Vilja fyrst gjörbreyta byggingargeiranum og svo tölvuleikjum Eiður Þór Árnason skrifar 20. október 2021 13:50 Stjórnendateymi Treble: Gunnar Pétur Hauksson, Finnur Pind, Jesper Pedersen, Guðrún Áslaug Óskarsdóttir og Ingimar Andersen. Aðsend Íslenska sprotafyrirtækið Treble Technologies sem sérhæfir sig í hugbúnaði á sviði hljóðhermunar hefur lokið 232 milljóna króna fjármögnun. Væntanleg fyrsta vara fyrirtækisins er hugbúnaðarlausn fyrir byggingargeirann sem gerir hönnuðum og eigendum bygginga færi á að móta hljóðheim og hljóðvisthönnun og taka upplýstar ákvarðanir um efnisval, form og fleira á grundvelli nákvæmrar hermunar. Stefnt er að því að koma vörunni á markað á síðari hluta næsta árs. Þetta kemur fram í tilkynningu en helstu fjárfestar eru Börkur Arnviðarson, stofnandi ChemoMetec, félagið Omega ehf., Sigþór Sigmarsson og Trausti Kristjánsson. Sigþór, sem er verkfræðingur og fjárfestir, tekur sæti í stjórn fyrirtækisins fyrir hönd fjárfestahópsins. Hann segir Treble vera að þróa tækni sem geti gjörbylt því hvernig hljóð og hljóðvist er tekin inn í hönnun. „Þetta er afar öflugt teymi sem byggir lausnir sínar á eigin rannsóknum og eru þau einfaldlega fremst á sínu sviði í heiminum.“ Nota ofurtölvu og bylgjueðlisfræði Að sögn forsvarsmanna félagsins liggur margra ára rannsóknarvinna að baki fyrirtækinu sem Dr. Finnur Pind, framkvæmdastjóri og einn stofnanda fyrirtækisins, leiddi ásamt vísindamönnum frá Tækniháskóla Danmerkur, EPFL í Sviss og Virginia Tech í Bandaríkjunum. Finnur segir að með því að draga að borðinu leiðandi vísindamenn á sviði bylgjueðlisfræði, ofurtölva og stærðfræði hafi tekist að þróa byltingarkennda leið til að herma hljóð sem sé margfalt raunverulegri en áður hefur verið mögulegt. Vísindamenn frá þessu samstarfi sitja í dag í ráðgjafaráði Treble og eru meðeigendur í félaginu. Fram kemur í tilkynningu að Tækniþróunarsjóður hafi veitt Treble styrk til að hefja þróun árið 2020 og hefur fyrirtækið síðan vaxið upp í 12 manns og hafið samstarf með alþjóðlegum stórfyrirtækjum. Hljóð hafi mikil áhrif á líðan og framleiðni Gunnar Pétur Hauksson, sem stýrir fjármögnun og viðskiptaþróun hjá Treble, segir að byggingageirinn sé einungis fyrsti markaðurinn sem Treble stefni á. ,,Hin byltingakennda tækni og aðferðafræði sem liggur að baki vörum Treble hefur notagildi víða, t.d. í tölvuleikjum, sýndarveruleika og við hönnun bifreiða. Listinn er raunar afar langur enda sé hljóð eitthvað sem umlykur okkur flest daginn út og inn og hefur feikileg áhrif á líðan okkar og framleiðni. Við erum spennt fyrir því að ryðja okkur til rúms á sviði tölvuleikja og sýndarveruleika þar sem tæknin okkar gefur færi á töluvert raunverulegri upplifun hljóðs í stafrænum heimum en mögulegt hefur verið hingað til,“ segir hann í tilkynningu. Finnur segir að þessi fjármögnun til merkis um að félagið sé á réttri leið. „Þetta fjármagn og þessir öflugu bakhjarlar gera okkur kleift að bæta við okkur rétta fólkinu og setja fullan kraft og aukna einbeitingu í að ná markmiðum okkar sem snúa að þróun og markaðssetningu fyrstu lausnarinnar.“ Hann bætir því við að mikil vitundarvakning hafi orðið á því hversu víðtæk áhrif hljóð hafi á líðan fólks í vinnu og einkalífi og að regluverk tengd hönnun bygginga taki nú mið af þeirri staðreynd. Tækni Nýsköpun Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Væntanleg fyrsta vara fyrirtækisins er hugbúnaðarlausn fyrir byggingargeirann sem gerir hönnuðum og eigendum bygginga færi á að móta hljóðheim og hljóðvisthönnun og taka upplýstar ákvarðanir um efnisval, form og fleira á grundvelli nákvæmrar hermunar. Stefnt er að því að koma vörunni á markað á síðari hluta næsta árs. Þetta kemur fram í tilkynningu en helstu fjárfestar eru Börkur Arnviðarson, stofnandi ChemoMetec, félagið Omega ehf., Sigþór Sigmarsson og Trausti Kristjánsson. Sigþór, sem er verkfræðingur og fjárfestir, tekur sæti í stjórn fyrirtækisins fyrir hönd fjárfestahópsins. Hann segir Treble vera að þróa tækni sem geti gjörbylt því hvernig hljóð og hljóðvist er tekin inn í hönnun. „Þetta er afar öflugt teymi sem byggir lausnir sínar á eigin rannsóknum og eru þau einfaldlega fremst á sínu sviði í heiminum.“ Nota ofurtölvu og bylgjueðlisfræði Að sögn forsvarsmanna félagsins liggur margra ára rannsóknarvinna að baki fyrirtækinu sem Dr. Finnur Pind, framkvæmdastjóri og einn stofnanda fyrirtækisins, leiddi ásamt vísindamönnum frá Tækniháskóla Danmerkur, EPFL í Sviss og Virginia Tech í Bandaríkjunum. Finnur segir að með því að draga að borðinu leiðandi vísindamenn á sviði bylgjueðlisfræði, ofurtölva og stærðfræði hafi tekist að þróa byltingarkennda leið til að herma hljóð sem sé margfalt raunverulegri en áður hefur verið mögulegt. Vísindamenn frá þessu samstarfi sitja í dag í ráðgjafaráði Treble og eru meðeigendur í félaginu. Fram kemur í tilkynningu að Tækniþróunarsjóður hafi veitt Treble styrk til að hefja þróun árið 2020 og hefur fyrirtækið síðan vaxið upp í 12 manns og hafið samstarf með alþjóðlegum stórfyrirtækjum. Hljóð hafi mikil áhrif á líðan og framleiðni Gunnar Pétur Hauksson, sem stýrir fjármögnun og viðskiptaþróun hjá Treble, segir að byggingageirinn sé einungis fyrsti markaðurinn sem Treble stefni á. ,,Hin byltingakennda tækni og aðferðafræði sem liggur að baki vörum Treble hefur notagildi víða, t.d. í tölvuleikjum, sýndarveruleika og við hönnun bifreiða. Listinn er raunar afar langur enda sé hljóð eitthvað sem umlykur okkur flest daginn út og inn og hefur feikileg áhrif á líðan okkar og framleiðni. Við erum spennt fyrir því að ryðja okkur til rúms á sviði tölvuleikja og sýndarveruleika þar sem tæknin okkar gefur færi á töluvert raunverulegri upplifun hljóðs í stafrænum heimum en mögulegt hefur verið hingað til,“ segir hann í tilkynningu. Finnur segir að þessi fjármögnun til merkis um að félagið sé á réttri leið. „Þetta fjármagn og þessir öflugu bakhjarlar gera okkur kleift að bæta við okkur rétta fólkinu og setja fullan kraft og aukna einbeitingu í að ná markmiðum okkar sem snúa að þróun og markaðssetningu fyrstu lausnarinnar.“ Hann bætir því við að mikil vitundarvakning hafi orðið á því hversu víðtæk áhrif hljóð hafi á líðan fólks í vinnu og einkalífi og að regluverk tengd hönnun bygginga taki nú mið af þeirri staðreynd.
Tækni Nýsköpun Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira