Veruleg, skaðleg áhrif loftslagsbreytinga Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar 20. október 2021 09:00 Manneskjur hafa áhrif á jörðina og jörðin svo áhrif á manneskjurnar. Áhrifin á manneskjur birtast þó ekki með jöfnum hætti en áframhaldandi útblástur gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum og ófullnægjandi viðbrögð við loftslagsvánni bitna verr á því fólki sem þegar er í viðkvæmri stöðu. Nýlega staðfesti Human Rights Council að rétturinn til heilnæms, hreins og sjálfbærs umhverfis séu mannréttindi. Aðeins nokkrum dögum síðar komst barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna að því að þrátt fyrir að hlýnun jarðar orsakist í eðli sínu af samverkandi og uppsöfnuðum þáttum, beri ríki engu að síður sjálfstæða ábyrgð á þeim skaða sem útblástur gróðurhúsalofttegunda innan landamæra þeirra kann að valda börnum, hvort sem börnin eru fædd innan landamæra ríkisins eða ekki. Einstök ríki hafa stjórn á kolefnisútblæstri innan sinna landamæra með lagasetningu og reglugerðum. Þessi útblástur hefur svo áhrif út fyrir landamærin og eru skaðleg áhrif hans löngu fyrirsjáanleg og studd vísindalegum gögnum. Barnaréttarnefndin komst að því að að börnin höfðu sýnt fram á að hafa orðið persónulega fyrir verulega skaðlegum áhrifum. Á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í ár var okkur kynnt skýrslan “Our Common Agenda” sem er til þess gerð að koma ríkjum nær því að ná heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að einn liður í því er að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum og viðurkenna réttinn til heilnæms umhverfis. Ákallinu um yfirlýst neyðarástand vegna loftslagsvárinnar hefur lengi verið haldið á lofti hér á landi, en því hefur ekki verið svarað. Hve lengi munu ríki geta gengið skemur en nauðsynlegt er til að bregðast við loftslagsvánni? Hve lengi geta ríki heimsins unnið þvert á vísindalega þekkingu? Aðgerðarleysi stjórnmálafólks í dag er byrði sem leggst á herðar komandi kynslóða. Sífellt fleiri einstaklingar leita réttlætis með mannréttindin að vopni. Þróun síðustu vikna á stærsta sameiginlega vettvangi mannréttinda heimsins, Sameinuðu þjóðunum, kann að gefa ungu fólki og börnum einhverja von um réttlæti. Framtíð ungs fólks er undir því komið að þjóðir bregðist af meiri þunga við loftslagsvandanum. Loftslagsmálin eru samofin þeirra mannréttindum og því mun ungt fólk fylgjast vel með og láta til sín taka. Höfundur er ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði mannréttinda//UN Youth Delegate on Human Rights. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóna Þórey Pétursdóttir Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Manneskjur hafa áhrif á jörðina og jörðin svo áhrif á manneskjurnar. Áhrifin á manneskjur birtast þó ekki með jöfnum hætti en áframhaldandi útblástur gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum og ófullnægjandi viðbrögð við loftslagsvánni bitna verr á því fólki sem þegar er í viðkvæmri stöðu. Nýlega staðfesti Human Rights Council að rétturinn til heilnæms, hreins og sjálfbærs umhverfis séu mannréttindi. Aðeins nokkrum dögum síðar komst barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna að því að þrátt fyrir að hlýnun jarðar orsakist í eðli sínu af samverkandi og uppsöfnuðum þáttum, beri ríki engu að síður sjálfstæða ábyrgð á þeim skaða sem útblástur gróðurhúsalofttegunda innan landamæra þeirra kann að valda börnum, hvort sem börnin eru fædd innan landamæra ríkisins eða ekki. Einstök ríki hafa stjórn á kolefnisútblæstri innan sinna landamæra með lagasetningu og reglugerðum. Þessi útblástur hefur svo áhrif út fyrir landamærin og eru skaðleg áhrif hans löngu fyrirsjáanleg og studd vísindalegum gögnum. Barnaréttarnefndin komst að því að að börnin höfðu sýnt fram á að hafa orðið persónulega fyrir verulega skaðlegum áhrifum. Á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í ár var okkur kynnt skýrslan “Our Common Agenda” sem er til þess gerð að koma ríkjum nær því að ná heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að einn liður í því er að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum og viðurkenna réttinn til heilnæms umhverfis. Ákallinu um yfirlýst neyðarástand vegna loftslagsvárinnar hefur lengi verið haldið á lofti hér á landi, en því hefur ekki verið svarað. Hve lengi munu ríki geta gengið skemur en nauðsynlegt er til að bregðast við loftslagsvánni? Hve lengi geta ríki heimsins unnið þvert á vísindalega þekkingu? Aðgerðarleysi stjórnmálafólks í dag er byrði sem leggst á herðar komandi kynslóða. Sífellt fleiri einstaklingar leita réttlætis með mannréttindin að vopni. Þróun síðustu vikna á stærsta sameiginlega vettvangi mannréttinda heimsins, Sameinuðu þjóðunum, kann að gefa ungu fólki og börnum einhverja von um réttlæti. Framtíð ungs fólks er undir því komið að þjóðir bregðist af meiri þunga við loftslagsvandanum. Loftslagsmálin eru samofin þeirra mannréttindum og því mun ungt fólk fylgjast vel með og láta til sín taka. Höfundur er ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði mannréttinda//UN Youth Delegate on Human Rights.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun