Veruleg, skaðleg áhrif loftslagsbreytinga Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar 20. október 2021 09:00 Manneskjur hafa áhrif á jörðina og jörðin svo áhrif á manneskjurnar. Áhrifin á manneskjur birtast þó ekki með jöfnum hætti en áframhaldandi útblástur gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum og ófullnægjandi viðbrögð við loftslagsvánni bitna verr á því fólki sem þegar er í viðkvæmri stöðu. Nýlega staðfesti Human Rights Council að rétturinn til heilnæms, hreins og sjálfbærs umhverfis séu mannréttindi. Aðeins nokkrum dögum síðar komst barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna að því að þrátt fyrir að hlýnun jarðar orsakist í eðli sínu af samverkandi og uppsöfnuðum þáttum, beri ríki engu að síður sjálfstæða ábyrgð á þeim skaða sem útblástur gróðurhúsalofttegunda innan landamæra þeirra kann að valda börnum, hvort sem börnin eru fædd innan landamæra ríkisins eða ekki. Einstök ríki hafa stjórn á kolefnisútblæstri innan sinna landamæra með lagasetningu og reglugerðum. Þessi útblástur hefur svo áhrif út fyrir landamærin og eru skaðleg áhrif hans löngu fyrirsjáanleg og studd vísindalegum gögnum. Barnaréttarnefndin komst að því að að börnin höfðu sýnt fram á að hafa orðið persónulega fyrir verulega skaðlegum áhrifum. Á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í ár var okkur kynnt skýrslan “Our Common Agenda” sem er til þess gerð að koma ríkjum nær því að ná heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að einn liður í því er að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum og viðurkenna réttinn til heilnæms umhverfis. Ákallinu um yfirlýst neyðarástand vegna loftslagsvárinnar hefur lengi verið haldið á lofti hér á landi, en því hefur ekki verið svarað. Hve lengi munu ríki geta gengið skemur en nauðsynlegt er til að bregðast við loftslagsvánni? Hve lengi geta ríki heimsins unnið þvert á vísindalega þekkingu? Aðgerðarleysi stjórnmálafólks í dag er byrði sem leggst á herðar komandi kynslóða. Sífellt fleiri einstaklingar leita réttlætis með mannréttindin að vopni. Þróun síðustu vikna á stærsta sameiginlega vettvangi mannréttinda heimsins, Sameinuðu þjóðunum, kann að gefa ungu fólki og börnum einhverja von um réttlæti. Framtíð ungs fólks er undir því komið að þjóðir bregðist af meiri þunga við loftslagsvandanum. Loftslagsmálin eru samofin þeirra mannréttindum og því mun ungt fólk fylgjast vel með og láta til sín taka. Höfundur er ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði mannréttinda//UN Youth Delegate on Human Rights. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóna Þórey Pétursdóttir Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Manneskjur hafa áhrif á jörðina og jörðin svo áhrif á manneskjurnar. Áhrifin á manneskjur birtast þó ekki með jöfnum hætti en áframhaldandi útblástur gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum og ófullnægjandi viðbrögð við loftslagsvánni bitna verr á því fólki sem þegar er í viðkvæmri stöðu. Nýlega staðfesti Human Rights Council að rétturinn til heilnæms, hreins og sjálfbærs umhverfis séu mannréttindi. Aðeins nokkrum dögum síðar komst barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna að því að þrátt fyrir að hlýnun jarðar orsakist í eðli sínu af samverkandi og uppsöfnuðum þáttum, beri ríki engu að síður sjálfstæða ábyrgð á þeim skaða sem útblástur gróðurhúsalofttegunda innan landamæra þeirra kann að valda börnum, hvort sem börnin eru fædd innan landamæra ríkisins eða ekki. Einstök ríki hafa stjórn á kolefnisútblæstri innan sinna landamæra með lagasetningu og reglugerðum. Þessi útblástur hefur svo áhrif út fyrir landamærin og eru skaðleg áhrif hans löngu fyrirsjáanleg og studd vísindalegum gögnum. Barnaréttarnefndin komst að því að að börnin höfðu sýnt fram á að hafa orðið persónulega fyrir verulega skaðlegum áhrifum. Á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í ár var okkur kynnt skýrslan “Our Common Agenda” sem er til þess gerð að koma ríkjum nær því að ná heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að einn liður í því er að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum og viðurkenna réttinn til heilnæms umhverfis. Ákallinu um yfirlýst neyðarástand vegna loftslagsvárinnar hefur lengi verið haldið á lofti hér á landi, en því hefur ekki verið svarað. Hve lengi munu ríki geta gengið skemur en nauðsynlegt er til að bregðast við loftslagsvánni? Hve lengi geta ríki heimsins unnið þvert á vísindalega þekkingu? Aðgerðarleysi stjórnmálafólks í dag er byrði sem leggst á herðar komandi kynslóða. Sífellt fleiri einstaklingar leita réttlætis með mannréttindin að vopni. Þróun síðustu vikna á stærsta sameiginlega vettvangi mannréttinda heimsins, Sameinuðu þjóðunum, kann að gefa ungu fólki og börnum einhverja von um réttlæti. Framtíð ungs fólks er undir því komið að þjóðir bregðist af meiri þunga við loftslagsvandanum. Loftslagsmálin eru samofin þeirra mannréttindum og því mun ungt fólk fylgjast vel með og láta til sín taka. Höfundur er ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði mannréttinda//UN Youth Delegate on Human Rights.
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar