Bundesligan: Þægilegt hjá þýsku risunum Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 23. október 2021 15:31 Lewandowski skoraði í dag EPA-EFE/RONALD WITTEK Bayern Munchen vann afskaplega þægilegan sigur á Hoffenheim á heimavelli í þýsku Bundesligunni í dag, lokatölur 4-0 og Lewandowski að sjálfsögðu með mark. Dortmund vann sinn leik líka nokkuð örugglega á móti Armenia Bielefeld á útivelli, 1-3. Bayern Munchen voru í efsta sæti deildarinnar fyrir daginn í dag og það átti ekkert eftir að breytast. Bæjarar með nítján stig í átta leikjum með markatöluna 29-8. Hoffenheim voru hins vegar um miðja deild með ellefu stig. Bayern byrjuðu leikinn mun betur og strax á 4. mínútu skoraði Serge Gnabry mark sem var dæmt af vegna brots. Gnabry lét þetta þó ekkert á sig fá heldur skoraði bara aftur. Í þetta sinn eftir frábært samspil liðsins á 16. mínútu. Það var Jamal Musiala sem átti sendinguna á Gnabry. Á 30. mínútu var komið að sennilega besta miðframherja heimsins í dag, Robert Lewandowski. Lewandowski fékk boltann fyrir utan teig og klíndi boltanum upp í hornið. 2-0 i hálfleik. Það voru svo þeir Eric Choupo-Mouting og Kingsley Coman sem lokuðu þessum leik með mörkum á 82. og 87. mínútu. Auðvelt hjá Bayern sem er með 22 stig á toppnum. Jude Bellingham dribbled through the whole Arminia Bielefeld defense to score a wondergoal.Incredible pic.twitter.com/KxPnujS7sI— B/R Football (@brfootball) October 23, 2021 Dortmund gerði góða ferð til Bielefeld og unni 1-3 sigur á Armenia Bielefeld. Emre Can kom gulum Dortmundarmönnum yfir á 31. mínútu úr vítaspyrnu en Mads Hummels bætti við öðru marki rétt áður en hálfleiksflautan gall. 0-2 í hálfleik. Það var svo Jude Bellingham sem skoraði hið mikilvæga þriðja mark á 72. mínútu og var það af dýrari gerðinni. Bellingham fékk boltann á vítateigslínunni, lék á þrjá leikmenn Armenia og vippaði yfir markvörðinn. Stórglæsilegt mark. Fabien Klos lagaði stöðuna með marki úr vítaspyrnu á 87. mínútu en lengra komust leikmenn Armenia ekki og Dortmund fagnaði sigri. Dortmund er með 21. stig í öðru sæti deildarinnar. Önnur úrslit í deildinni í dag: RB Leipzig 4-1 Greuther Furth Wolfsburg 0-2 Freiburg Þýski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Í beinni: Chelsea - West Ham | Lundúnaslagur á lokadegi gluggans Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Sjá meira
Bayern Munchen voru í efsta sæti deildarinnar fyrir daginn í dag og það átti ekkert eftir að breytast. Bæjarar með nítján stig í átta leikjum með markatöluna 29-8. Hoffenheim voru hins vegar um miðja deild með ellefu stig. Bayern byrjuðu leikinn mun betur og strax á 4. mínútu skoraði Serge Gnabry mark sem var dæmt af vegna brots. Gnabry lét þetta þó ekkert á sig fá heldur skoraði bara aftur. Í þetta sinn eftir frábært samspil liðsins á 16. mínútu. Það var Jamal Musiala sem átti sendinguna á Gnabry. Á 30. mínútu var komið að sennilega besta miðframherja heimsins í dag, Robert Lewandowski. Lewandowski fékk boltann fyrir utan teig og klíndi boltanum upp í hornið. 2-0 i hálfleik. Það voru svo þeir Eric Choupo-Mouting og Kingsley Coman sem lokuðu þessum leik með mörkum á 82. og 87. mínútu. Auðvelt hjá Bayern sem er með 22 stig á toppnum. Jude Bellingham dribbled through the whole Arminia Bielefeld defense to score a wondergoal.Incredible pic.twitter.com/KxPnujS7sI— B/R Football (@brfootball) October 23, 2021 Dortmund gerði góða ferð til Bielefeld og unni 1-3 sigur á Armenia Bielefeld. Emre Can kom gulum Dortmundarmönnum yfir á 31. mínútu úr vítaspyrnu en Mads Hummels bætti við öðru marki rétt áður en hálfleiksflautan gall. 0-2 í hálfleik. Það var svo Jude Bellingham sem skoraði hið mikilvæga þriðja mark á 72. mínútu og var það af dýrari gerðinni. Bellingham fékk boltann á vítateigslínunni, lék á þrjá leikmenn Armenia og vippaði yfir markvörðinn. Stórglæsilegt mark. Fabien Klos lagaði stöðuna með marki úr vítaspyrnu á 87. mínútu en lengra komust leikmenn Armenia ekki og Dortmund fagnaði sigri. Dortmund er með 21. stig í öðru sæti deildarinnar. Önnur úrslit í deildinni í dag: RB Leipzig 4-1 Greuther Furth Wolfsburg 0-2 Freiburg
Þýski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Í beinni: Chelsea - West Ham | Lundúnaslagur á lokadegi gluggans Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Sjá meira