Kristilegir demókratar í kreppu Ívar Már Arthúrsson skrifar 26. október 2021 15:00 Eftir kosningarnar til þýska sambandsþingsins sem fram fóru þann 26. september síðastliðinn varð fljótlega ljóst að þrír flokkar myndu ræða saman um mögulegt stjórnarsamstarf. Það eru Jafnaðarmannaflokkurinn, Græningjaflokkurinn og flokkur Frjálsra Demókrata. Nú hafa fulltrúar allra þessara flokka samþykkt að hefja formlegar stjórnarnmyndurnarviðræður og því má ganga út frá því að þeir myndi nýja stjórn og að Olaf Scholz, frá Jafnaðarmannaflokknum, sem í dag er fjármálaráðherra og varakanslari landsins, muni taka við af Angelu Merkel, og það líklega fyrir jól. Jafnaðarmenn sigruðu kosningarnar, á meðan flokkarnir tveir sem mynda saman þingflokk á Sambandsþinginu, Kristilega bandalagið (CSU) í Bæjaralandi og Kristilegir Demókratar (CDU), í öllum öðrum fylkjum þýskalands, töpuðu og þurftu meira að segja að sætta sig við lakasta árangur sinn í þingkosningum frá stofnun flokkkana. Nánast útilokað þykir að flokkurinn veði hluti af næstu ríkisstjórn landsins. Það er sennilega margt sem varð til þess að kosningarnar fóru á þennan veg, en ein ástæðan er án efa að kanslaraefni þeirra, Armin Laschet, er frekar óvinsæll meðal Þjóðverja. Það hjálpaði heldur ekki til, þegar hann ásamt forseta Þýskalands , Frank Walter Steinmeier, heimsótti flóðasvæðin í vesturhluta landsins í sumar, þar sem yfir 100 manns höfðu látið lífið, og fór að hlæja á meðan forsetinn hélt stutta ræðu. En þó er fleira sem varð þess valdandi að kristilegir munu að öllum líkindum þurfa að vera í stjórnarandstöðu á næsta kjörtímabili. Þeir eru nú í mikilli kreppu. Ljóst er að Laschet mun innan skamms hætta sem formaður síns flokks og sem stendur eru þó nokkrir sem eru taldir vilja bjóða sig fram til formennsku. Þeirra á meðal eru Norbert Röttgen, fyrrverandi umhverfisráðherra Þýskalands. Hann hefur áður boðið sig fram til formennsku. Það var í janúar síðastliðinn, en þá fékk hann ekki mikið fylgi. Það gæti þó farið á annan veg, ef hann byði sig fram nú, þar sem innan flokksins eru háværar kröfur um að gera hann nútímalegri og setja umhverfismálin í auknum mæli á oddinn. Margir telja að Röttgen sé einmitt rétti maðurinn til þess að ganga í þetta verkefni. Annar sem gæti orðið næsti formaður er Jens Spahn, heilbrigðisráðherra Þjóðverja. Hann er vinsæll á hægri væng flokksins sem er frekar öflugur og áhrifamikill. Krafan er ekki einungis sú að flokkurinn verði nútímalegri og umhverfissinnaðri, heldur einnig að unga fólkið og konurnar í flokknum verði meira áberandi. Einnig hefur það ítrekað verið rætt að bæta þurfi tengsl flokksins við bævereska systurflokkinn. Næsta formanns bíða því umfangsmikil verkefni, hver sem hann verður. Það verður alls ekki auðvelt að endurnýja flokkinn þannig, að allur þorri flokksmanna verði sáttur við hann í framtíðinni. Höfundur er nemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar í Þýskalandi Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Eftir kosningarnar til þýska sambandsþingsins sem fram fóru þann 26. september síðastliðinn varð fljótlega ljóst að þrír flokkar myndu ræða saman um mögulegt stjórnarsamstarf. Það eru Jafnaðarmannaflokkurinn, Græningjaflokkurinn og flokkur Frjálsra Demókrata. Nú hafa fulltrúar allra þessara flokka samþykkt að hefja formlegar stjórnarnmyndurnarviðræður og því má ganga út frá því að þeir myndi nýja stjórn og að Olaf Scholz, frá Jafnaðarmannaflokknum, sem í dag er fjármálaráðherra og varakanslari landsins, muni taka við af Angelu Merkel, og það líklega fyrir jól. Jafnaðarmenn sigruðu kosningarnar, á meðan flokkarnir tveir sem mynda saman þingflokk á Sambandsþinginu, Kristilega bandalagið (CSU) í Bæjaralandi og Kristilegir Demókratar (CDU), í öllum öðrum fylkjum þýskalands, töpuðu og þurftu meira að segja að sætta sig við lakasta árangur sinn í þingkosningum frá stofnun flokkkana. Nánast útilokað þykir að flokkurinn veði hluti af næstu ríkisstjórn landsins. Það er sennilega margt sem varð til þess að kosningarnar fóru á þennan veg, en ein ástæðan er án efa að kanslaraefni þeirra, Armin Laschet, er frekar óvinsæll meðal Þjóðverja. Það hjálpaði heldur ekki til, þegar hann ásamt forseta Þýskalands , Frank Walter Steinmeier, heimsótti flóðasvæðin í vesturhluta landsins í sumar, þar sem yfir 100 manns höfðu látið lífið, og fór að hlæja á meðan forsetinn hélt stutta ræðu. En þó er fleira sem varð þess valdandi að kristilegir munu að öllum líkindum þurfa að vera í stjórnarandstöðu á næsta kjörtímabili. Þeir eru nú í mikilli kreppu. Ljóst er að Laschet mun innan skamms hætta sem formaður síns flokks og sem stendur eru þó nokkrir sem eru taldir vilja bjóða sig fram til formennsku. Þeirra á meðal eru Norbert Röttgen, fyrrverandi umhverfisráðherra Þýskalands. Hann hefur áður boðið sig fram til formennsku. Það var í janúar síðastliðinn, en þá fékk hann ekki mikið fylgi. Það gæti þó farið á annan veg, ef hann byði sig fram nú, þar sem innan flokksins eru háværar kröfur um að gera hann nútímalegri og setja umhverfismálin í auknum mæli á oddinn. Margir telja að Röttgen sé einmitt rétti maðurinn til þess að ganga í þetta verkefni. Annar sem gæti orðið næsti formaður er Jens Spahn, heilbrigðisráðherra Þjóðverja. Hann er vinsæll á hægri væng flokksins sem er frekar öflugur og áhrifamikill. Krafan er ekki einungis sú að flokkurinn verði nútímalegri og umhverfissinnaðri, heldur einnig að unga fólkið og konurnar í flokknum verði meira áberandi. Einnig hefur það ítrekað verið rætt að bæta þurfi tengsl flokksins við bævereska systurflokkinn. Næsta formanns bíða því umfangsmikil verkefni, hver sem hann verður. Það verður alls ekki auðvelt að endurnýja flokkinn þannig, að allur þorri flokksmanna verði sáttur við hann í framtíðinni. Höfundur er nemi.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar