Rakel Eva flytur sig frá Marel til Play Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. október 2021 11:06 Rakel Eva Ævarsdóttir mætir til Play í nóvember. Aðsend Rakel Eva Sævarsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður sjálfbærni- og samfélagsábyrgðar hjá flugfélaginu Play. Í tilkynningu frá flugfélaginu segir að hún muni í starfinu móta og innleiða sjálfbærnistefnu félagsins ásamt því að skilgreina sjálfbærnitengd markmið þess sem snúa að umhverfismálum, félagslegum þáttum, stjórnarháttum og öðrum rekstrarlegum þáttum. Rakel Eva tekur til starfa í byrjun nóvember. Hún kemur til Play frá Marel þar sem hún starfaði sem sérfræðingur í sjálfbærni innan fiskiðnaðar. Þar áður starfaði hún sem ráðgjafi hjá Deloitte þar sem hún sérhæfði sig í sjálfbærnitengdri ráðgjöf og tók þátt í að byggja upp nýja þjónustulínu á sviði sjálfbærni. Rakel Eva var ein af þremur stofnendum Fortuna Invest, vettvangs á Instagram, með það markmið að auka fjölbreytileika í þátttöku á fjármálamarkaði, sér í lagi þátttöku kvenna, með því að veita aðgengilega fræðslu um fjárfestingar með nýstárlegum hætti. Síðustu ár hefur Rakel Eva mótað sér skýra sýn á sviði sjálfbærni og mun halda þeirri vegferð áfram hjá Play. Hún er með BA gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í nýsköpun og viðskiptaþróun frá sama háskóla. „Play ætlar sér að vera til fyrirmyndar í málum er snúa að sjálfbærni- og samfélagsábyrgð enda eru þessi mál sífellt að verða mikilvægari fyrir öll fyrirtæki. Við finnum greinilega fyrir kröfu frá viðskiptavinum, fjárfestum og starfsfólki um að áhersla sé lögð á þennan málaflokk. Play, sem nýtt fyrirtæki, hefur hér sjaldgæft tækifæri til að setja þessi mál á oddinn strax frá upphafi og það er mikill fengur fyrir fyrirtækið að fá Rakel Evu, sem hefur verið áberandi talsmaður þessara mála, til að leiða þennan málaflokk hjá okkur. Ég er mjög spenntur að fá hana í liðið,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri Play. Birgir Jónsson forstjóri Play heldur áfram að sanka til sín fólki frá samkeppnisaðilum, stórum íslenskum fyrirtækjum og fjölmiðlum.Vísir/Vilhelm „Flugiðnaðurinn hefur sjaldan verið jafn áhugaverður og í dag en hann stendur frammi fyrir miklum áskorunum og tækifærum þegar kemur að sjálfbærnitengdum málum. Þau flugfélög sem ætla sér að vera þátttakendur á markaðnum eftir fimm til tíu ár þurfa að taka þennan málaflokk föstum tökum og móta sér skýr, mælanleg og auðskiljanleg markmið á þessu sviði. Play ætlar að vera leiðandi í þessum málum og ég er gríðarlega spennt og ekki síður stolt af því að fá að taka þátt í þeirri vegferð með félaginu og því frábæra fólki sem þar starfar,“ segir Rakel Eva. Þá má bæta við að Rakel Eva hefur verið drífandi í verkefninu November Project Reykjavík hér á landi en um er að ræða alþjóðlegt verkefni þar sem fólk hittist og hreyfir sig saman. Fjallað var um verkefnið í Íslandi í dag um árið. Play Fréttir af flugi Vistaskipti Mest lesið Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Rakel Eva tekur til starfa í byrjun nóvember. Hún kemur til Play frá Marel þar sem hún starfaði sem sérfræðingur í sjálfbærni innan fiskiðnaðar. Þar áður starfaði hún sem ráðgjafi hjá Deloitte þar sem hún sérhæfði sig í sjálfbærnitengdri ráðgjöf og tók þátt í að byggja upp nýja þjónustulínu á sviði sjálfbærni. Rakel Eva var ein af þremur stofnendum Fortuna Invest, vettvangs á Instagram, með það markmið að auka fjölbreytileika í þátttöku á fjármálamarkaði, sér í lagi þátttöku kvenna, með því að veita aðgengilega fræðslu um fjárfestingar með nýstárlegum hætti. Síðustu ár hefur Rakel Eva mótað sér skýra sýn á sviði sjálfbærni og mun halda þeirri vegferð áfram hjá Play. Hún er með BA gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í nýsköpun og viðskiptaþróun frá sama háskóla. „Play ætlar sér að vera til fyrirmyndar í málum er snúa að sjálfbærni- og samfélagsábyrgð enda eru þessi mál sífellt að verða mikilvægari fyrir öll fyrirtæki. Við finnum greinilega fyrir kröfu frá viðskiptavinum, fjárfestum og starfsfólki um að áhersla sé lögð á þennan málaflokk. Play, sem nýtt fyrirtæki, hefur hér sjaldgæft tækifæri til að setja þessi mál á oddinn strax frá upphafi og það er mikill fengur fyrir fyrirtækið að fá Rakel Evu, sem hefur verið áberandi talsmaður þessara mála, til að leiða þennan málaflokk hjá okkur. Ég er mjög spenntur að fá hana í liðið,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri Play. Birgir Jónsson forstjóri Play heldur áfram að sanka til sín fólki frá samkeppnisaðilum, stórum íslenskum fyrirtækjum og fjölmiðlum.Vísir/Vilhelm „Flugiðnaðurinn hefur sjaldan verið jafn áhugaverður og í dag en hann stendur frammi fyrir miklum áskorunum og tækifærum þegar kemur að sjálfbærnitengdum málum. Þau flugfélög sem ætla sér að vera þátttakendur á markaðnum eftir fimm til tíu ár þurfa að taka þennan málaflokk föstum tökum og móta sér skýr, mælanleg og auðskiljanleg markmið á þessu sviði. Play ætlar að vera leiðandi í þessum málum og ég er gríðarlega spennt og ekki síður stolt af því að fá að taka þátt í þeirri vegferð með félaginu og því frábæra fólki sem þar starfar,“ segir Rakel Eva. Þá má bæta við að Rakel Eva hefur verið drífandi í verkefninu November Project Reykjavík hér á landi en um er að ræða alþjóðlegt verkefni þar sem fólk hittist og hreyfir sig saman. Fjallað var um verkefnið í Íslandi í dag um árið.
Play Fréttir af flugi Vistaskipti Mest lesið Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira