Hvarf í fjögur ár en birtist óvænt í dag Snorri Másson skrifar 25. október 2021 21:30 Narfi er á níunda ári en hefur verið á flakki síðustu fjögur. Römm er sú taug er rekka dregur föðurtúna til, og kötturinn er kominn til eiganda síns í miðbæinn eftir allan þennan tíma. Vísir Kötturinn Narfi er fundinn. Það væri ekki í frásögur færandi nema fyrir það að fjögur ár eru síðan hann lét sig hverfa út um glugga í Hlíðunum. Eigandinn er í skýjunum, þótt kötturinn hafi óneitanlega elst um nokkur ár. Narfi hafði verið týndur í fjögur ár en í dag gerðist hið ótrúlega að eigandi hans hafði upp á honum eftir alla leitina. Hann var reyndar farinn að heita Keli í Kattholti en allt var það byggt á misskilningi. Keli, Narfi eða hvað það nú er, eins og danskur málsháttur kveður réttilega á um ber elskað barn ævinlega mörg nöfn. Þótt raunverulegt nafn kattarins sé sannarlega Narfi er ekki óeðlilegt að einhver hafi á einhverjum tímapunkti gefið honum nafnið Keli á týnda tímabilinu. „Það hefur örugglega bara verið af því að hann er svo svakalega kelinn. Hann er alger elska þessi köttur,“ segir Tómas Hafsteinsson sjómaður, eigandi Narfa. Narfi er upphaflega frá Selfossi og var gefinn til Tómasar þar sem hann bjó í Neskaupstað fyrir tæpum níu árum. Kettlingurinn óx úr grasi fyrir austan en þar kom að Tómas fluttist til Reykjavíkur vegna vinnu og Narfi með. „Hann gat ekki farið með okkur á þáverandi heimili og þá fer hann í pössun hér í Hlíðunum og lét sig hverfa út um gluggann tveimur dögum síðar. Svo erum við búin að leita að honum í hverfinu og svo hef ég verið á sjó þannig að maður getur ekki alltaf verið. Hann er víst búinn að eiga einhver fjögur heimili í millitíðinni kallinn,“ segir Tómas. Narfi er víðförull miðað við kött.Stöð 2 Tómas gaf aldrei upp vonina á að finna Narfa aftur og leit alltaf inn á vef Kattholts þegar hann átti stund milli stríða. Í morgun rak hann upp stór augu þegar kötturinn birtist allt í einu svo ekki varð um villst. Hann rauk uppeftir og í fangi hans varð Keli aftur að gamla góða Narfa. „Ég er bara í skýjunum. Litli kallinn er kominn heim,“ segir Tómas. Hvernig er að sjá köttinn sinn aftur eftir allan þennan tíma? „Maður náttúrulega kannaðist við hann strax, en hann er náttúrulega orðinn svolítið gamall, það er bara eina. Orðinn átta eða níu ára gamall,“ segir Tómas. Aðeins stærri kannski? „Það er kannski kominn smá poki á hann,“ segir eigandinn. Dýr Reykjavík Kettir Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Narfi hafði verið týndur í fjögur ár en í dag gerðist hið ótrúlega að eigandi hans hafði upp á honum eftir alla leitina. Hann var reyndar farinn að heita Keli í Kattholti en allt var það byggt á misskilningi. Keli, Narfi eða hvað það nú er, eins og danskur málsháttur kveður réttilega á um ber elskað barn ævinlega mörg nöfn. Þótt raunverulegt nafn kattarins sé sannarlega Narfi er ekki óeðlilegt að einhver hafi á einhverjum tímapunkti gefið honum nafnið Keli á týnda tímabilinu. „Það hefur örugglega bara verið af því að hann er svo svakalega kelinn. Hann er alger elska þessi köttur,“ segir Tómas Hafsteinsson sjómaður, eigandi Narfa. Narfi er upphaflega frá Selfossi og var gefinn til Tómasar þar sem hann bjó í Neskaupstað fyrir tæpum níu árum. Kettlingurinn óx úr grasi fyrir austan en þar kom að Tómas fluttist til Reykjavíkur vegna vinnu og Narfi með. „Hann gat ekki farið með okkur á þáverandi heimili og þá fer hann í pössun hér í Hlíðunum og lét sig hverfa út um gluggann tveimur dögum síðar. Svo erum við búin að leita að honum í hverfinu og svo hef ég verið á sjó þannig að maður getur ekki alltaf verið. Hann er víst búinn að eiga einhver fjögur heimili í millitíðinni kallinn,“ segir Tómas. Narfi er víðförull miðað við kött.Stöð 2 Tómas gaf aldrei upp vonina á að finna Narfa aftur og leit alltaf inn á vef Kattholts þegar hann átti stund milli stríða. Í morgun rak hann upp stór augu þegar kötturinn birtist allt í einu svo ekki varð um villst. Hann rauk uppeftir og í fangi hans varð Keli aftur að gamla góða Narfa. „Ég er bara í skýjunum. Litli kallinn er kominn heim,“ segir Tómas. Hvernig er að sjá köttinn sinn aftur eftir allan þennan tíma? „Maður náttúrulega kannaðist við hann strax, en hann er náttúrulega orðinn svolítið gamall, það er bara eina. Orðinn átta eða níu ára gamall,“ segir Tómas. Aðeins stærri kannski? „Það er kannski kominn smá poki á hann,“ segir eigandinn.
Dýr Reykjavík Kettir Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira