Klopp: „Gæti ekki verið meira sama um hvernig við vinnum leiki“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. október 2021 22:46 Jürgen Klopp og Diego Simeone takast í hendur fyrir leik. Eitthvað sem átti eftir að klikka að leik loknum. Nick Potts/PA Images via Getty Images Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var eðlilega ánægður með 3-2 sigur sinna manna gegn Atlético Madrid í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Hann segir að leikruinn hafi verið erfiður, en að hans menn hafi spilað vel. „Þetta var erfiður leikur eins og við bjuggumst við. Við vorum furðugóðir í byrjun leiks,“ sagði Klopp í leikslok. „Bjuggumst við við því að þeir yrðu svona varnarsinnaðir? Líklega ekki. Þetta var ekki auðvelt. Við skoruðum tvö frábær mörk og spiluðum svo flottan fótbolta.“ Klopp segir að liðið hafi getað gert ýmislegt til að koma í veg fyrir mökin tvö sem Atlético skoruðu í kvöld. „Staðan var 2-0, en Atlético er nokkuð sama um hvort þeir eru með boltann eða ekki. Við gáfum þeim fyrra markið, en seinna markið, þó að það hafi verið vel spilað þá skildum við eftir of mikið af opnum svæðum. Það var ekki í lagi.“ Þjóðverjinn segir að liðið hafi spilað vel í seinni hálfleik, en að það hafi vissulega hjálpað að vera manni fleiri. „Við spiluðum virkilega vel í seinni hálfleik í erfiðum leik þar sem bæði lið spiluðu af mikilli ákefð. Við fengum víti, og svo var rautt spjald sem auðvitað hjálpaði okkur.“ Heimamenn í Atlético Madrid fengu einnig vítaspyrnu í leiknum, en eftir að hafa farið í skjáinn fræga, ákvað dómari leiksins að taka þann dóm til baka. „Ég sá þetta og okkar víti var víti. Ég held að hitt hafi ekki verið víti, en ég bjóst ekki við því að hann myndi snúa dómnum við. Ég held samt að það hafi verið rétt ákvörðun. Rauða spjaldið var óheppni, en það er klárt rautt spjald. Hann [Griezmann] fer með fótinn í andlitið að Firmino. Þetta getur gerst.“ „Þetta var erfiður leikur, en ef ég á að vera hreinskilinn þá gæti mér ekki verið meira sama um hvernig við vinnum leikina. Á svona kvöldi er mjög ljúft að taka þrjú stig.“ Eftir leikinn strunsaði Diego Simeone, þjálfari Atlétici Madrid, beint inn í klefa án þess að taka í höndina á Klopp, eða nokkrum öðrum. Klopp segir að viðbrögð kollega síns hafi ekki verið honum til framdráttar. „Við viljum ekki sjá svona, en já, það er augljóst að ég vill taka í höndina á honum. Viðbrögði hans, eins og mín, voru ekki alveg nógu góð. Við tökumst í hendur næst þegar við hittumst. Þetta er ekkert mál. Hann var augljóslega reiður, ekki út í mig, heldur út í leikinn,“ sagði Klopp að lokum. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Fleiri fréttir EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Í beinni: Þýskaland - Danmörk | Þjóðverjar geta slökkt vonir Dana Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Sjá meira
„Þetta var erfiður leikur eins og við bjuggumst við. Við vorum furðugóðir í byrjun leiks,“ sagði Klopp í leikslok. „Bjuggumst við við því að þeir yrðu svona varnarsinnaðir? Líklega ekki. Þetta var ekki auðvelt. Við skoruðum tvö frábær mörk og spiluðum svo flottan fótbolta.“ Klopp segir að liðið hafi getað gert ýmislegt til að koma í veg fyrir mökin tvö sem Atlético skoruðu í kvöld. „Staðan var 2-0, en Atlético er nokkuð sama um hvort þeir eru með boltann eða ekki. Við gáfum þeim fyrra markið, en seinna markið, þó að það hafi verið vel spilað þá skildum við eftir of mikið af opnum svæðum. Það var ekki í lagi.“ Þjóðverjinn segir að liðið hafi spilað vel í seinni hálfleik, en að það hafi vissulega hjálpað að vera manni fleiri. „Við spiluðum virkilega vel í seinni hálfleik í erfiðum leik þar sem bæði lið spiluðu af mikilli ákefð. Við fengum víti, og svo var rautt spjald sem auðvitað hjálpaði okkur.“ Heimamenn í Atlético Madrid fengu einnig vítaspyrnu í leiknum, en eftir að hafa farið í skjáinn fræga, ákvað dómari leiksins að taka þann dóm til baka. „Ég sá þetta og okkar víti var víti. Ég held að hitt hafi ekki verið víti, en ég bjóst ekki við því að hann myndi snúa dómnum við. Ég held samt að það hafi verið rétt ákvörðun. Rauða spjaldið var óheppni, en það er klárt rautt spjald. Hann [Griezmann] fer með fótinn í andlitið að Firmino. Þetta getur gerst.“ „Þetta var erfiður leikur, en ef ég á að vera hreinskilinn þá gæti mér ekki verið meira sama um hvernig við vinnum leikina. Á svona kvöldi er mjög ljúft að taka þrjú stig.“ Eftir leikinn strunsaði Diego Simeone, þjálfari Atlétici Madrid, beint inn í klefa án þess að taka í höndina á Klopp, eða nokkrum öðrum. Klopp segir að viðbrögð kollega síns hafi ekki verið honum til framdráttar. „Við viljum ekki sjá svona, en já, það er augljóst að ég vill taka í höndina á honum. Viðbrögði hans, eins og mín, voru ekki alveg nógu góð. Við tökumst í hendur næst þegar við hittumst. Þetta er ekkert mál. Hann var augljóslega reiður, ekki út í mig, heldur út í leikinn,“ sagði Klopp að lokum.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Fleiri fréttir EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Í beinni: Þýskaland - Danmörk | Þjóðverjar geta slökkt vonir Dana Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Sjá meira