Vilja kjarnaþjónustu í húsnæði við ný íþróttamannvirki KR Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. október 2021 23:00 Eins og sjá má á myndinni er gert ráð fyrir íbúðahúsnæði við tvær hliðar vallarins. Vísir Bygginganefnd Knattspyrnufélags Reykjavíkur, KR, hefur kynnt tillögur að viðamikilli uppbyggingu athafnasvæðis KR og er gert ráð fyrir að fyrsta skóflustungan að nýju knatthúsi og nýjum KR velli á næsta ári. Formaður knattspyrnudeildar KR segir meira felast í uppbyggingunni en nýr fótboltavöllur og áhorfendastúkur. „Í grunninn snýst þetta bara um það að þetta gjörbreytir allri aðstöðu félagsins, sem er náttúrulega það mikilvægasta. Þótt þetta virki fyrst og fremst knattspyrnulega miðað þá er verið að vinna að því að breyta allri aðstöðu fyrir allar íþróttagreinar hjá félaginu, hvort sem það er knattspyrna, körfubolti eða aðrar minni greinar,“ segir Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR og meðlimur í bygginganefnd félagsins. Undanfarin ár hefur KR þurft að dreifa starfsemi sinni víða um Vesturbæinn og hefur haft aðstöðu meðal annars í Hagaskóla, Melaskóla og Vesturbæjarskóla. Með nýju knatthúsi verði, að sögn Páls, hægt að sameina allar íþróttagreinar sem iðkaðar séu í KR undir eitt þak. „Það er gert ráð fyrir verulega bættri aðstöðu fyrir einstaka deildir og auðvitað er það sem hrópar á menn stórglæsilegur leikvangur fyrir fótboltaliðið. En svo reynum við að búa um það svo að þarna verði uppbygging íbúðahúsnæðis og atvinnuhúsnæðis á lóðinni,“ segir Páll. Sjá fyrir sér heilsugæslu, verslanir og kaffihús á jarðhæðum Í tillögunum, sem sjá má í myndbandinu hér að neðan, má greina að íbúahúsnæði verði í kring um völlinn við Kaplaskjól og Meistaravelli. Þar er gert ráð fyrir íbúðum á efri hæðum húsanna en atvinnuhúsnæði á neðri hæðunum og segist Páll vilja skapa þar aðstöðu fyrir nauðsynjaþjónustu í Vesturvænum. „Við sjáum líka fyrir okkur þarna heilsugæslu, verslanir, sjúkraþjálfun og fleira. Meðfram Kaplaskjólsvegi og Flyðrugranda er gert ráð fyrir þjónustu: kaffihúsi, verslun, heilsugæslu og sjúkraþjálfun og meðfram Meistaravöllum verði þetta líka á annarri hæð. Þannig að ásýnd stúkunnar að utan verður ekki eins og þú sért að koma að einhverjum fótboltavelli með flóðljósum.“ Hann segir tillögurnar hóflegri en þær sem áður hafi sést, þar sem oft hafi verið vilji til að reisa metnaðarfylllri og glæsilegri leikvanga. Páll segir þessa tillögu fylgja meðalhófi og taka mið af þörfum íbúa í nágrenninu. „Þetta rímar vel við hverfið held ég og á eftir að falla vel inn í borgarmyndina og hugmyndir um þéttingu byggðar. Það er gert ráð fyrir talsverðum hluta íbúða þarna en það á auðvitað eftir að útfæra margt nánar, en þetta er hin svokallaða deiliskipulagstillaga,“ segir Páll. „Þetta er hugmyndafræði sem þekkist um allan heim en hefur ekki verið nýtt á Íslandi. Stúkur á Íslandi eru bara einhverjir steypuklumpar en þarna erum við að byggja hús og gera eins hlýlegt og huggulegt og hugsast getur.“ KR lengi verið langt á eftir öðrum félögum Lengi hafa verið uppi háværar kröfur um að íþróttaaðstaða KR verði endurbætt. Páll segir það mikinn sigur að það sé nú í burðarliðnum en ljóst sé að KR hafi lengi setið á hakanum. „Það er ekkert launungamál að KR hefur setið verulega eftir í allri uppbyggingu íþróttamannvirkja. Ef þú berð það saman við önnur íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu sérðu að við erum langt á eftir. Það þarf ekki annað en að skoða fasteignamat íþróttamannvirkja sem er lægst í Vesturbænum af öllum íþróttafélögum á Suðvesturhorninu.“ Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, segir mikla uppbyggingu fyrirhugaða við KR svæðið, ekki bara nýtt knatthús. Vísir/Baldur Hann segir tíma til kominn að borgin taki það skref að styðja við bakið á uppbyggingu íþróttamannvirkja KR eins og hún hafi gert fyrir ýmis önnur íþróttafélög og nefnir þar til dæmis íþróttasvæði Fjölnis, Fram og Vals. „Við sitjum eftir og teljum okkur ekki vera að fara fram á mikið, ekki meira en aðrir. Aðstaðan er bara löngu sprungin og löngu tímabært að bæta úr. Þetta er okkar tillaga sem hefur fengið hljómgrunn hjá borginni og við höfum fengið samþykki fyrir uppbyggingu á knatthúsi. Önnur uppbygging á svæðinu er meira og minna á vegum KR,“ segir Páll. Gefur lítið fyrir gagnrýni Vesturbæinga Einhverjar gagnrýnisraddir hafa heyrst meðal Vesturbæinga eftir að tillögurnar voru kynntar. Einhverjir hafa lýst yfir áhyggjum um að nýbyggingar við völlinn muni skerða útsýni og annað slíkt. Páll gefur lítið fyrir þá gagnrýni. „Ég hef ekki áhyggjur af því vegna þess að ef fólk skoðar myndirnar þá er þetta ekki það gímald sem margir sjá fyrir sér þegar rætt er um fótboltavelli. Þetta er hófleg byggð, þetta eru þrjár til fjórar hæðir og tvær hliðar þar sem í dag hafa verið háar aspir og stúka,“ segir Páll. „Þarna kemur í staðinn þjónusta við nærumhverfi og íbúðir, sem ætti bara að auka verðmæti og lífsgæði allra þarna í kring. Auðvitað er alltaf rask á meðan framkvæmdum stendur en til lengri tíma litið er þetta bara prýði fyrir hverfið og KR er auðvitað hjarta Vesturbæjarins. Þarna á að geta skapast blómleg þjónusta og mannlíf og það er líka það sem við erum að horfa á.“ Á meðan á uppbyggingunni stendur mun eitthvað rask verða á starfsemi félagsins eins og búast má við. Páll segir að hugmyndir séu uppi um að koma upp bráðabyrgðaaðstöðu á gervigrasvelli félagsins, sem stendur á hinum enda svæðisins. „Eins og staðan er í dag myndum við spila þar og æfa. Fyrsta verkefni er að bygga knatthús þannig að á meðan á öðrum framkvæmdum stendur erum við með gervigras og knatthús. Svo erum við með æfingasvæði úti á Starhaga sem þarf að betrumbæta líka.“ KR Reykjavík Skipulag Íþróttir barna Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Sjá meira
„Í grunninn snýst þetta bara um það að þetta gjörbreytir allri aðstöðu félagsins, sem er náttúrulega það mikilvægasta. Þótt þetta virki fyrst og fremst knattspyrnulega miðað þá er verið að vinna að því að breyta allri aðstöðu fyrir allar íþróttagreinar hjá félaginu, hvort sem það er knattspyrna, körfubolti eða aðrar minni greinar,“ segir Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR og meðlimur í bygginganefnd félagsins. Undanfarin ár hefur KR þurft að dreifa starfsemi sinni víða um Vesturbæinn og hefur haft aðstöðu meðal annars í Hagaskóla, Melaskóla og Vesturbæjarskóla. Með nýju knatthúsi verði, að sögn Páls, hægt að sameina allar íþróttagreinar sem iðkaðar séu í KR undir eitt þak. „Það er gert ráð fyrir verulega bættri aðstöðu fyrir einstaka deildir og auðvitað er það sem hrópar á menn stórglæsilegur leikvangur fyrir fótboltaliðið. En svo reynum við að búa um það svo að þarna verði uppbygging íbúðahúsnæðis og atvinnuhúsnæðis á lóðinni,“ segir Páll. Sjá fyrir sér heilsugæslu, verslanir og kaffihús á jarðhæðum Í tillögunum, sem sjá má í myndbandinu hér að neðan, má greina að íbúahúsnæði verði í kring um völlinn við Kaplaskjól og Meistaravelli. Þar er gert ráð fyrir íbúðum á efri hæðum húsanna en atvinnuhúsnæði á neðri hæðunum og segist Páll vilja skapa þar aðstöðu fyrir nauðsynjaþjónustu í Vesturvænum. „Við sjáum líka fyrir okkur þarna heilsugæslu, verslanir, sjúkraþjálfun og fleira. Meðfram Kaplaskjólsvegi og Flyðrugranda er gert ráð fyrir þjónustu: kaffihúsi, verslun, heilsugæslu og sjúkraþjálfun og meðfram Meistaravöllum verði þetta líka á annarri hæð. Þannig að ásýnd stúkunnar að utan verður ekki eins og þú sért að koma að einhverjum fótboltavelli með flóðljósum.“ Hann segir tillögurnar hóflegri en þær sem áður hafi sést, þar sem oft hafi verið vilji til að reisa metnaðarfylllri og glæsilegri leikvanga. Páll segir þessa tillögu fylgja meðalhófi og taka mið af þörfum íbúa í nágrenninu. „Þetta rímar vel við hverfið held ég og á eftir að falla vel inn í borgarmyndina og hugmyndir um þéttingu byggðar. Það er gert ráð fyrir talsverðum hluta íbúða þarna en það á auðvitað eftir að útfæra margt nánar, en þetta er hin svokallaða deiliskipulagstillaga,“ segir Páll. „Þetta er hugmyndafræði sem þekkist um allan heim en hefur ekki verið nýtt á Íslandi. Stúkur á Íslandi eru bara einhverjir steypuklumpar en þarna erum við að byggja hús og gera eins hlýlegt og huggulegt og hugsast getur.“ KR lengi verið langt á eftir öðrum félögum Lengi hafa verið uppi háværar kröfur um að íþróttaaðstaða KR verði endurbætt. Páll segir það mikinn sigur að það sé nú í burðarliðnum en ljóst sé að KR hafi lengi setið á hakanum. „Það er ekkert launungamál að KR hefur setið verulega eftir í allri uppbyggingu íþróttamannvirkja. Ef þú berð það saman við önnur íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu sérðu að við erum langt á eftir. Það þarf ekki annað en að skoða fasteignamat íþróttamannvirkja sem er lægst í Vesturbænum af öllum íþróttafélögum á Suðvesturhorninu.“ Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, segir mikla uppbyggingu fyrirhugaða við KR svæðið, ekki bara nýtt knatthús. Vísir/Baldur Hann segir tíma til kominn að borgin taki það skref að styðja við bakið á uppbyggingu íþróttamannvirkja KR eins og hún hafi gert fyrir ýmis önnur íþróttafélög og nefnir þar til dæmis íþróttasvæði Fjölnis, Fram og Vals. „Við sitjum eftir og teljum okkur ekki vera að fara fram á mikið, ekki meira en aðrir. Aðstaðan er bara löngu sprungin og löngu tímabært að bæta úr. Þetta er okkar tillaga sem hefur fengið hljómgrunn hjá borginni og við höfum fengið samþykki fyrir uppbyggingu á knatthúsi. Önnur uppbygging á svæðinu er meira og minna á vegum KR,“ segir Páll. Gefur lítið fyrir gagnrýni Vesturbæinga Einhverjar gagnrýnisraddir hafa heyrst meðal Vesturbæinga eftir að tillögurnar voru kynntar. Einhverjir hafa lýst yfir áhyggjum um að nýbyggingar við völlinn muni skerða útsýni og annað slíkt. Páll gefur lítið fyrir þá gagnrýni. „Ég hef ekki áhyggjur af því vegna þess að ef fólk skoðar myndirnar þá er þetta ekki það gímald sem margir sjá fyrir sér þegar rætt er um fótboltavelli. Þetta er hófleg byggð, þetta eru þrjár til fjórar hæðir og tvær hliðar þar sem í dag hafa verið háar aspir og stúka,“ segir Páll. „Þarna kemur í staðinn þjónusta við nærumhverfi og íbúðir, sem ætti bara að auka verðmæti og lífsgæði allra þarna í kring. Auðvitað er alltaf rask á meðan framkvæmdum stendur en til lengri tíma litið er þetta bara prýði fyrir hverfið og KR er auðvitað hjarta Vesturbæjarins. Þarna á að geta skapast blómleg þjónusta og mannlíf og það er líka það sem við erum að horfa á.“ Á meðan á uppbyggingunni stendur mun eitthvað rask verða á starfsemi félagsins eins og búast má við. Páll segir að hugmyndir séu uppi um að koma upp bráðabyrgðaaðstöðu á gervigrasvelli félagsins, sem stendur á hinum enda svæðisins. „Eins og staðan er í dag myndum við spila þar og æfa. Fyrsta verkefni er að bygga knatthús þannig að á meðan á öðrum framkvæmdum stendur erum við með gervigras og knatthús. Svo erum við með æfingasvæði úti á Starhaga sem þarf að betrumbæta líka.“
KR Reykjavík Skipulag Íþróttir barna Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Sjá meira