Með betri ákvörðunum sem ég hef tekið: Um sveigjanlegt nám við Háskólann á Akureyri Nökkvi Alexander Rounak Jónsson skrifar 25. október 2021 21:30 Í umræðu á samfélagsmiðlum undanfarið hefur mikið verið rætt um fjarnám og staðnám, kosti þess og galla. Eins og það sé aðeins um tvennt að velja, annaðhvort stundarðu fjarnám eða nám á staðnum. Markmið mitt með þessum skrifum er að kynna fyrir fólki sveigjanlegt námsfyrirkomulag. Sú fullyrðing er lífsseig að Háskólinn á Akureyri sé bara fjarnámsskóli. Það er kolrangt því hér er nefnilega í boði sveigjanlegt nám. Stúdentar ráða sjálfir hvort þeir stundi námið í sinni heimabyggð eða á Akureyri. Sumir stúdentar kjósa að halda í sína heimahaga utan Akureyrar og sinna námi sínu þar. Allir þessir stúdentar geta stundað nám við HA. Í flestum deildum skólans er það skilyrði að mæta þurfi í staðarlotur og eru flestir stúdentar sammála því að staðlotur eru með skemmtilegri upplifunum í náminu. Þá hittast allir í húsnæði skólans, leysa verkefni, þreyta próf og skemmta sér saman. Með því að gera námið sveigjanlegt er ekki haldið í þá úreltu hugmynd að þú verðir að mæta klukkan átta um morguninn í fyrirlestrasal. Það er að sjálfsögðu ekkert sem stöðvar þá ákvörðun en það er líka í boði að hlusta á þann fyrirlestur þegar líður á daginn eða vikuna, því flest allt námsefni er tekið upp og fer inn á kennsluforrit skólans. Tilgangurinn með sveigjanlegu námsfyrirkomulagi er að auka og auðvelda aðgengi að háskólanámi óháð búsetu. Þá geta stúdentar sem eiga fjölskyldu eða eru í vinnu haft sama aðgang að menntun á hæsta stigi sem og þeir sem ákveða að sækja námið á staðnum. Ég tók þá ákvörðun fyrir rétt rúmum þremur árum að flytja norður á Akureyri. Ég hafði verið eitt ár að stunda nám við Háskóla Íslands og langaði að breyta til. Þetta var auðvitað risastórt skref en ég ákvað að taka af skarið og er þetta með betri ákvörðunum sem ég hef tekið. Á mínu fyrsta ári áttaði ég mig ekki alveg á því hvað fælist í sveigjanlegu námi. Eina námsfyrirkomulagið sem ég þekkti var staðbundið. Ég mætti samviskusamlega í kennslustundir í hverri viku og fannst það alveg magnað að sitja í stofunni með samstúdentum á staðnum og öðrum sem stunduðu námið í gegnum fjarfundarbúnað út um um allan heim.Þarna sá ég öll tækifærin sem eru til staðar við HA og ákvað því að bjóða mig fram strax á fyrsta ári í félagsstörf til þess að gera gott starf enn betra. Sveigjanlega námið býður upp á fjölmarga möguleika og eins og áður hefur verið nefnt er í stöðugri þróun. Umsóknum við HA hefur fjölgað verulega síðustu ár sem sýnir hversu vinsælt sveigjanlegt nám er. Ég tel því að háskólasamfélagið á Íslandi eigi að taka Háskólann á Akureyri sér til fyrirmyndar í þessum efnum, því samfélagið þarf háskóla sem eru í stöðugri þróun og tilbúnir að taka skref í nýjar áttir. Höfundur er formaður Stúdentafélags Háskólans á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Hagsmunir stúdenta Akureyri Háskólar Mest lesið Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Við þurfum jöfn tækifæri fyrir börnin í borginni Sandra Hlíf Ocares Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Í umræðu á samfélagsmiðlum undanfarið hefur mikið verið rætt um fjarnám og staðnám, kosti þess og galla. Eins og það sé aðeins um tvennt að velja, annaðhvort stundarðu fjarnám eða nám á staðnum. Markmið mitt með þessum skrifum er að kynna fyrir fólki sveigjanlegt námsfyrirkomulag. Sú fullyrðing er lífsseig að Háskólinn á Akureyri sé bara fjarnámsskóli. Það er kolrangt því hér er nefnilega í boði sveigjanlegt nám. Stúdentar ráða sjálfir hvort þeir stundi námið í sinni heimabyggð eða á Akureyri. Sumir stúdentar kjósa að halda í sína heimahaga utan Akureyrar og sinna námi sínu þar. Allir þessir stúdentar geta stundað nám við HA. Í flestum deildum skólans er það skilyrði að mæta þurfi í staðarlotur og eru flestir stúdentar sammála því að staðlotur eru með skemmtilegri upplifunum í náminu. Þá hittast allir í húsnæði skólans, leysa verkefni, þreyta próf og skemmta sér saman. Með því að gera námið sveigjanlegt er ekki haldið í þá úreltu hugmynd að þú verðir að mæta klukkan átta um morguninn í fyrirlestrasal. Það er að sjálfsögðu ekkert sem stöðvar þá ákvörðun en það er líka í boði að hlusta á þann fyrirlestur þegar líður á daginn eða vikuna, því flest allt námsefni er tekið upp og fer inn á kennsluforrit skólans. Tilgangurinn með sveigjanlegu námsfyrirkomulagi er að auka og auðvelda aðgengi að háskólanámi óháð búsetu. Þá geta stúdentar sem eiga fjölskyldu eða eru í vinnu haft sama aðgang að menntun á hæsta stigi sem og þeir sem ákveða að sækja námið á staðnum. Ég tók þá ákvörðun fyrir rétt rúmum þremur árum að flytja norður á Akureyri. Ég hafði verið eitt ár að stunda nám við Háskóla Íslands og langaði að breyta til. Þetta var auðvitað risastórt skref en ég ákvað að taka af skarið og er þetta með betri ákvörðunum sem ég hef tekið. Á mínu fyrsta ári áttaði ég mig ekki alveg á því hvað fælist í sveigjanlegu námi. Eina námsfyrirkomulagið sem ég þekkti var staðbundið. Ég mætti samviskusamlega í kennslustundir í hverri viku og fannst það alveg magnað að sitja í stofunni með samstúdentum á staðnum og öðrum sem stunduðu námið í gegnum fjarfundarbúnað út um um allan heim.Þarna sá ég öll tækifærin sem eru til staðar við HA og ákvað því að bjóða mig fram strax á fyrsta ári í félagsstörf til þess að gera gott starf enn betra. Sveigjanlega námið býður upp á fjölmarga möguleika og eins og áður hefur verið nefnt er í stöðugri þróun. Umsóknum við HA hefur fjölgað verulega síðustu ár sem sýnir hversu vinsælt sveigjanlegt nám er. Ég tel því að háskólasamfélagið á Íslandi eigi að taka Háskólann á Akureyri sér til fyrirmyndar í þessum efnum, því samfélagið þarf háskóla sem eru í stöðugri þróun og tilbúnir að taka skref í nýjar áttir. Höfundur er formaður Stúdentafélags Háskólans á Akureyri.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun