Sigmundur vill að ríkisstjórnin grípi inn í Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. október 2021 17:39 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður Miðflokksins. Vísir/Vilhelm. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, vill að ríkisstjórnin grípi inn í fyrirhugaða sölu Símans á Mílu. Þetta kemur fram í Facebook-færslu Sigmundar þar sem hann segir að ríkisstjórnin, sem hann nefnir starfstjórn, þurfi að koma í veg fyrir sölu á „grunn-fjarskiptaneti landsins á meðan þingið hefur ekki komið saman og getur ekki gripið inn í,“ líkt og hann orðar það. Síminn tilkynnti í gær að fyrirtækið hefði skrifað undir samkomulag við alþjóðlega franska sjóðastýringarfyrirtækið Ardian France SA sem rekur Ardian Infrastructure Fund V, um einkaviðræður og helstu skilmála í tengslum við mögulega sölu Símans á dótturfélaginu Mílu ehf. Míla er heildsölufyrirtæki á fjarskiptamarkaði og felst kjarnastarfsemi Mílu í að byggja upp og reka innviði fjarskipta á landsvísu, en kerfi Mílu eru grunnur að fjölþættri fjarskiptaþjónustu um allt land. „Þegar ákveðið var að stjórnvöld myndu styðja við ljósleiðaravæðingu landsins gerðum við það ekki til að svo væri hægt að selja allt kerfið til útlanda. Engin þróuð þjóð vill missa eigið fjarskiptakerfi og upplýsingarnar sem um það flæða út landi,“ skrifar Sigmundur Davíð. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra sagði í samtali við fréttastofu í dag að það væri ásættanlegt að Míla sé seld til erlendra aðila, að því gefnu að gengið sé frá ákveðnum úrlausnarefnum sem stjórnvöld telja upp á borði. Viðræður ráðherra og fulltrúa söluaðilans, Símans, eru nýhafnar og er forsætisráðherra með löggjöf í undirbúningi sem ætlað er taka á innviðasölu til erlendra aðila. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði málefni Mílu hafa verið rædd í þjóðaröryggisráði þar sem ríki heims séu að setja sér reglur um það að það sé ákveðin rýni sem fari fram þegar um sé að ræða erlendar fjárfestingar í því sem kallað er „mikilvægir innviðir“. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjarskipti Öryggis- og varnarmál Alþingi Miðflokkurinn Salan á Mílu Tengdar fréttir Salan á Mílu ásættanleg að uppfylltum ákveðnum skilyrðum Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir það ásættanlegt að Míla sé seld til erlendra aðila að því gefnu að gengið sé frá ákveðnum úrlausnarefnum sem stjórnvöld telja upp á borði. Viðræður ráðherra og fulltrúa söluaðilans, Símans, eru nýhafnar og er forsætisráðherra með löggjöf í undirbúningi sem ætlað er taka á innviðasölu til erlendra aðila. 19. október 2021 13:01 Fyrirhuguð sala á Mílu rædd í þjóðaröryggisráði Fyrirhugað sala Símans á Mílu hefur verið tekin upp í þjóðaröryggisráði að sögn forsætisráðherra. RÚV greinir frá. 18. október 2021 19:53 Síminn langt kominn með sölu á Mílu til Frakklands Síminn hefur skrifað undir samkomulag við alþjóðlega franska sjóðastýringarfyrirtækið Ardian France SA sem rekur Ardian Infrastructure Fund V, um einkaviðræður og helstu skilmála í tengslum við mögulega sölu Símans á dótturfélaginu Mílu ehf. Þetta kemur fram í tilkynningu Símans til Kauphallar hvar bréf félagsins hafa hækkað um fimm prósent það sem af er morgni. 18. október 2021 11:52 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Þetta kemur fram í Facebook-færslu Sigmundar þar sem hann segir að ríkisstjórnin, sem hann nefnir starfstjórn, þurfi að koma í veg fyrir sölu á „grunn-fjarskiptaneti landsins á meðan þingið hefur ekki komið saman og getur ekki gripið inn í,“ líkt og hann orðar það. Síminn tilkynnti í gær að fyrirtækið hefði skrifað undir samkomulag við alþjóðlega franska sjóðastýringarfyrirtækið Ardian France SA sem rekur Ardian Infrastructure Fund V, um einkaviðræður og helstu skilmála í tengslum við mögulega sölu Símans á dótturfélaginu Mílu ehf. Míla er heildsölufyrirtæki á fjarskiptamarkaði og felst kjarnastarfsemi Mílu í að byggja upp og reka innviði fjarskipta á landsvísu, en kerfi Mílu eru grunnur að fjölþættri fjarskiptaþjónustu um allt land. „Þegar ákveðið var að stjórnvöld myndu styðja við ljósleiðaravæðingu landsins gerðum við það ekki til að svo væri hægt að selja allt kerfið til útlanda. Engin þróuð þjóð vill missa eigið fjarskiptakerfi og upplýsingarnar sem um það flæða út landi,“ skrifar Sigmundur Davíð. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra sagði í samtali við fréttastofu í dag að það væri ásættanlegt að Míla sé seld til erlendra aðila, að því gefnu að gengið sé frá ákveðnum úrlausnarefnum sem stjórnvöld telja upp á borði. Viðræður ráðherra og fulltrúa söluaðilans, Símans, eru nýhafnar og er forsætisráðherra með löggjöf í undirbúningi sem ætlað er taka á innviðasölu til erlendra aðila. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði málefni Mílu hafa verið rædd í þjóðaröryggisráði þar sem ríki heims séu að setja sér reglur um það að það sé ákveðin rýni sem fari fram þegar um sé að ræða erlendar fjárfestingar í því sem kallað er „mikilvægir innviðir“.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjarskipti Öryggis- og varnarmál Alþingi Miðflokkurinn Salan á Mílu Tengdar fréttir Salan á Mílu ásættanleg að uppfylltum ákveðnum skilyrðum Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir það ásættanlegt að Míla sé seld til erlendra aðila að því gefnu að gengið sé frá ákveðnum úrlausnarefnum sem stjórnvöld telja upp á borði. Viðræður ráðherra og fulltrúa söluaðilans, Símans, eru nýhafnar og er forsætisráðherra með löggjöf í undirbúningi sem ætlað er taka á innviðasölu til erlendra aðila. 19. október 2021 13:01 Fyrirhuguð sala á Mílu rædd í þjóðaröryggisráði Fyrirhugað sala Símans á Mílu hefur verið tekin upp í þjóðaröryggisráði að sögn forsætisráðherra. RÚV greinir frá. 18. október 2021 19:53 Síminn langt kominn með sölu á Mílu til Frakklands Síminn hefur skrifað undir samkomulag við alþjóðlega franska sjóðastýringarfyrirtækið Ardian France SA sem rekur Ardian Infrastructure Fund V, um einkaviðræður og helstu skilmála í tengslum við mögulega sölu Símans á dótturfélaginu Mílu ehf. Þetta kemur fram í tilkynningu Símans til Kauphallar hvar bréf félagsins hafa hækkað um fimm prósent það sem af er morgni. 18. október 2021 11:52 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Salan á Mílu ásættanleg að uppfylltum ákveðnum skilyrðum Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir það ásættanlegt að Míla sé seld til erlendra aðila að því gefnu að gengið sé frá ákveðnum úrlausnarefnum sem stjórnvöld telja upp á borði. Viðræður ráðherra og fulltrúa söluaðilans, Símans, eru nýhafnar og er forsætisráðherra með löggjöf í undirbúningi sem ætlað er taka á innviðasölu til erlendra aðila. 19. október 2021 13:01
Fyrirhuguð sala á Mílu rædd í þjóðaröryggisráði Fyrirhugað sala Símans á Mílu hefur verið tekin upp í þjóðaröryggisráði að sögn forsætisráðherra. RÚV greinir frá. 18. október 2021 19:53
Síminn langt kominn með sölu á Mílu til Frakklands Síminn hefur skrifað undir samkomulag við alþjóðlega franska sjóðastýringarfyrirtækið Ardian France SA sem rekur Ardian Infrastructure Fund V, um einkaviðræður og helstu skilmála í tengslum við mögulega sölu Símans á dótturfélaginu Mílu ehf. Þetta kemur fram í tilkynningu Símans til Kauphallar hvar bréf félagsins hafa hækkað um fimm prósent það sem af er morgni. 18. október 2021 11:52