Vill vekja athygli á fylgikvillum brjóstastækkunar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. október 2021 21:44 Brynja segist anda léttar nú þegar púðarnir eru á bak og burt. Vísir/Sigurjón Brynja Dan Gunnarsdóttir, varaþingmaður Framsóknarflokksins, lét á dögunum fjarlægja úr sér brjóstapúða sem hún fékk sér fyrir meira en áratug síðan. Hún vill vekja athygli á þeim fylgikvillum sem fylgt geta brjóstastækkun. Brynja var til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hún greindi frá því á Instagram í gær að nánast allar götur frá því hún fékk sér púða í brjóstin fyrir ellefu árum hafi hún upplifað ýmsa leiðingjarna kvilla í tengslum við aðgerðina, svo sem þreytu, verki, ofnæmi og erfiðleika við andardrátt. Þá segist hún hafa farið í aðgerðina til að geðjast öðrum en sjálfri sér. „Ég ætlaði einhvern veginn ekki að tala um þetta. Mig er búið að langa að gera þetta eiginlega frá því ég fékk mér [púðana]. Það er bara þannig, ég hef ekki þolað þá síðan,“ sagði Brynja í Reykjavík síðdegis í dag. Hún segist hafa kviðið því að láta fjarlægja púðana, en það hafi reynst mun minna mál en hún hafði haldið. Vildi passa inn í mót Brynja segist hafa fengið sér púðana á röngum forsendum á sínum tíma. „Ég held bara að við könnumst allar við þessa tilfinningu, annað hvort að vera bara óánægðar með sjálfar okkur á einhverju tímabili í lífinu, ég var nýbúin að ganga með barn og það var stutt síðan hann hætti á brjósti. Líkaminn minn var bara enn þá að mótast,“ segir Brynja, sem var 25 ára þegar hún fór í aðgerðina. Hún segist hafa farið í aðgerðina án nokkurra upplýsinga og segist hafa viljað passa inn í einhvers konar mót. „Þetta er umræða sem ég hef átt mikið við strákinn minn, sem er unglingur. Raunveruleikinn er ekki það sem við sjáum í myndum, eða þess vegna klámmyndum, sem unglingar eru mikið að horfa á. Þetta er ekki raunin, eða það sem gengur og gerist. Mér finnst ótrúlega gott í dag að vera bara búin að vinna í sjálfri mér og geta elskað mig eins og ég er,“ segir Brynja. Hún bætir því við að ef fólk vilji fá sér brjóstapúða sé ekkert athugavert við það. Hver verði að ákveða fyrir sjálfan sig. Andaði samstundis léttar Brynja segir þó að hún hefði verið til í að hafa aflað sér meiri upplýsinga um hvað getur fylgt brjóstastækkun. „Bara hvað getur gerst. Hvað er breast implant illness? Auðvitað er þetta aðskotahlutur í líkamanum og einhverjir líkamar eru alltaf að reyna að hafna honum, hvort sem hann er farinn að leka eða ekki.“ Brynja segir að um leið og hún hafi vaknað eftir aðgerðina þar sem púðarnir voru teknir úr henni hafi hún getað andað léttar, og bendir á að öll þessi ár hafi hún verið með 650 grömm aukalega framan á brjóstkassanum. „Um leið og ég vaknaði fann ég að það var auðveldara að anda. Þetta eru þyngsli, það er erfiðara að hreyfa sig oft og þetta hefur alltaf tekið í vöðvann þegar ég hef tekið armbeygjur og svoleiðis. Mér hefur aldrei fundist það þægilegt,“ segir Brynja og lýsir fleiri einkennum á borð við ofnæmi og síþreytu sem fylgdu brjóstastækkuninni. Viðtalið við Brynju má heyra í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Lýtalækningar Reykjavík síðdegis Heilbrigðismál Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Menning Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Fleiri fréttir Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Sjá meira
Brynja var til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hún greindi frá því á Instagram í gær að nánast allar götur frá því hún fékk sér púða í brjóstin fyrir ellefu árum hafi hún upplifað ýmsa leiðingjarna kvilla í tengslum við aðgerðina, svo sem þreytu, verki, ofnæmi og erfiðleika við andardrátt. Þá segist hún hafa farið í aðgerðina til að geðjast öðrum en sjálfri sér. „Ég ætlaði einhvern veginn ekki að tala um þetta. Mig er búið að langa að gera þetta eiginlega frá því ég fékk mér [púðana]. Það er bara þannig, ég hef ekki þolað þá síðan,“ sagði Brynja í Reykjavík síðdegis í dag. Hún segist hafa kviðið því að láta fjarlægja púðana, en það hafi reynst mun minna mál en hún hafði haldið. Vildi passa inn í mót Brynja segist hafa fengið sér púðana á röngum forsendum á sínum tíma. „Ég held bara að við könnumst allar við þessa tilfinningu, annað hvort að vera bara óánægðar með sjálfar okkur á einhverju tímabili í lífinu, ég var nýbúin að ganga með barn og það var stutt síðan hann hætti á brjósti. Líkaminn minn var bara enn þá að mótast,“ segir Brynja, sem var 25 ára þegar hún fór í aðgerðina. Hún segist hafa farið í aðgerðina án nokkurra upplýsinga og segist hafa viljað passa inn í einhvers konar mót. „Þetta er umræða sem ég hef átt mikið við strákinn minn, sem er unglingur. Raunveruleikinn er ekki það sem við sjáum í myndum, eða þess vegna klámmyndum, sem unglingar eru mikið að horfa á. Þetta er ekki raunin, eða það sem gengur og gerist. Mér finnst ótrúlega gott í dag að vera bara búin að vinna í sjálfri mér og geta elskað mig eins og ég er,“ segir Brynja. Hún bætir því við að ef fólk vilji fá sér brjóstapúða sé ekkert athugavert við það. Hver verði að ákveða fyrir sjálfan sig. Andaði samstundis léttar Brynja segir þó að hún hefði verið til í að hafa aflað sér meiri upplýsinga um hvað getur fylgt brjóstastækkun. „Bara hvað getur gerst. Hvað er breast implant illness? Auðvitað er þetta aðskotahlutur í líkamanum og einhverjir líkamar eru alltaf að reyna að hafna honum, hvort sem hann er farinn að leka eða ekki.“ Brynja segir að um leið og hún hafi vaknað eftir aðgerðina þar sem púðarnir voru teknir úr henni hafi hún getað andað léttar, og bendir á að öll þessi ár hafi hún verið með 650 grömm aukalega framan á brjóstkassanum. „Um leið og ég vaknaði fann ég að það var auðveldara að anda. Þetta eru þyngsli, það er erfiðara að hreyfa sig oft og þetta hefur alltaf tekið í vöðvann þegar ég hef tekið armbeygjur og svoleiðis. Mér hefur aldrei fundist það þægilegt,“ segir Brynja og lýsir fleiri einkennum á borð við ofnæmi og síþreytu sem fylgdu brjóstastækkuninni. Viðtalið við Brynju má heyra í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Lýtalækningar Reykjavík síðdegis Heilbrigðismál Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Menning Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Fleiri fréttir Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Sjá meira