gegnum skemmtilegar teiknimyndapersónur, Friðrik fyndna fés, Arnór arm og Soffíu söngkonu, sem eru ofurhetjur á efri árum og barnabarn þeirra Tómasi tímanlega. Einnig eru leikir, verkefni og söngur þar sem þau m.a. læra að hringja í Neyðarlínuna. Börnin eru hvött til að miðla þekkingu sinni áfram, til að mynda með því að senda ömmu og afa falleg póstkort með gagnlegum upplýsingum. Verkefnið skilar árangri Verkefninu var hleypt af stokkunum vorið 2021 í fjölmörgum löndum s.s. Suður-Afríku, Úkraínu, Spáni, Ítalíu og Bretlandi. Nú þegar hafa um 5.700 kennarar frá 1.900 skólum með samtals 72.500 börnum tekið þátt í verkefninu. Þá hafa 4.200 foreldrar lokið verkefnum með börnum sínum. Niðurstöður rannsókna benda til að fræðslan sé áhrifarík og að foreldrar barna sem taka þátt bæti þekkingu sína um einkenni slags. Þá er gaman að segja frá að við höfum heyrt af fjölda dæma þar sem verkefnið hefur leitt til skjótra og réttra viðbragða. Verkefninu er stýrt af mér en ég hef einnig þýtt námsefnið í samstarfi við Kristínu Ásgeirsdóttur, taugahjúkrunarfræðing. Það hefur verið rýnt og staðfært að íslenskum aðstæðum samkvæmt ráðleggingum sérfræðinga á þessu sviði, þ.m.t. taugalæknum, taugahjúkrunarfræðingum og leikskólakennurum. Börn hafa einnig tekið þátt með því að að finna áhugaverð nöfn á ofurhetjurnar. Það er sönn ánægja að geta boðið íslenskum börnum og fjölskyldum þeirra upp á námsefnið. Fyrsti skólinn, leikskólinn Brákaborg, hóf þátttöku í verkefninu nú í október og nú fer fram kynning á verkefninu um allt land. Einfalt að taka þátt Kennslan er einföld og er skipt í fimm kennslustundir. Kennarar þurfa ekki mikinn undirbúning, aðeins að skrá bekkinn sinn á vefsíðunni fastheroes.com og lesa eina rafbók í hverri kennslustund. Rafbókin leiðir svo kennarann og börnin í gegnum kennslustundina. Hvert barn fær afhent veglega verkefnabók stútfulla af leikjum og skemmtilegu efni. Verkefnið er stutt af samtökunum Heilaheill á Íslandi og alþjóðlegu og evrópsku slagsamtökunum, WSO og ESO. Innleiðingin á Íslandi er fjármögnuð af Angels Initiative, alþjóðlegum slagsamtökum. Vonir standa til þess að verkefnið verði sjálfbært með stuðningi íslenskra aðila og verði hluti af menntun barna og fjölskyldna þeirra. Efnið stendur öllum þeim sem koma að fræðslu barna á aldrinum 5-9 ára til boða endurgjaldslaust. Við hvetjum alla skóla til að taka þátt með því að skrá sig á heimasíðu verkefnisins fastheroes.com. Þá er einnig hægt að fylgjast með okkur á Facebook, Fast 112 hetjurnar, þar sem birtast myndir og skemmtilegar færslur sem ýta undir þekkingu og forvarnir. Höfundur er verkefnastjóri FAST 112 hetjanna á Íslandi, dósent við HÍ og forstöðumaður fræðasviðs í hjúkrun tauga- og taugaendurhæfingarsjúklinga á Landspítala.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun